Tólf ára stúlka rakar af sér hárið fyrir gott málefni Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. ágúst 2021 18:00 Agla Björk er hugrökk, ung stúlka. Hún ætlar að raka af sér hárið á miðvikudaginn til styrktar Krafti. Facebook/Agla Björk Kristjánsdóttir Hin tólf ára gamla Agla Björk Kristjánsdóttir setti sér það markmið að safna fimm hundruð þúsund krónum til styrktar stuðningsfélaginu Krafti og raka af sér hárið þegar markmiðinu væri náð. Kraftur stendur Öglu Björk nærri en hún missti föður sinn úr krabbameini fyrir fjórum árum. Agla Björk setti söfnunina af stað á fimmtudaginn og á einum sólarhring var markmiðinu náð. Nú hafa safnast rúmar átta hundruð þúsund krónur. Söfnunin mun standa fram á miðvikudag en þá mun Agla Björk raka af sér hárið. Allur peningurinn sem safnast mun renna óskiptur til Krafts, en hárið ætlar hún að gefa til samtakanna Locks of Love sem búa ti hárkollur fyrir börn sem hafa misst hárið vegna veikinda. „Þegar ég fæddist var pabbi að klára lyfjameðferð og dó hann árið 2017 þegar ég var átta ára. Kraftur gaf okkur svo mikið og mig langaði til þess að gefa til baka og reyna að hjálpa þeim með því að halda söfnun,“ segir Agla Björk. Agla Björk er með afar sítt, rautt og fallegt hár sem hún hefur safnað í mörg ár. Hún segist hafa hugsað málið vel og vandlega í nokkrar vikur en hana hafi lengi langað til þess að raka af sér hárið. „Ég er búin að vera í mánuð bara „Ertu viss um að þú viljir raka af þér hárið og ertu viss um að þú viljir ekki bíða til fermingu?“. Hún er sko að fermast næsta haust,“ segir Kristín Þórsdóttir, móðir Öglu Bjarkar. Kristín segir dóttur sína þó hafa verið harðákveðna og er hún yfir sig stolt af henni. „Hún sýnir náttúrlega bara ótrúlega mikið hugrekki að ætla raka af sér þetta fallega hár til þess að styrkja þetta góða málefni. En pabbi hennar var svona líka. Hann var rosalega ötull að safna fyrir mottumars á hverju einasta ári og safnaði mörgum milljónum. Ég sé það svo skýrt hvað hún er lík honum.“ Kristján Björn Tryggvason, faðir Öglu Bjarkar, greindist með heilaæxli árið 2006. Hann barðist við sjúkdóminn með hléum, þar til hann lést árið 2017. Fréttastofa tók viðtal við þau Kristján og Kristínu árið 2016. „Hann var alveg rosa fyndinn og góður maður. Hann gerði mikið fyrir aðra og það var alltaf stutt í hláturinn,“ segir Agla Björk um föður sinn. Hún segir Kraft standa fjölskyldunni afar nærri. Fjölskyldan naut góðs af þjónustu félagsins og fékk meðal annars greiðslu úr neyðarsjóði þess. Því segist Agla Björk gleðjast yfir því að geta gefið til baka. Hárið fær að fjúka á miðvikudaginn klukkan eitt og verður sýnt frá því í beinni á Instagram síðu Krafts. „Viðbrögðin eru búin að vera frábær. Ég er búin að fá alveg helling af skilaboðum og fullt af fólki að leggja inn pening. Ég er bara ótrúlega þakklát.“ Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn reikningsnúmer 0545-14-004255 og kennitala er 221008-4050. Góðverk Krakkar Tengdar fréttir Erfiðast að horfa á maka sinn hverfa Kristín Þórsdóttir, eiginkona Kristjáns Björns Tryggvasonar, sem hefur ákveðið að hætta í meðferðum við heilakrabbameini finnst særandi þegar fólk talar um að þau séu hætt að berjast fyrir lífi hans. Þau standi frammi fyrir erfiðu vali sem þau óska engum að standa frammi fyrir. Meðferðirnar hafi verið átakanlegar og nú sé sjúkdómurinn á lokastigi. 5. október 2016 20:00 Kristján Björn sigraði Mottukeppni Mottumars Kristján Björn Tryggvason sigraði Mottukeppni Mottumars með yfirburðum en hann safnaði alls um 1,6 milljónum króna. 19. mars 2016 11:06 Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Fleiri fréttir Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Sjá meira
Agla Björk setti söfnunina af stað á fimmtudaginn og á einum sólarhring var markmiðinu náð. Nú hafa safnast rúmar átta hundruð þúsund krónur. Söfnunin mun standa fram á miðvikudag en þá mun Agla Björk raka af sér hárið. Allur peningurinn sem safnast mun renna óskiptur til Krafts, en hárið ætlar hún að gefa til samtakanna Locks of Love sem búa ti hárkollur fyrir börn sem hafa misst hárið vegna veikinda. „Þegar ég fæddist var pabbi að klára lyfjameðferð og dó hann árið 2017 þegar ég var átta ára. Kraftur gaf okkur svo mikið og mig langaði til þess að gefa til baka og reyna að hjálpa þeim með því að halda söfnun,“ segir Agla Björk. Agla Björk er með afar sítt, rautt og fallegt hár sem hún hefur safnað í mörg ár. Hún segist hafa hugsað málið vel og vandlega í nokkrar vikur en hana hafi lengi langað til þess að raka af sér hárið. „Ég er búin að vera í mánuð bara „Ertu viss um að þú viljir raka af þér hárið og ertu viss um að þú viljir ekki bíða til fermingu?“. Hún er sko að fermast næsta haust,“ segir Kristín Þórsdóttir, móðir Öglu Bjarkar. Kristín segir dóttur sína þó hafa verið harðákveðna og er hún yfir sig stolt af henni. „Hún sýnir náttúrlega bara ótrúlega mikið hugrekki að ætla raka af sér þetta fallega hár til þess að styrkja þetta góða málefni. En pabbi hennar var svona líka. Hann var rosalega ötull að safna fyrir mottumars á hverju einasta ári og safnaði mörgum milljónum. Ég sé það svo skýrt hvað hún er lík honum.“ Kristján Björn Tryggvason, faðir Öglu Bjarkar, greindist með heilaæxli árið 2006. Hann barðist við sjúkdóminn með hléum, þar til hann lést árið 2017. Fréttastofa tók viðtal við þau Kristján og Kristínu árið 2016. „Hann var alveg rosa fyndinn og góður maður. Hann gerði mikið fyrir aðra og það var alltaf stutt í hláturinn,“ segir Agla Björk um föður sinn. Hún segir Kraft standa fjölskyldunni afar nærri. Fjölskyldan naut góðs af þjónustu félagsins og fékk meðal annars greiðslu úr neyðarsjóði þess. Því segist Agla Björk gleðjast yfir því að geta gefið til baka. Hárið fær að fjúka á miðvikudaginn klukkan eitt og verður sýnt frá því í beinni á Instagram síðu Krafts. „Viðbrögðin eru búin að vera frábær. Ég er búin að fá alveg helling af skilaboðum og fullt af fólki að leggja inn pening. Ég er bara ótrúlega þakklát.“ Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn reikningsnúmer 0545-14-004255 og kennitala er 221008-4050.
Góðverk Krakkar Tengdar fréttir Erfiðast að horfa á maka sinn hverfa Kristín Þórsdóttir, eiginkona Kristjáns Björns Tryggvasonar, sem hefur ákveðið að hætta í meðferðum við heilakrabbameini finnst særandi þegar fólk talar um að þau séu hætt að berjast fyrir lífi hans. Þau standi frammi fyrir erfiðu vali sem þau óska engum að standa frammi fyrir. Meðferðirnar hafi verið átakanlegar og nú sé sjúkdómurinn á lokastigi. 5. október 2016 20:00 Kristján Björn sigraði Mottukeppni Mottumars Kristján Björn Tryggvason sigraði Mottukeppni Mottumars með yfirburðum en hann safnaði alls um 1,6 milljónum króna. 19. mars 2016 11:06 Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Fleiri fréttir Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Sjá meira
Erfiðast að horfa á maka sinn hverfa Kristín Þórsdóttir, eiginkona Kristjáns Björns Tryggvasonar, sem hefur ákveðið að hætta í meðferðum við heilakrabbameini finnst særandi þegar fólk talar um að þau séu hætt að berjast fyrir lífi hans. Þau standi frammi fyrir erfiðu vali sem þau óska engum að standa frammi fyrir. Meðferðirnar hafi verið átakanlegar og nú sé sjúkdómurinn á lokastigi. 5. október 2016 20:00
Kristján Björn sigraði Mottukeppni Mottumars Kristján Björn Tryggvason sigraði Mottukeppni Mottumars með yfirburðum en hann safnaði alls um 1,6 milljónum króna. 19. mars 2016 11:06