Jóhannes Karl: Enn og aftur dómari leiksins sem að eyðileggur fyrir okkur Árni Konráð Árnason skrifar 16. ágúst 2021 22:45 Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA. Vísir/Bára Dröfn Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, kom í viðtal eftir 1-2 tap hans manna fyrir Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld. Jóhannes var í leikbanni en mætti í viðtal í stað Fannars Berg Gunnólfssonar, sem stýrði liði Skagamanna í kvöld í fjarveru Jóhannesar. Fannar fékk að líta rautt spjald fyrir mótmæli þegar að Egill Arnar Sigurþórsson, dómari leiksins, dæmdi víti fyrir Breiðablik undir lok leiks sem réði úrslitum. Breiðablik vann 2-1 sigur á Skagamönnum. Blikar skoruðu á 84. mínútu leiksins þegar að Árni Vilhjálmsson steig á punktinn og tryggði Blikum stigin þrjú. Jóhannes var sáttur með sína menn en ber Agli Arnari kaldar kveðjur. „Frábær leikur af okkar hálfu, við gerðum gríðarlega mikið til þess að stoppa Blikana. Þeir voru aðeins hættulegri í fyrri hálfleik en mér fannst við vera mjög öflugir í varnarleiknum í seinni hálfleik og þeir sköpuðu sér bara engin færi. Mér fannst við fá hættulegasta færið þegar Ísak Snær á skallann á fjær. Mér fannst við jafnvel eiga möguleika á að fá víti en svo ákveður dómari leiksins að hleypa þessu upp í algjöru þvælu og dæma eitthvað víti sem að var aldrei víti. Enn og aftur er það dómari leiksins sem að er að eyðileggja leikinn fyrir okkur“ sagði Jóhannes Karl. Á 47. mínútu leiksins féll Hákon Ingi niður í teig Blika, hann virtist hafa flækst í löppunum á varnarmanni Breiðabliks en ekkert dæmt. „Mér fannst vera snerting. Töluvert meiri snerting en á sér stað í vítinu sem að Blikarnir fá, því að ég gat ekki séð að það væri nokkur snerting. Það heyrist hátt öskur, en ég held að snertingin hafi ekki átt sér stað og ég vona að dómari leiksins skoði það. Mér fannst mikið meiri snerting þegar farið var í Hákon og hefur klárlega verið hægt að dæma víti. Þetta er ógeðslega svekkjandi, að þetta séu stóru atriðin sem að skilur að í svona mikilvægum leik fyrir okkur að dómari sé að henda í einhverja vítaspyrnu á lokamínútum sem að mínu mati var aldrei víti og ég get ekki skilið hvernig hann gat verið svona viss í sinni sök að dæma þetta víti og við töpum leiknum útaf því“. Wout Droste fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 88. mínútu leiksins, hann verður því í leikbanni í næsta leik. Jóhannesi fannst Egill Arnar vera að henda í „soft“ gul spjöld á sína menn en verið heldur vægari við Blika. „Í fyrsta lagi voru þessi gulu spjöld sem að við fengum í leiknum mjög soft og Blikar fengu rosalega lítið þegar að þeir voru að stoppa skyndisóknir. Mér fannst Egill henda í gul spjöld á okkur og svo hendir Viktor Karl í einhvern leikþátt þegar að Wout fer í hann, klárlega, en snertingin er ekkert mikil og Viktor enn og aftur hendir sér niður og öskrar, dómarinn fellur í gildruna, rekur minn mann útaf sem að verður í banni í næsta leik. Klárlega aldrei annað gult, hvað þá miðað við hvað hann spjaldaði Blikana lítið hvað hann var spjaldaglaður á okkur“ sagði Jóhannes Karl. Pepsi Max-deild karla ÍA Breiðablik Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Breiðablik vann 2-1 sigur á Skagamönnum. Blikar skoruðu á 84. mínútu leiksins þegar að Árni Vilhjálmsson steig á punktinn og tryggði Blikum stigin þrjú. Jóhannes var sáttur með sína menn en ber Agli Arnari kaldar kveðjur. „Frábær leikur af okkar hálfu, við gerðum gríðarlega mikið til þess að stoppa Blikana. Þeir voru aðeins hættulegri í fyrri hálfleik en mér fannst við vera mjög öflugir í varnarleiknum í seinni hálfleik og þeir sköpuðu sér bara engin færi. Mér fannst við fá hættulegasta færið þegar Ísak Snær á skallann á fjær. Mér fannst við jafnvel eiga möguleika á að fá víti en svo ákveður dómari leiksins að hleypa þessu upp í algjöru þvælu og dæma eitthvað víti sem að var aldrei víti. Enn og aftur er það dómari leiksins sem að er að eyðileggja leikinn fyrir okkur“ sagði Jóhannes Karl. Á 47. mínútu leiksins féll Hákon Ingi niður í teig Blika, hann virtist hafa flækst í löppunum á varnarmanni Breiðabliks en ekkert dæmt. „Mér fannst vera snerting. Töluvert meiri snerting en á sér stað í vítinu sem að Blikarnir fá, því að ég gat ekki séð að það væri nokkur snerting. Það heyrist hátt öskur, en ég held að snertingin hafi ekki átt sér stað og ég vona að dómari leiksins skoði það. Mér fannst mikið meiri snerting þegar farið var í Hákon og hefur klárlega verið hægt að dæma víti. Þetta er ógeðslega svekkjandi, að þetta séu stóru atriðin sem að skilur að í svona mikilvægum leik fyrir okkur að dómari sé að henda í einhverja vítaspyrnu á lokamínútum sem að mínu mati var aldrei víti og ég get ekki skilið hvernig hann gat verið svona viss í sinni sök að dæma þetta víti og við töpum leiknum útaf því“. Wout Droste fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 88. mínútu leiksins, hann verður því í leikbanni í næsta leik. Jóhannesi fannst Egill Arnar vera að henda í „soft“ gul spjöld á sína menn en verið heldur vægari við Blika. „Í fyrsta lagi voru þessi gulu spjöld sem að við fengum í leiknum mjög soft og Blikar fengu rosalega lítið þegar að þeir voru að stoppa skyndisóknir. Mér fannst Egill henda í gul spjöld á okkur og svo hendir Viktor Karl í einhvern leikþátt þegar að Wout fer í hann, klárlega, en snertingin er ekkert mikil og Viktor enn og aftur hendir sér niður og öskrar, dómarinn fellur í gildruna, rekur minn mann útaf sem að verður í banni í næsta leik. Klárlega aldrei annað gult, hvað þá miðað við hvað hann spjaldaði Blikana lítið hvað hann var spjaldaglaður á okkur“ sagði Jóhannes Karl.
Pepsi Max-deild karla ÍA Breiðablik Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira