Ronaldo og Ancelotti unnu saman hjá Real Madrid á árunum 2013 til 2015 með frábærum árangri en Ronaldo var óstöðvandi á þessum árum.
Nú er Ronaldo aftur á móti orðinn 36 ára gamall og á lokasprettinum á ferli sínum á sama tíma og Ancelotti er nýtekinn við Real Madrid á nýjan leik.
Cristiano es una leyenda del Real Madrid y tiene todo mi cariño y respeto. Nunca me he planteado ficharle. Miramos hacia adelante. #HalaMadrid
— Carlo Ancelotti (@MrAncelotti) August 17, 2021
Fréttin hjá El Chiringuito vakti athygli og við skrifuðum um hana á Vísi í morgun. Carlo Ancelotti hefur nú ákveðið að svara henni með færslu á Twitter eins og má sjá hér fyrir ofan.
„Cristiano er goðsögn hjá Real Madrid og hann á skilið alla mína ást og virðingu. Ég hef aldrei haft áhuga á því að fá hann til liðsins. Við horfum til framtíðar,“ skrifaði Carlo Ancelotti.
Ronaldo átti mögnuð ár hjá Real Madrid þar sem hann spilaði frá 2009 til 2018 og skoraði 450 mörk í 438 leikjum. Hann er markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi og vann Meistaradeildina fjórum sinnum með liðinu.
Ancelotti þjálfaði Ronaldo hjá Real Madrdid frá 2013 til 2015 og á þeim tíma skoraði CR7 110 mörk og gaf 47 stoðsendingar í 100 leikjum. Þeir unnu þrjá titla saman.