Formaður Þórs: Alusevski kostar ekki meira en íslenskur þjálfari Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. ágúst 2021 19:43 Árni Rúnar Jóhannesson, formaður handknattliksdeildar Þórs, segist ekki hafa búist við því að Alusevski myndi taka starfinu. Mynd/Skjáskot Stevce Alusevski tók á dögunum við karlaliði Þórs frá Akureyri í handbolta. Alusevski þjálfaði seinast norður-makedónska stórliðið Vardar, og því voru margir hissa þegar ráðningin var tilkynnt. Árni Rúnar Jóhannesson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, tók spjallið við blaðamann Vísis, og fór þá meðal annars yfir ferlið sem fór í að ráða þennan áhugverða þjálfara. „Þetta var eiginlega þannig að þegar við settumst niður í vor eftir tímabilið þá komust við að því að það eru Þórsarar út um allt úti í Evrópu, og við settum okkur í samband við einn af þessum Þórsurum til þess að aðstoða okkur aðeins við þjálfaraleit. Hann hafði sín sambönd og nafnið á Stevce kom upp,“ sagði Árni. „Það tók okkur auðvitað smá tíma að komast að honum, en eftir að við komumst í samband við hann þá var þetta bara ein leið og hingað er hann kominn.“ Eins og áður segir þá voru margir hissa þegar að Þórsarar tilkynntu Alusevski sem nýjan þjálfara liðsins. Árni segir að félagið hafi haft allt uppi á borði þegar viðræður fóru fram. „Við náðum að lokka hann eftir bara mjög einfaldri leið. Það var að setja bara allt á borðið og segja honum nákvæmlega hvað við vorum að hugsa, að hverju hann gengi hérna og hvernig félagið væri uppbyggt og hvað væri búið að vera að gera í gegnum árin.“ „Hann bara gekk að þessu. Eins og ég segi þá sögðum við honum bara allt nákvæmlega eins og er. Engin gulrót.“ Þó að Alusevski sé nú mættur á Akureyri og sé byrjaður að undirbúa liðið fyrir komandi átök í Grill 66 í vetur, segist Árni ekki hafa búist við því að hann myndi taka starfinu. „Nei, bara alls ekki,“ sagði Árni hreinskilinn. „En svo fórm við svona að skoða þetta. Nafnið náttúrulega þekkjum við, en hann er til dæmis með barna- og unglingaakademíu í Makedóníu nefnda í höfuðið á sér.“ „Þá svona fór þetta að vera miklu meira spennandi því að við erum í raun og veru bara að fara að byggja upp félagið frá núllpunkti. Bara að koma með eitthvað nýtt inn og þetta var bara leið sem að við gátum ekki hunsað af því að hann vildi koma.“ En hvert stefna Þórsarar? „Langtímaplanið er í rauninni bara einfalt. Ég sýndi honum mynd í gær uppi í Hamri og á henni eru fjórir Þórsarar í landsliðsbúning. Það eru Oddur Grétarsson, Sveinbjörn Pétursson, Arnór Gunnarsson og Atli Ævar. Þeir standa þarna saman í unglingalandsliðsbúning og ég sagði honum að þetta væri markmiðið, að fá fleiri svona myndir upp á vegginn.“ En eitthvað hlýtur það að kosta að fá mann eins og Alusevski í brúna. Árni segir félagið þó hafa efni á því. „Þjálfarar kosta bara alltaf sitt og þessi kosta alls ekkert meira en íslenskur þjálfari. Við höfum svo sem engar áhyggjur af því. Annars værum við ekki að fara út í þetta.“ „Svo vekur þetta líka bara athygli og athyglin er sú að það hafa ungir leikmenn af höfuðborgarsvæðinu haft samband við okkur og verið aðeins að spá í þetta vegna þess að þetta er stórt tækifæri. En þetta er bara allt í skoðun og við höfum frábæran leikmannahóp.“ Þrátt fyrir að Þórsarar hafi fallið úr Olís deildinni á seinasta tímabili og leiki nú í Grill 66 deildinni, segir Árni að það sé mikil spenna fyrir komandi tímabili. „Já, já. Það er mikil spenna. Við ætlum að vera þolinmóðir og byggja upp gott lið sem er samkeppnishæft. En að sjálfsögðu ætlum við okkur beint upp.“ „En ég held að hann eigi eftir að reynast okkur vel, einnig með barna- og unglingastarfið. Hann kemur virkur inn í það og hann vill það. Eins er þetta frábært tækifæri fyrir þjálfarana okkar að vinna náið með honum. Og svo fyrir þessa leikmenn sem við höfum. Þessir gömlu þeir eru búnir að segja „Af hverju í andskotanum kom þetta tækifæri ekki fyrir fjórum árum?“ Þannig að þetta er bara spennandi og maður finnur það bara í bæjarfélaginu að það er einhver meðbyr.“ Viðtalið við Árna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Stevce Alusevski Þór Akureyri Íslenski handboltinn Akureyri Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
„Þetta var eiginlega þannig að þegar við settumst niður í vor eftir tímabilið þá komust við að því að það eru Þórsarar út um allt úti í Evrópu, og við settum okkur í samband við einn af þessum Þórsurum til þess að aðstoða okkur aðeins við þjálfaraleit. Hann hafði sín sambönd og nafnið á Stevce kom upp,“ sagði Árni. „Það tók okkur auðvitað smá tíma að komast að honum, en eftir að við komumst í samband við hann þá var þetta bara ein leið og hingað er hann kominn.“ Eins og áður segir þá voru margir hissa þegar að Þórsarar tilkynntu Alusevski sem nýjan þjálfara liðsins. Árni segir að félagið hafi haft allt uppi á borði þegar viðræður fóru fram. „Við náðum að lokka hann eftir bara mjög einfaldri leið. Það var að setja bara allt á borðið og segja honum nákvæmlega hvað við vorum að hugsa, að hverju hann gengi hérna og hvernig félagið væri uppbyggt og hvað væri búið að vera að gera í gegnum árin.“ „Hann bara gekk að þessu. Eins og ég segi þá sögðum við honum bara allt nákvæmlega eins og er. Engin gulrót.“ Þó að Alusevski sé nú mættur á Akureyri og sé byrjaður að undirbúa liðið fyrir komandi átök í Grill 66 í vetur, segist Árni ekki hafa búist við því að hann myndi taka starfinu. „Nei, bara alls ekki,“ sagði Árni hreinskilinn. „En svo fórm við svona að skoða þetta. Nafnið náttúrulega þekkjum við, en hann er til dæmis með barna- og unglingaakademíu í Makedóníu nefnda í höfuðið á sér.“ „Þá svona fór þetta að vera miklu meira spennandi því að við erum í raun og veru bara að fara að byggja upp félagið frá núllpunkti. Bara að koma með eitthvað nýtt inn og þetta var bara leið sem að við gátum ekki hunsað af því að hann vildi koma.“ En hvert stefna Þórsarar? „Langtímaplanið er í rauninni bara einfalt. Ég sýndi honum mynd í gær uppi í Hamri og á henni eru fjórir Þórsarar í landsliðsbúning. Það eru Oddur Grétarsson, Sveinbjörn Pétursson, Arnór Gunnarsson og Atli Ævar. Þeir standa þarna saman í unglingalandsliðsbúning og ég sagði honum að þetta væri markmiðið, að fá fleiri svona myndir upp á vegginn.“ En eitthvað hlýtur það að kosta að fá mann eins og Alusevski í brúna. Árni segir félagið þó hafa efni á því. „Þjálfarar kosta bara alltaf sitt og þessi kosta alls ekkert meira en íslenskur þjálfari. Við höfum svo sem engar áhyggjur af því. Annars værum við ekki að fara út í þetta.“ „Svo vekur þetta líka bara athygli og athyglin er sú að það hafa ungir leikmenn af höfuðborgarsvæðinu haft samband við okkur og verið aðeins að spá í þetta vegna þess að þetta er stórt tækifæri. En þetta er bara allt í skoðun og við höfum frábæran leikmannahóp.“ Þrátt fyrir að Þórsarar hafi fallið úr Olís deildinni á seinasta tímabili og leiki nú í Grill 66 deildinni, segir Árni að það sé mikil spenna fyrir komandi tímabili. „Já, já. Það er mikil spenna. Við ætlum að vera þolinmóðir og byggja upp gott lið sem er samkeppnishæft. En að sjálfsögðu ætlum við okkur beint upp.“ „En ég held að hann eigi eftir að reynast okkur vel, einnig með barna- og unglingastarfið. Hann kemur virkur inn í það og hann vill það. Eins er þetta frábært tækifæri fyrir þjálfarana okkar að vinna náið með honum. Og svo fyrir þessa leikmenn sem við höfum. Þessir gömlu þeir eru búnir að segja „Af hverju í andskotanum kom þetta tækifæri ekki fyrir fjórum árum?“ Þannig að þetta er bara spennandi og maður finnur það bara í bæjarfélaginu að það er einhver meðbyr.“ Viðtalið við Árna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Stevce Alusevski
Þór Akureyri Íslenski handboltinn Akureyri Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira