Cristiano Ronaldo fékk nóg af slúðrinu og svaraði fyrir sig í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2021 07:30 Cristiano Ronaldo fékk nóg af því að lesa sögusagnir um sig í erlendum miðlum. EPA-EFE/Matthias Hangst Cristiano Ronaldo er orðinn þreyttur á því að lesa um sögusagnir um sjálfan sig í erlendum blöðum og portúgalska goðsögnin sendi frá sér langan pistil á Instagram í gærkvöldi. Eftir að Lionel Messi fór frá Barcelona til Paris Saint Germain þá hafa erlendu fjölmiðlarnir snúið sér að vangaveltum um framtíð Portúgalans. Cristiano Ronaldo on recent transfer rumors surrounding him pic.twitter.com/2Fk9LzB8F4— B/R Football (@brfootball) August 17, 2021 Í gærmorgun var Ronaldo orðaður við Real Madrid en þegar á reyndi þá var ekkert til í þeim fréttum frá Spáni. Fréttirnar voru samt kveikjan að því að Ronaldo steig fram og skrifaði pistil á Instagram síðu sína. „Allir sem þekkja mig vita hvað ég er einbeittur á mína vinnu. Minna tal og meiri vinna. Það hefur verið mottóið mitt síðan ég hóf ferilinn minn. Hins vegar vegna alls þess sem hefur verið sagt og skrifað um mig þá hef ég verið skotspónn að undanförnu. Þetta er meira en bara vanvirðing gagnvart mér sem leikmanni og manneskju því þetta er líka vanvirðing á öll félögin sem eru kölluð til í þessum sögusögnum og eins á leikmenn þeirra og starfsmenn,“ skrifaði Ronaldo. „Mín saga hjá Real Madrid hefur verið skrifuð. Hún hefur verið skrásett með orðum og tölum, í bikurum og titlum og í metum og fyrirsögnum. Hún er á safninu á Bernabeu leikvanginum en líka í huga allra stuðningsmanna félagsins. Ég veit að sannir stuðningsmenn Real Madrid munu halda áfram að hafa mig í hjarta sínu alveg eins og ég hef þá í mínu hjarta,“ skrifaði Ronaldo. View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) „Eins og þetta nýjasta dæmi á Spáni þá hafa verið tíðar fréttir þar sem ég hef orðaður við hin ýmsu lið í hinum ýmsu deildum án þess að neinn hafi haft einhvern áhuga á að finna sannleikann í málinu,“ skrifaði Ronaldo. „Ég ríf þögn mína til að segja að ég get ekki leyft fólki að leika sér með nafnið mitt. Ég er einbeittur á feril minn og vinnu, staðráðinn og skuldbundinn í allar þær áskoranir sem bíða mín. Allt annað? Allt annað er bara tal,“ skrifaði Ronaldo. Stærsta ástæðan fyrir öllum þessum sögusögnum eru stöðugar fréttir úr herbúðum Juventus að þar á bæ séu menn að leita allra leiða til að losna við að greiða Cristiano Ronaldo hin gríðarháu laun hans. Juve menn eiga að hafa verið að leita að félagi í marga mánuði. Það er ekkert grín að borga svo há laun þegar peningastaða félagsins er jafn erfið og hún er núna í þessum heimsfaraldri. Ítalski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira
Eftir að Lionel Messi fór frá Barcelona til Paris Saint Germain þá hafa erlendu fjölmiðlarnir snúið sér að vangaveltum um framtíð Portúgalans. Cristiano Ronaldo on recent transfer rumors surrounding him pic.twitter.com/2Fk9LzB8F4— B/R Football (@brfootball) August 17, 2021 Í gærmorgun var Ronaldo orðaður við Real Madrid en þegar á reyndi þá var ekkert til í þeim fréttum frá Spáni. Fréttirnar voru samt kveikjan að því að Ronaldo steig fram og skrifaði pistil á Instagram síðu sína. „Allir sem þekkja mig vita hvað ég er einbeittur á mína vinnu. Minna tal og meiri vinna. Það hefur verið mottóið mitt síðan ég hóf ferilinn minn. Hins vegar vegna alls þess sem hefur verið sagt og skrifað um mig þá hef ég verið skotspónn að undanförnu. Þetta er meira en bara vanvirðing gagnvart mér sem leikmanni og manneskju því þetta er líka vanvirðing á öll félögin sem eru kölluð til í þessum sögusögnum og eins á leikmenn þeirra og starfsmenn,“ skrifaði Ronaldo. „Mín saga hjá Real Madrid hefur verið skrifuð. Hún hefur verið skrásett með orðum og tölum, í bikurum og titlum og í metum og fyrirsögnum. Hún er á safninu á Bernabeu leikvanginum en líka í huga allra stuðningsmanna félagsins. Ég veit að sannir stuðningsmenn Real Madrid munu halda áfram að hafa mig í hjarta sínu alveg eins og ég hef þá í mínu hjarta,“ skrifaði Ronaldo. View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) „Eins og þetta nýjasta dæmi á Spáni þá hafa verið tíðar fréttir þar sem ég hef orðaður við hin ýmsu lið í hinum ýmsu deildum án þess að neinn hafi haft einhvern áhuga á að finna sannleikann í málinu,“ skrifaði Ronaldo. „Ég ríf þögn mína til að segja að ég get ekki leyft fólki að leika sér með nafnið mitt. Ég er einbeittur á feril minn og vinnu, staðráðinn og skuldbundinn í allar þær áskoranir sem bíða mín. Allt annað? Allt annað er bara tal,“ skrifaði Ronaldo. Stærsta ástæðan fyrir öllum þessum sögusögnum eru stöðugar fréttir úr herbúðum Juventus að þar á bæ séu menn að leita allra leiða til að losna við að greiða Cristiano Ronaldo hin gríðarháu laun hans. Juve menn eiga að hafa verið að leita að félagi í marga mánuði. Það er ekkert grín að borga svo há laun þegar peningastaða félagsins er jafn erfið og hún er núna í þessum heimsfaraldri.
Ítalski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira