Nýsjálendingar glíma nú við upphaf á nýjum faraldri eftir að fyrsti einstaklingurinn í sex mánuði greindist smitaður í landinu fyrir nokkrum dögum.
Ellefu greindust í gær og er heildarfjöldinn því kominn í tuttugu og einn. Heilbrigðisyfirvöld telja að sá fyrsti sem smitaðist hafi komið frá Ástralíu fyrr í þessum mánuði.
Stjórnvöld hafa brugðist við með allsherjar útgöngubanni í þrjá daga en í viku í Auckland og Coromandel. Nýsjálendingar notast eingöngu við Pfizer bóluefnið.