Markadrottningin afgreiddi Valskonur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2021 13:55 Nicole Billa skoraði sigurmark TSG 1899 Hoffenheim í dag. Getty/Alexander Scheube Verðandi Íslandsmeistarar Vals töpuðu 1-0 á móti þýska liðinu Hoffenheim í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í dag en leikið var í Zürich í Sviss. Valsliðið var án síns markahæsta leikmanns og tók ekki mikla áhættu í sínum leik í dag. Hoffenheim var sterkara liðið og vann sanngjarnt. Markadrottning síðasta tímabils í Bundesligunni, Nicole Billa, skoraði eina mark leiksins snemma í seinni hálfleik. Eitt af fáum marktilraunum Valsliðsins var skot Dóru Maríu Lárusdóttur frá miðju úr upphafsspyrnu seinni hálfleiksins. Hoffenheim mætir annað hvort Zürich eða AC Milan í hreinum úrslitaleik um sæti í annarri umferð en Valskonur spila við tapliðið í hinum undanúrslitaleiknum um þriðja sætið í riðlinum. Valsmenn voru með Elínu Mettu Jensen og Mary Alice Vignola á bekknum en Elín hefur verið að glíma við meiðsli á kálfa. Það munaði um minna að tveir bestu leikmenn Vals voru ekki klárar í slaginn. Hoffenheim var betra liðið í fyrri hálfleiknum og skapaði sér hættulegasta færið. Gia Corley, sem kom til Hoffenheim frá Þýskalandsmeisturum Bayern München, gerði vel og var nálægt því að skora á fjórtándu mínútu en Sandra Sigurðardóttir varði vel frá henni. Ída Marín Hermannsdóttir átti hættulegasta færi Valskvenna í fyrri hálfleiknum en oft áttu þær að geta betur í nokkrum lofandi skyndisóknum þar sem vantaði ekki mikið meira en eina góða sendingu í viðbót. Valsliðið var aftur á móti lítið með boltann og fáa leikmenn framarlega á vellinum. Hoffenheim var áfram sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum en hafði heppnina með sér þegar Nicole Billa kom liðinu 1-0 á 57. mínútu. Skot Jule Brand fór af varnarmanni og féll fyrir fætur Billa sem kom boltanum í markið framhjá Söndru. Billa var markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar í fyrra og sýndi þarna að hún er með gott markanef. Hoffenheim var líka nærri því að skora annað markið á 76. mínútu þegar Chantal Hagel átti skalla í stöng á opnu Valsmarkinu og aftur var það Jule Brand sem bjó til hættu fyrir Valsvörnina. Hoffenheim bætti við marki í uppbótartíma sem var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Hér fyrir neðan er hægt að horfa á leikinn en hann var í beinni á Vísi frá Letzigrund leikvanginum í Zürich. watch on YouTube Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Amanda og félagar mæta Blikum Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Í beinni: Valur - Braga | Valskonur mæta Íslendingaliði Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Sjá meira
Valsliðið var án síns markahæsta leikmanns og tók ekki mikla áhættu í sínum leik í dag. Hoffenheim var sterkara liðið og vann sanngjarnt. Markadrottning síðasta tímabils í Bundesligunni, Nicole Billa, skoraði eina mark leiksins snemma í seinni hálfleik. Eitt af fáum marktilraunum Valsliðsins var skot Dóru Maríu Lárusdóttur frá miðju úr upphafsspyrnu seinni hálfleiksins. Hoffenheim mætir annað hvort Zürich eða AC Milan í hreinum úrslitaleik um sæti í annarri umferð en Valskonur spila við tapliðið í hinum undanúrslitaleiknum um þriðja sætið í riðlinum. Valsmenn voru með Elínu Mettu Jensen og Mary Alice Vignola á bekknum en Elín hefur verið að glíma við meiðsli á kálfa. Það munaði um minna að tveir bestu leikmenn Vals voru ekki klárar í slaginn. Hoffenheim var betra liðið í fyrri hálfleiknum og skapaði sér hættulegasta færið. Gia Corley, sem kom til Hoffenheim frá Þýskalandsmeisturum Bayern München, gerði vel og var nálægt því að skora á fjórtándu mínútu en Sandra Sigurðardóttir varði vel frá henni. Ída Marín Hermannsdóttir átti hættulegasta færi Valskvenna í fyrri hálfleiknum en oft áttu þær að geta betur í nokkrum lofandi skyndisóknum þar sem vantaði ekki mikið meira en eina góða sendingu í viðbót. Valsliðið var aftur á móti lítið með boltann og fáa leikmenn framarlega á vellinum. Hoffenheim var áfram sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum en hafði heppnina með sér þegar Nicole Billa kom liðinu 1-0 á 57. mínútu. Skot Jule Brand fór af varnarmanni og féll fyrir fætur Billa sem kom boltanum í markið framhjá Söndru. Billa var markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar í fyrra og sýndi þarna að hún er með gott markanef. Hoffenheim var líka nærri því að skora annað markið á 76. mínútu þegar Chantal Hagel átti skalla í stöng á opnu Valsmarkinu og aftur var það Jule Brand sem bjó til hættu fyrir Valsvörnina. Hoffenheim bætti við marki í uppbótartíma sem var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Hér fyrir neðan er hægt að horfa á leikinn en hann var í beinni á Vísi frá Letzigrund leikvanginum í Zürich. watch on YouTube
Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Amanda og félagar mæta Blikum Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Í beinni: Valur - Braga | Valskonur mæta Íslendingaliði Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Sjá meira