Kolin í Kína Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 19. ágúst 2021 15:39 Nýjasta æðið á Íslandi, hjá þeim sem vilja gera sem minnst varðandi minni jarðefnaeldsneytisnotkun og loftslagsbreytingar, er að benda á kolanotkun í Kína og fréttir um ný kolaorkuver þar í landi. Á meðan Kínverjar gera ekkert þá skiptir nú varla máli þó að ég kaupi rándýran og glænýjan dísilbíl. Að benda á annan verri hefur löngum verið skotheld lausn til að gera ekkert. Eini vandinn er að sú lausn skilar minna en engu. Fáránleika aðferðafræðinnar má kannski best lýsa með eftirfarandi runu: „Bensínbíllinn minn mengar ekkert miðað við skemmtiferðaskip“ sagði bílstjórinn, „Skemmtiferðaskipið mitt mengar nú ekkert miðað við álver“ sagði skipstjórinn, „Álverið mitt mengar nú ekkert miðað við þá þúsund milljón bíla sem eru í heiminum“ sagði ál-forstjórinn. Með „gildum“ rökum er því auðvelt að réttlæta engar aðgerðir fyrir alla. Kína En aftur að Kína. Af hverjum þurfum við Íslendingar að gera eitthvað í umhverfismálum þegar ný kolaorkuver eru að opna í Kína? Geta þeir ekki bara byrjað á orkuskiptunum, þar sem þeir menga langmest? Tvær gildar spurningar sem kalla á aðrar tvær. Af hverju menga Kínverjar svona mikið og eru þeir ekkert að gera í sínum málum? Fyrri spurningunni ættu flestir að geta svarað enda búa 1,4 milljarðar manna í Kína sem kallar á mikla orkunotkun í sjálfu sér. Hin staðreyndin er kannski óþægilegri en hún er sú að hrikalega stór hluti af neyslu okkar Vesturlandabúa er framleidd með einum eða öðrum hætti í Kína. Allskonar neysluvara eins og bílar, hjólhýsi, raftæki, hjól, byggingarefni o.fl. kemur einmitt frá Kína. Þó að skilgreint framleiðsluland sé oft annað, t.d. bíll frá Þýskalandi, þá er nær öruggt að fullt af íhlutum í honum rekur uppruna sinn til Kína. Kolanotkun í Kína er því oft nær okkur en við höldum og ábyrgð okkar á orkunotkun í Kína meiri en við viljum viðurkenna. Eru Kínverjar að gera eitthvað? Fréttir um ný kolaorkuver í Kína sem eru, m.a. afleiðing okkar neyslu, komast oft í fréttirnar. Minna er um fréttir af uppbyggingu endurnýjanlegrar orku í Kína. Bara á árinu 2020 bættu Kínverjar við 136 GW í endurnýjanlegu afli. Þessi tala segir mörgum lítið en setjum hana í samhengi. Uppsett afl endurnýjanlegrar raforku á Íslandi, þ.e. eftir 100 ára uppbyggingu, er 2,9 GW. Kínverjar settu sem sagt upp endurnýjanlega orku sem hefur 50 sinnum meira afl en hjá okkur, bara á einu ári. Helmingur af allri uppbyggingu endurnýjanlegrar orku í heiminum í fyrra var sett upp í Kína. Raforkuframleiðsla úr uppbyggingu grænna raforkuvera Kínverja á einu ári var svipuð og heildar raforkuframleiðsla Spánar. Ólíkt því sem margir halda þá er raforkukerfi Kína ekki alfarið keyrt á kolum. Ekkert land framleiðir meira af endurnýjanlegri raforku en Kína og nú þegar kemur um 30% af þeirra raforku frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Auðvitað þyrfti þetta að ganga hraðar en Kínverjum er pínu vorkunn þegar glænýtt hreinorku rafafl, sem er fimmtíu sinnum meira en allt uppsett rafafl á Íslandi, hefur lítið að segja til að fæða m.a. neysluvöxt okkur Vesturlandabúa. Snúum dæminu við Þó að orkuskipti í Kína gangi of hægt þá er samt gríðarleg uppbygging endurnýjanlegrar orku í gangi í landinu. Hvað ef hinn almenni Kínverji segði „ Hvað erum við að rembast við að setja upp allar þessar vindmyllur og sólarsellur þegar Íslendingar losa 11,8 tonn á íbúa en við bara 7,4 tonn á íbúa“. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Loftslagsmál Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Nýjasta æðið á Íslandi, hjá þeim sem vilja gera sem minnst varðandi minni jarðefnaeldsneytisnotkun og loftslagsbreytingar, er að benda á kolanotkun í Kína og fréttir um ný kolaorkuver þar í landi. Á meðan Kínverjar gera ekkert þá skiptir nú varla máli þó að ég kaupi rándýran og glænýjan dísilbíl. Að benda á annan verri hefur löngum verið skotheld lausn til að gera ekkert. Eini vandinn er að sú lausn skilar minna en engu. Fáránleika aðferðafræðinnar má kannski best lýsa með eftirfarandi runu: „Bensínbíllinn minn mengar ekkert miðað við skemmtiferðaskip“ sagði bílstjórinn, „Skemmtiferðaskipið mitt mengar nú ekkert miðað við álver“ sagði skipstjórinn, „Álverið mitt mengar nú ekkert miðað við þá þúsund milljón bíla sem eru í heiminum“ sagði ál-forstjórinn. Með „gildum“ rökum er því auðvelt að réttlæta engar aðgerðir fyrir alla. Kína En aftur að Kína. Af hverjum þurfum við Íslendingar að gera eitthvað í umhverfismálum þegar ný kolaorkuver eru að opna í Kína? Geta þeir ekki bara byrjað á orkuskiptunum, þar sem þeir menga langmest? Tvær gildar spurningar sem kalla á aðrar tvær. Af hverju menga Kínverjar svona mikið og eru þeir ekkert að gera í sínum málum? Fyrri spurningunni ættu flestir að geta svarað enda búa 1,4 milljarðar manna í Kína sem kallar á mikla orkunotkun í sjálfu sér. Hin staðreyndin er kannski óþægilegri en hún er sú að hrikalega stór hluti af neyslu okkar Vesturlandabúa er framleidd með einum eða öðrum hætti í Kína. Allskonar neysluvara eins og bílar, hjólhýsi, raftæki, hjól, byggingarefni o.fl. kemur einmitt frá Kína. Þó að skilgreint framleiðsluland sé oft annað, t.d. bíll frá Þýskalandi, þá er nær öruggt að fullt af íhlutum í honum rekur uppruna sinn til Kína. Kolanotkun í Kína er því oft nær okkur en við höldum og ábyrgð okkar á orkunotkun í Kína meiri en við viljum viðurkenna. Eru Kínverjar að gera eitthvað? Fréttir um ný kolaorkuver í Kína sem eru, m.a. afleiðing okkar neyslu, komast oft í fréttirnar. Minna er um fréttir af uppbyggingu endurnýjanlegrar orku í Kína. Bara á árinu 2020 bættu Kínverjar við 136 GW í endurnýjanlegu afli. Þessi tala segir mörgum lítið en setjum hana í samhengi. Uppsett afl endurnýjanlegrar raforku á Íslandi, þ.e. eftir 100 ára uppbyggingu, er 2,9 GW. Kínverjar settu sem sagt upp endurnýjanlega orku sem hefur 50 sinnum meira afl en hjá okkur, bara á einu ári. Helmingur af allri uppbyggingu endurnýjanlegrar orku í heiminum í fyrra var sett upp í Kína. Raforkuframleiðsla úr uppbyggingu grænna raforkuvera Kínverja á einu ári var svipuð og heildar raforkuframleiðsla Spánar. Ólíkt því sem margir halda þá er raforkukerfi Kína ekki alfarið keyrt á kolum. Ekkert land framleiðir meira af endurnýjanlegri raforku en Kína og nú þegar kemur um 30% af þeirra raforku frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Auðvitað þyrfti þetta að ganga hraðar en Kínverjum er pínu vorkunn þegar glænýtt hreinorku rafafl, sem er fimmtíu sinnum meira en allt uppsett rafafl á Íslandi, hefur lítið að segja til að fæða m.a. neysluvöxt okkur Vesturlandabúa. Snúum dæminu við Þó að orkuskipti í Kína gangi of hægt þá er samt gríðarleg uppbygging endurnýjanlegrar orku í gangi í landinu. Hvað ef hinn almenni Kínverji segði „ Hvað erum við að rembast við að setja upp allar þessar vindmyllur og sólarsellur þegar Íslendingar losa 11,8 tonn á íbúa en við bara 7,4 tonn á íbúa“. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun