Hefur farið í áttatíu og níu skimanir og sú hundraðasta á döfinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. ágúst 2021 18:00 Jóhannes Haukur Jóhannesson á líklega Íslandsmet í Covid-19 skimunum. Vísir/Vilhelm Líklega hafa fáir Íslendingar farið í fleiri skimanir vegna Covid-19 en leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson. Hann fór í 89. skimunina í dag og reiknast honum til að hann fari í skimun númer eitt hundrað þann 3. september. Hann hefur sloppið við Covid-19 hingað til en óttast reyndar að hann hafi storkað örlögunum með því að ræða þennan mikla fjölda skimana sem hann hefur farið í. Jóhannes Haukur greindi frá þessum mikla fjölda skimuna á Twitter í gær en þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis á Bylgjunni gripu hann í viðtal af þessu tilefni í dag. Tek skimun númer 89 á morgun. Kórónan hefur ekki enn náð mér. Ætla að halda uppá hundruðustu skimun með hálsbrjóstsykri og reykelsi. Tríta kokið og nefgöngin aðeins. They've earned it.— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) August 18, 2021 Ástæðan fyrir þessum gríðarlega fjölda skimana er sú að Jóhannes Haukur er við tökur á þáttunum Vikings:Valhalla á Írlandi, þar sem leikarahópurinn er skimaður fimm sinum í viku. Því veit Jóhannes upp á hár hvenær sýnataka númer 100 verður. „Mér reiknast til að ég fari í númer 100 þann 3. september,“ sagði Jóhannes Haukur en svo heppilega vill til að hann er einmitt í fríi frá tökum þann daginn. Því hefur hann einnig ákveðnar hugmyndir um hvernig best sé að fagna þessum áfanga. „Ég er hérna í bæ sem heitir Greystones rétt fyrir utan Dublin. Þetta er rosalega svona hippabær. Það er voða mikið af vegan-veitingastöðum og allir í sjósundi. Svo eru einhverjar svona hippa-búðir. Ég er að spá í að kaupa eitthvað gott reykelsi og fá mér kannski hálsbrjóstsykur og leika aðeins við nefholurnar og kokið,“ sagði Jóhannes Haukur. Ekki sömu pinnarnir Aðspurður að því hvort sýnatökurnar væru eins á Írlandi og hérna á Íslandi sagði Jóhannes Haukur að munurinn fælist helst í sýnatökupinnunum sjálfum. „Ég tók eftir því að pinnarnir sem eru notaðir heima eru öðruvísi en þeir sem eru notaðir hérna. Þeir eru einhvern veginn mjórri og stinnari. Hérna eru þeir aðeuns þykkari og virðast vera lausari í sér. Svo eru mismunandi útgáfur af testinu. Þeir eru hættir því hérna að fara þarna lengst aftur í kok í gegnum nefið. Núna fara þeir í kokið í gegnum munninn og svo strjúka þeir svona sitt hvora nösina í tíu til fimmtán sekúndur. Þetta tekur aðeins lengri tíma. Þetta fer ekki alveg lengst upp í nefið,“ sagði Jóhannes Haukur. Í viðtalinu kom fram að Jóhannes Haukur hefur hingað til fengið neikvæða niðurstöðu úr öllum sýnatökunum 89, en hann sagðist reyndar mögulega vera búinn að storka örlögunum með því að ræða skimanirnar á léttu nótunum, „Nú er ég kannski búinn að jinxa þetta. Af því að ég er að tala um þetta, ég get ekki bara haldið kjafti þá fæ ég þetta. Það er pottþétt svoleiðis,“ sagði hann hlæjandi að lokum. Jóhannes Haukur er sem fyrr segir við tökur á þáttunum Vikings:Valhalla, þætti sem gerast 100 árum á eftir Vikings-þáttunum vinsælu. Þar leikur Jóhannes Haukur hlutverk Ólafs digra, sem var konungur Noregs á 11. öld. Í viðtalinu má heyra Jóhannes Hauk ræða nánar um hlutverkið og þættina sem verða sýndir á Netflix innan tíðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Jóhannes Haukur í nýjum víkingaþáttum Netflix Netflix hefur nú tilkynnt aðalleikarana í nýjum víkingaþáttum, Vikings: Valhalla en þar má meðal annars finna leikarann Jóhannes Hauk Jóhannesson sem hefur slegið í gegn sem leikari á erlendri grundu. 26. janúar 2021 15:31 Hefur farið í fjörutíu skimanir: „Gefið mér rússneska kokteilinn ef hann er í boði“ Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari hefur gert það gott erlendis á undanförnum misserum er orðinn einn þekktasti leikari Íslands á erlendri grundu. 19. janúar 2021 11:31 Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Jóhannes Haukur greindi frá þessum mikla fjölda skimuna á Twitter í gær en þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis á Bylgjunni gripu hann í viðtal af þessu tilefni í dag. Tek skimun númer 89 á morgun. Kórónan hefur ekki enn náð mér. Ætla að halda uppá hundruðustu skimun með hálsbrjóstsykri og reykelsi. Tríta kokið og nefgöngin aðeins. They've earned it.— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) August 18, 2021 Ástæðan fyrir þessum gríðarlega fjölda skimana er sú að Jóhannes Haukur er við tökur á þáttunum Vikings:Valhalla á Írlandi, þar sem leikarahópurinn er skimaður fimm sinum í viku. Því veit Jóhannes upp á hár hvenær sýnataka númer 100 verður. „Mér reiknast til að ég fari í númer 100 þann 3. september,“ sagði Jóhannes Haukur en svo heppilega vill til að hann er einmitt í fríi frá tökum þann daginn. Því hefur hann einnig ákveðnar hugmyndir um hvernig best sé að fagna þessum áfanga. „Ég er hérna í bæ sem heitir Greystones rétt fyrir utan Dublin. Þetta er rosalega svona hippabær. Það er voða mikið af vegan-veitingastöðum og allir í sjósundi. Svo eru einhverjar svona hippa-búðir. Ég er að spá í að kaupa eitthvað gott reykelsi og fá mér kannski hálsbrjóstsykur og leika aðeins við nefholurnar og kokið,“ sagði Jóhannes Haukur. Ekki sömu pinnarnir Aðspurður að því hvort sýnatökurnar væru eins á Írlandi og hérna á Íslandi sagði Jóhannes Haukur að munurinn fælist helst í sýnatökupinnunum sjálfum. „Ég tók eftir því að pinnarnir sem eru notaðir heima eru öðruvísi en þeir sem eru notaðir hérna. Þeir eru einhvern veginn mjórri og stinnari. Hérna eru þeir aðeuns þykkari og virðast vera lausari í sér. Svo eru mismunandi útgáfur af testinu. Þeir eru hættir því hérna að fara þarna lengst aftur í kok í gegnum nefið. Núna fara þeir í kokið í gegnum munninn og svo strjúka þeir svona sitt hvora nösina í tíu til fimmtán sekúndur. Þetta tekur aðeins lengri tíma. Þetta fer ekki alveg lengst upp í nefið,“ sagði Jóhannes Haukur. Í viðtalinu kom fram að Jóhannes Haukur hefur hingað til fengið neikvæða niðurstöðu úr öllum sýnatökunum 89, en hann sagðist reyndar mögulega vera búinn að storka örlögunum með því að ræða skimanirnar á léttu nótunum, „Nú er ég kannski búinn að jinxa þetta. Af því að ég er að tala um þetta, ég get ekki bara haldið kjafti þá fæ ég þetta. Það er pottþétt svoleiðis,“ sagði hann hlæjandi að lokum. Jóhannes Haukur er sem fyrr segir við tökur á þáttunum Vikings:Valhalla, þætti sem gerast 100 árum á eftir Vikings-þáttunum vinsælu. Þar leikur Jóhannes Haukur hlutverk Ólafs digra, sem var konungur Noregs á 11. öld. Í viðtalinu má heyra Jóhannes Hauk ræða nánar um hlutverkið og þættina sem verða sýndir á Netflix innan tíðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Jóhannes Haukur í nýjum víkingaþáttum Netflix Netflix hefur nú tilkynnt aðalleikarana í nýjum víkingaþáttum, Vikings: Valhalla en þar má meðal annars finna leikarann Jóhannes Hauk Jóhannesson sem hefur slegið í gegn sem leikari á erlendri grundu. 26. janúar 2021 15:31 Hefur farið í fjörutíu skimanir: „Gefið mér rússneska kokteilinn ef hann er í boði“ Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari hefur gert það gott erlendis á undanförnum misserum er orðinn einn þekktasti leikari Íslands á erlendri grundu. 19. janúar 2021 11:31 Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Jóhannes Haukur í nýjum víkingaþáttum Netflix Netflix hefur nú tilkynnt aðalleikarana í nýjum víkingaþáttum, Vikings: Valhalla en þar má meðal annars finna leikarann Jóhannes Hauk Jóhannesson sem hefur slegið í gegn sem leikari á erlendri grundu. 26. janúar 2021 15:31
Hefur farið í fjörutíu skimanir: „Gefið mér rússneska kokteilinn ef hann er í boði“ Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari hefur gert það gott erlendis á undanförnum misserum er orðinn einn þekktasti leikari Íslands á erlendri grundu. 19. janúar 2021 11:31