Arsenal að ganga frá kaupum á Ramsdale Valur Páll Eiríksson skrifar 18. ágúst 2021 22:30 Ramsdale hefur staðið sig vel síðustu tvö tímabil í úrvalsdeildinni en fallið í bæði skipti. Fyrst með Bournemouth og svo með Sheffield United í vor. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal er við það að ganga frá kaupum á markverðinum Aaron Ramsdale frá Sheffield United. Kaupverðið er talið nema 24 milljónum punda sem geti hækkað í 30 milljónir. Ramsdale var valinn leikmaður tímabilsins hjá Sheffield United er liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni í fyrra. Hann hafði árið áður varið mark Bournemouth, sem einnig féll, tímabilið 2019-20. Arsenal hefur verið á höttunum eftir Ramsdale í allt sumar en viðræður milli félaganna virtust hafa runnið út í sandinn þar sem Sheffield vildi og háa fjárhæð fyrir kappann. Samkomulag virðist hins vegar nú vera í höfn ef marka má David Ornstein, blaðamann The Athletic. Ramsdale mun skrifa undir fjögurra ára samning með möguleika á árs framlengingu. NEWS | Arsenal on verge of finalising agreement worth initial £24m for Aaron RamsdaleThe four-year contract, with an option of a fifth year, is subject to agreeing personal terms and a medical...More from @David_Ornstein & @gunnerbloghttps://t.co/6KWuwurEBl— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 18, 2021 Ramsdale mun veita Bernd Leno samkeppni um markvarðarstöðuna hjá Arsenal en sá síðarnefndi hefur sætt gagnrýni síðustu misseri. Rúnar Alex Rúnarsson mun eflaust falla aftar í goggunarröðina við skiptin en hann hefur verið orðaður við brottför frá enska liðinu. Arsenal er einnig nálægt því að ganga frá kaupum á Norðmanninum Martin Ödegaard frá Real Madrid en sá var á láni í Lundúnum á síðustu leiktíð. 2-0 tap fyrir Brentford í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina virðist hafa hvatt stjórnarmenn hjá félaginu til að spíta í lófana á markaðnum en fyrsti heimaleikur liðsins á leiktíðinni er um helgina þar sem meistaraefni Chelsea koma í heimsókn í Lundúnaslag á Emirates-leikvangnum. Enski boltinn Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Körfubolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
Ramsdale var valinn leikmaður tímabilsins hjá Sheffield United er liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni í fyrra. Hann hafði árið áður varið mark Bournemouth, sem einnig féll, tímabilið 2019-20. Arsenal hefur verið á höttunum eftir Ramsdale í allt sumar en viðræður milli félaganna virtust hafa runnið út í sandinn þar sem Sheffield vildi og háa fjárhæð fyrir kappann. Samkomulag virðist hins vegar nú vera í höfn ef marka má David Ornstein, blaðamann The Athletic. Ramsdale mun skrifa undir fjögurra ára samning með möguleika á árs framlengingu. NEWS | Arsenal on verge of finalising agreement worth initial £24m for Aaron RamsdaleThe four-year contract, with an option of a fifth year, is subject to agreeing personal terms and a medical...More from @David_Ornstein & @gunnerbloghttps://t.co/6KWuwurEBl— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 18, 2021 Ramsdale mun veita Bernd Leno samkeppni um markvarðarstöðuna hjá Arsenal en sá síðarnefndi hefur sætt gagnrýni síðustu misseri. Rúnar Alex Rúnarsson mun eflaust falla aftar í goggunarröðina við skiptin en hann hefur verið orðaður við brottför frá enska liðinu. Arsenal er einnig nálægt því að ganga frá kaupum á Norðmanninum Martin Ödegaard frá Real Madrid en sá var á láni í Lundúnum á síðustu leiktíð. 2-0 tap fyrir Brentford í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina virðist hafa hvatt stjórnarmenn hjá félaginu til að spíta í lófana á markaðnum en fyrsti heimaleikur liðsins á leiktíðinni er um helgina þar sem meistaraefni Chelsea koma í heimsókn í Lundúnaslag á Emirates-leikvangnum.
Enski boltinn Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Körfubolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira