Cecilía hjá Everton til 2024 og segir liðið á leið að verða eitt það besta í Evrópu Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2021 15:50 Cecilía Rán Rúnarsdóttir í landsleik gegn Ítalíu í apríl. Hún á að baki þrjá A-landsleiki. Getty/ Gabriele Maltinti Cecilía Rán Rúnarsdóttir gengur í raðir Everton í janúar og hefur skrifað undir samning við enska knattspyrnufélagið sem gildir fram í júní 2024. Hin 18 ára gamla Cecilía mun því koma sér fyrir í Englandi hálfu ári áður en íslenska landsliðið spilar svo á Evrópumótinu sem fram fer næsta sumar. Næstu mánuði mun Cecilía hins vegar halda kyrru fyrir hjá sænska félaginu Örebro þar sem hún hefur spilað í sumar. Lengi hefur legið ljóst fyrir að þessi fyrrverandi markvörður Fylkis og Aftureldingar væri á leið til Everton en enska félagið staðfesti félagaskiptin í dag og birti viðtal við íslenska landsliðsmarkvörðinn: „Þetta er alveg stórkostlegt. Everton er svo stórt félag og maður sér það á því hvaða leikmenn félagið er að fá hvað það er mikið í bígerð þarna. Ég er þakklát fyrir að fá að taka þátt í því,“ segir Cecilía. | "Everton are on a journey to become one of the best clubs in Europe. They have the squad and the environment to do that."@ceciliaran03 pic.twitter.com/xIzU9XLC4L— Everton Women (@EvertonWomen) August 20, 2021 Everton endaði í 5. sæti á síðsutu leiktíð og stefnir enn hærra. „Félagið stefnir í átt að því að verða eitt það besta í Evrópu að mínu mati. Ég tel að félagið hafi bæði umhverfið og hópinn til að gera það. Þetta seldi mér hugmyndina um að koma þangað,“ segir Cecilía. Haft þjálfara sem hafa haft trú á mér Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún öðlast mikla reynslu nú þegar en Cecilía lék 30 leiki í efstu deild hér á landi áður en hún hélt til Svíþjóðar eftir síðustu leiktíð, og hún hefur þegar leikið þrjá A-landsleiki. „Ég hef haft þjálfara sem hafa haft trú á mér, bæði markmannsþjálfara minn þegar ég var yngri og aðra þjálfara hjá félögunum sem ég hef verið hjá. Það er ekki vanalegt að 15 ára leikmaður spili á svona háu stigi svo ég er mjög þakklát fyrir það. Ungir markmenn þurfa að fá að spila í meistaraflokki til að verða betri og ég er ánægð með að hafa fengið það,“ segir Cecilía. „Mér finnst ég hafa þroskast mikið. Ég er auðvitað enn mjög ung en tel mig hafa öðlast talsverða reynslu,“ bætir hún við. Enski boltinn Sænski boltinn EM 2021 í Englandi Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enski boltinn Fleiri fréttir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Sjá meira
Hin 18 ára gamla Cecilía mun því koma sér fyrir í Englandi hálfu ári áður en íslenska landsliðið spilar svo á Evrópumótinu sem fram fer næsta sumar. Næstu mánuði mun Cecilía hins vegar halda kyrru fyrir hjá sænska félaginu Örebro þar sem hún hefur spilað í sumar. Lengi hefur legið ljóst fyrir að þessi fyrrverandi markvörður Fylkis og Aftureldingar væri á leið til Everton en enska félagið staðfesti félagaskiptin í dag og birti viðtal við íslenska landsliðsmarkvörðinn: „Þetta er alveg stórkostlegt. Everton er svo stórt félag og maður sér það á því hvaða leikmenn félagið er að fá hvað það er mikið í bígerð þarna. Ég er þakklát fyrir að fá að taka þátt í því,“ segir Cecilía. | "Everton are on a journey to become one of the best clubs in Europe. They have the squad and the environment to do that."@ceciliaran03 pic.twitter.com/xIzU9XLC4L— Everton Women (@EvertonWomen) August 20, 2021 Everton endaði í 5. sæti á síðsutu leiktíð og stefnir enn hærra. „Félagið stefnir í átt að því að verða eitt það besta í Evrópu að mínu mati. Ég tel að félagið hafi bæði umhverfið og hópinn til að gera það. Þetta seldi mér hugmyndina um að koma þangað,“ segir Cecilía. Haft þjálfara sem hafa haft trú á mér Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún öðlast mikla reynslu nú þegar en Cecilía lék 30 leiki í efstu deild hér á landi áður en hún hélt til Svíþjóðar eftir síðustu leiktíð, og hún hefur þegar leikið þrjá A-landsleiki. „Ég hef haft þjálfara sem hafa haft trú á mér, bæði markmannsþjálfara minn þegar ég var yngri og aðra þjálfara hjá félögunum sem ég hef verið hjá. Það er ekki vanalegt að 15 ára leikmaður spili á svona háu stigi svo ég er mjög þakklát fyrir það. Ungir markmenn þurfa að fá að spila í meistaraflokki til að verða betri og ég er ánægð með að hafa fengið það,“ segir Cecilía. „Mér finnst ég hafa þroskast mikið. Ég er auðvitað enn mjög ung en tel mig hafa öðlast talsverða reynslu,“ bætir hún við.
Enski boltinn Sænski boltinn EM 2021 í Englandi Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enski boltinn Fleiri fréttir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Sjá meira