Sjáðu þegar þessi mamma áttaði sig á því að hún var miklu sterkari en hún hélt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2021 08:01 Svipurinn á Anníe Mist eftir að hún hafði klárað lyftuna var einstakur og sagði svo margt um það sem hún hafði sigrast á. Skjámynd/IG/crossfitgames Endurkoman hjá Anníe Mist Þórisdóttir í hóp hraustustu CrossFit kvenna heims hefur vakið athygli í erlendum fjölmiðlum og þar á meðal hjá Today Show á NBC sjónvarpsstöðinni. Heimasíða Today Show fjallaði um bronsið hjá Anníe Mist sem fór um hálsinn á henni áður en dóttir hennar, Freyja Mist, hélt upp á eins árs afmælið sitt. View this post on Instagram A post shared by TODAY (@todayshow) Fyrirsögnin á greininni er tengd því þegar Anníe lyfti 200 pundum í snörun á heimsleikunum í tólftu grein leikanna sem eru 90,7 kíló. Anníe Mist var mjög hissa á því að lyfta þessari þyngd og það náðist skemmtilega á mynd. Fyrirsögnin er: Sjáðu þegar þessi mamma áttaði sig á því að hún var miklu sterkari en hún hélt. Það má sjá Instagram færslu Today þáttarins hér fyrir neðan. Undirfyrirsögnin er líka dramatísk: „Eftir að Anníe Þórisdóttir eignaðist dóttur sína árið 2020 þá vissi hún ekki hvort hún gæti keppt aftur í CrossFit“ en þar er vísað í það að læknir talaði um það við Anníe að það gæti vel orðið raunin. „Fæðingin var erfið og ég missti mikið blóð. Ég kom talsvert meidd út úr fæðingunni. Ég fór úr því að vera sjálfstæð og í besta formi lífsins í það að þekkja ekki líkamann minn og að finnast ég ekki vera ég,“ sagði Anníe í viðtalinu við Kait Hanson. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) „Markmiðið var ekki beint að keppa á heimsleikunum í CrossFit heldur að finna sjálfa mig á ný,“ sagði Anníe. „Læknirinn vissi að ég væri atvinnumaður í íþróttum og hún sagði við mig: Þú getur mögulega ekki orðið nóg sterk aftur í mjaðmagrindinni,“ sagði Anníe. „Ég hata það þegar læknar segja svona. Sem manneskjur þá erum við aldrei að leita eftir því að verða þau sömu og áður heldur ætlum við okkur að vera betri,“ sagði Anníe. Blaðamaður Today Show hefur það líka eftir Justin Bergh, sem er varaforseti hjá CrossFit fyrirtækinu, að endurkoma Anníe hafi verið nokkurs konar kraftaverk. Þá var komið að snöruninni í grein tólf á heimsleikunum. Anníe mistókst í fyrstu tilraun og hafði ekki langan tíma til að reyna aftur. „Þegar hún klikkaði á fyrstu tilrauninni þá hafði hún bara nokkrar sekúndur til að reyna aftur. Tíu þúsund áhorfendur í stúkunni öskruðu hana áfram og hún nýtti sér meira en áratugar reynslu sem atvinnuíþróttamaður og náði þyngdinni upp rétt áður en flautan gall,“ sagði Justin Bergh. Úr varð einstakur svipur hjá Anníe Mist sem er þegar búinn að fá sinn sess í CrossFit sögunni. „Ég var bara svo ótrúlega hissa og svo spennt að hafa náð þessari þyngd upp. Mér leið eins og öll þessi mikla vinna hafði skilað mér þessu á þessari stundu. Ég hafði ákveðin markmið fyrir heimsleikana og þetta toppaði allt á listanum,“ sagði Anníe Mist en það má lesa allt viðtalið við hana hér. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira
Heimasíða Today Show fjallaði um bronsið hjá Anníe Mist sem fór um hálsinn á henni áður en dóttir hennar, Freyja Mist, hélt upp á eins árs afmælið sitt. View this post on Instagram A post shared by TODAY (@todayshow) Fyrirsögnin á greininni er tengd því þegar Anníe lyfti 200 pundum í snörun á heimsleikunum í tólftu grein leikanna sem eru 90,7 kíló. Anníe Mist var mjög hissa á því að lyfta þessari þyngd og það náðist skemmtilega á mynd. Fyrirsögnin er: Sjáðu þegar þessi mamma áttaði sig á því að hún var miklu sterkari en hún hélt. Það má sjá Instagram færslu Today þáttarins hér fyrir neðan. Undirfyrirsögnin er líka dramatísk: „Eftir að Anníe Þórisdóttir eignaðist dóttur sína árið 2020 þá vissi hún ekki hvort hún gæti keppt aftur í CrossFit“ en þar er vísað í það að læknir talaði um það við Anníe að það gæti vel orðið raunin. „Fæðingin var erfið og ég missti mikið blóð. Ég kom talsvert meidd út úr fæðingunni. Ég fór úr því að vera sjálfstæð og í besta formi lífsins í það að þekkja ekki líkamann minn og að finnast ég ekki vera ég,“ sagði Anníe í viðtalinu við Kait Hanson. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) „Markmiðið var ekki beint að keppa á heimsleikunum í CrossFit heldur að finna sjálfa mig á ný,“ sagði Anníe. „Læknirinn vissi að ég væri atvinnumaður í íþróttum og hún sagði við mig: Þú getur mögulega ekki orðið nóg sterk aftur í mjaðmagrindinni,“ sagði Anníe. „Ég hata það þegar læknar segja svona. Sem manneskjur þá erum við aldrei að leita eftir því að verða þau sömu og áður heldur ætlum við okkur að vera betri,“ sagði Anníe. Blaðamaður Today Show hefur það líka eftir Justin Bergh, sem er varaforseti hjá CrossFit fyrirtækinu, að endurkoma Anníe hafi verið nokkurs konar kraftaverk. Þá var komið að snöruninni í grein tólf á heimsleikunum. Anníe mistókst í fyrstu tilraun og hafði ekki langan tíma til að reyna aftur. „Þegar hún klikkaði á fyrstu tilrauninni þá hafði hún bara nokkrar sekúndur til að reyna aftur. Tíu þúsund áhorfendur í stúkunni öskruðu hana áfram og hún nýtti sér meira en áratugar reynslu sem atvinnuíþróttamaður og náði þyngdinni upp rétt áður en flautan gall,“ sagði Justin Bergh. Úr varð einstakur svipur hjá Anníe Mist sem er þegar búinn að fá sinn sess í CrossFit sögunni. „Ég var bara svo ótrúlega hissa og svo spennt að hafa náð þessari þyngd upp. Mér leið eins og öll þessi mikla vinna hafði skilað mér þessu á þessari stundu. Ég hafði ákveðin markmið fyrir heimsleikana og þetta toppaði allt á listanum,“ sagði Anníe Mist en það má lesa allt viðtalið við hana hér. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira