Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs KR í fótbolta, staðfesti það við fréttastofu að 26 leikmenn og starfsmenn KR væru komnir í sóttkví. Það væri vissulega slæmt en að við þetta yrðu menn að sætta sig.
Hópurinn þarf að vera í sóttkví að minnsta kosti fram á mánudag þegar hann fer í skimun til að kanna hvort að fleiri hafi smitast af veirunni.
Það er því ljóst að leik KR og ÍA, sem fara átti fram á Akranesi á sunnudag, verður frestað en ekki liggur fyrir hvenær hann verður spilaður.