Reikna með svipaðri stöðu á gjörgæslu áfram Snorri Másson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 18. ágúst 2021 17:29 Álag á gjörgæsludeild mun að öllum líkindum haldast óbreytt eða versna á næstu tveimur til þremur vikum. Einar Árnason Spálíkan fyrir framgang faraldursins hér á landi næstu vikur gefur til kynna að þróunin horfi til betri vegar. Þannig mun nýjum smitum fækka, en það verður þó mjög hægt ef marka má spá. Líkleg spá um innlagnir á gjörgæslu gerir ráð fyrir að 5-6 gjörgæslusjúklingar verði inniliggjandi alveg fram til upphafs september, þannig að jafnvel þótt daglegum smitum fjölgi lítillega er gert ráð fyrir svipuðu umfangi á gjörgæslu. 25 sjúklingar liggja núna á Landspítala með COVID. 20 sjúklingar liggja á bráðalegudeildum spítalans og þriðjungur er óbólusettur. Á gjörgæslu eru 5 sjúklingar og eru 3 þeirra bólusettir. Fjórir gjörgæslusjúklingar þurfa öndunarvélastuðning. Meðalaldur innlagðra er 65 ár. Alls hafa 79 sjúklingar lagst inn á Landspítala með COVID í fjórðu bylgju faraldursins. Um þriðjungur er óbólusettur. Samkvæmt spálíkaninu er talið líklegt að staðan á gjörgæsludeild haldist óbreytt þar til í upphaf næsta mánaðar. Svartsýn spá líkansins er sú að allt að ellefu einstaklingar verði á gjörgæslu vegna Covid-19 á þeim tímapunkti en sú bjartsýnasta að þeir verði tveir. Hætta á örmögnun starfsfólks Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, og Már Kristinsson, formaður farsóttanefndar spítalans, sendu heilbrigðisráðherra minnisblað um stöðuna á spítalanum á mánudag. Staðan á gjörgæslunni er þeirra helsta áhyggjuefni: „Í dag, 15. ágúst, er umframgeta gjörgæsluþjónustu Landspítala við ystu mörk og eru gjörgæsludeildir spítalans ekki í stakk búnar að taka við stórum áföllum sem krefjast verulegrar gjörgæslumeðferðar,“ segir í minnisblaðinu. Ástæðan sé skortur á fagfólki en eins og hefur verið fjallað um leita stjórnvöld nú leiða til að fá fleira fagfólk í vinnu á gjörgæsludeildunum. „Spálíkan HÍ og LSH og reynsla fyrri bylgja bendir til þess að álag á gjörgæslur eigi eftir að vara í a.m.k. næstu 2-3 vikur og hugsanlega aukast. Þetta eykur hættuna á því að upp komi aðstæður þar sem spítalinn getur ekki sinnt öllum gjörgæslusjúklingum. Örmögnun starfsfólks, sérstaklega á gjörgæslum er einnig raunveruleg hætta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira
Líkleg spá um innlagnir á gjörgæslu gerir ráð fyrir að 5-6 gjörgæslusjúklingar verði inniliggjandi alveg fram til upphafs september, þannig að jafnvel þótt daglegum smitum fjölgi lítillega er gert ráð fyrir svipuðu umfangi á gjörgæslu. 25 sjúklingar liggja núna á Landspítala með COVID. 20 sjúklingar liggja á bráðalegudeildum spítalans og þriðjungur er óbólusettur. Á gjörgæslu eru 5 sjúklingar og eru 3 þeirra bólusettir. Fjórir gjörgæslusjúklingar þurfa öndunarvélastuðning. Meðalaldur innlagðra er 65 ár. Alls hafa 79 sjúklingar lagst inn á Landspítala með COVID í fjórðu bylgju faraldursins. Um þriðjungur er óbólusettur. Samkvæmt spálíkaninu er talið líklegt að staðan á gjörgæsludeild haldist óbreytt þar til í upphaf næsta mánaðar. Svartsýn spá líkansins er sú að allt að ellefu einstaklingar verði á gjörgæslu vegna Covid-19 á þeim tímapunkti en sú bjartsýnasta að þeir verði tveir. Hætta á örmögnun starfsfólks Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, og Már Kristinsson, formaður farsóttanefndar spítalans, sendu heilbrigðisráðherra minnisblað um stöðuna á spítalanum á mánudag. Staðan á gjörgæslunni er þeirra helsta áhyggjuefni: „Í dag, 15. ágúst, er umframgeta gjörgæsluþjónustu Landspítala við ystu mörk og eru gjörgæsludeildir spítalans ekki í stakk búnar að taka við stórum áföllum sem krefjast verulegrar gjörgæslumeðferðar,“ segir í minnisblaðinu. Ástæðan sé skortur á fagfólki en eins og hefur verið fjallað um leita stjórnvöld nú leiða til að fá fleira fagfólk í vinnu á gjörgæsludeildunum. „Spálíkan HÍ og LSH og reynsla fyrri bylgja bendir til þess að álag á gjörgæslur eigi eftir að vara í a.m.k. næstu 2-3 vikur og hugsanlega aukast. Þetta eykur hættuna á því að upp komi aðstæður þar sem spítalinn getur ekki sinnt öllum gjörgæslusjúklingum. Örmögnun starfsfólks, sérstaklega á gjörgæslum er einnig raunveruleg hætta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira