Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. október 2025 10:01 Þýski landsliðsmaðurinn Florian Wirtz hefur ekki enn skorað eða lagt upp mark í búningi Liverpool. getty/Robin Jones Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, og fyrirliði liðsins, Virgil van Dijk, hafa komið Florian Wirtz til varnar eftir rólega byrjun Þjóðverjans á tímabilinu. Slot segir að lukkan hafi ekki verið með Wirtz í liði það sem af er vetrar. Liverpool keypti Wirtz frá Bayer Leverkusen fyrir 116 milljónir punda í sumar. Hann var dýrasti leikmaður í sögu félagsins þar til það gekk frá kaupunum á Alexander Isak á lokadegi félagaskiptagluggans. Wirtz hefur ekki komið að marki í fyrstu sjö leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og fyrstu tveimur í Meistaradeild Evrópu. Slot og Van Dijk eru sannfærðir um að það breytist fljótlega. „Ef þú hefur verið keyptur fyrir svona mikinn pening horfir fólk aðallega á mörk og stoðsendingar en hann gæti verið búinn að leggja upp 6-7 mörk nú þegar,“ sagði Slot. „Ef þú horfir á sendingarnar sem hann hefur gefið á samherja sína sem hafa ekki leitt til marka. Besta dæmið er Chelsea-leikurinn þegar hann átti frábæra sendingu á Mohamed Salah mínútu eftir að hann kom inn á. Fyrir Mo er þetta mark í 99 af hverjum hundrað tilfellum. Ég verð að segja 98 af hundrað því í síðasta sinn sem hann fékk svona bolta var frá Wirtz gegn Atlético Madrid en hann skaut í stöng.“ Slot sagði ennfremur að það væri eðlilegt að það tæki tíma fyrir leikmenn að aðlagast ensku úrvalsdeildinni og ítrekað að Wirtz væri óheppinn að vera ekki búinn að leggja upp nokkur mörk. Þarf aðlögunartíma Van Dijk kveðst sannfærður um að Wirtz sýni sínar bestu hliðar með Liverpool áður en langt um líður. „Aðalmálið er að þegar leikmenn koma inn, sérstaklega fyrir mikinn pening, er að þeim finnist þeir vera velkomnir, heimilislífið sé í góðu lagi og fjölskyldan ánægð. Ef það er til staðar blómstrarðu,“ sagði Van Dijk. „Ofan á það, í hvaða starfsgrein sem er, þarftu tíma til aðlagast hlutunum, kynnast samherjum, hvað þeir vilja gera og kröfunum í ensku úrvalsdeildinni og hjá Liverpool. Þetta er fullkomlega eðlilegt. Við lifum í veröld þar sem er erfitt að fá frið frá öllu utanaðkomandi en svo lengi sem við og Liverpool horfum á hlutina eins og ég geri, að við viljum bæta okkur, verður þetta allt í himnalagi.“ Liverpool tapaði síðustu þremur leikjum sínum fyrir landsleikjahléið og missti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar til Arsenal. Liverpool tekur á móti Manchester United í stórleik 8. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun. Leikur Liverpool og Manchester United hefst klukkan 15:30 á sunnudaginn og verður sýndur beint á Sýn Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 14:45. Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Glæsilegar bakfallsspyrnur og bombur frá Gerrard og Scholes eru á meðal tíu bestu markanna sem skoruð hafa verið í rimmum Liverpool og Manchester United í gegnum tíðina. 17. október 2025 17:02 Mamardashvili í markinu gegn United Brasilíski markvörðurinn Alisson verður ekki með Liverpool í stórleiknum gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. 17. október 2025 09:30 Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Liverpool og Manchester United mætast á sunnudaginn í uppgjöri erkifjendanna sem jafnframt eru sigursælustu fótboltalið Englands. Hatrið á milli liðanna á sér langa sögu og mikið er í húfi í stórleiknum á Anfield, eins og fjallað er um í frábæru upphitunarmyndbandi frá ensku úrvalsdeildinni sem ætti að koma öllum í rétta gírinn. 16. október 2025 16:32 Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Á sunnudaginn tekur Liverpool á móti Manchester United í stórleik 8. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Heldur Mohamed Salah áfram að gera Rauðu djöflunum grikk? 15. október 2025 15:45 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Liverpool keypti Wirtz frá Bayer Leverkusen fyrir 116 milljónir punda í sumar. Hann var dýrasti leikmaður í sögu félagsins þar til það gekk frá kaupunum á Alexander Isak á lokadegi félagaskiptagluggans. Wirtz hefur ekki komið að marki í fyrstu sjö leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og fyrstu tveimur í Meistaradeild Evrópu. Slot og Van Dijk eru sannfærðir um að það breytist fljótlega. „Ef þú hefur verið keyptur fyrir svona mikinn pening horfir fólk aðallega á mörk og stoðsendingar en hann gæti verið búinn að leggja upp 6-7 mörk nú þegar,“ sagði Slot. „Ef þú horfir á sendingarnar sem hann hefur gefið á samherja sína sem hafa ekki leitt til marka. Besta dæmið er Chelsea-leikurinn þegar hann átti frábæra sendingu á Mohamed Salah mínútu eftir að hann kom inn á. Fyrir Mo er þetta mark í 99 af hverjum hundrað tilfellum. Ég verð að segja 98 af hundrað því í síðasta sinn sem hann fékk svona bolta var frá Wirtz gegn Atlético Madrid en hann skaut í stöng.“ Slot sagði ennfremur að það væri eðlilegt að það tæki tíma fyrir leikmenn að aðlagast ensku úrvalsdeildinni og ítrekað að Wirtz væri óheppinn að vera ekki búinn að leggja upp nokkur mörk. Þarf aðlögunartíma Van Dijk kveðst sannfærður um að Wirtz sýni sínar bestu hliðar með Liverpool áður en langt um líður. „Aðalmálið er að þegar leikmenn koma inn, sérstaklega fyrir mikinn pening, er að þeim finnist þeir vera velkomnir, heimilislífið sé í góðu lagi og fjölskyldan ánægð. Ef það er til staðar blómstrarðu,“ sagði Van Dijk. „Ofan á það, í hvaða starfsgrein sem er, þarftu tíma til aðlagast hlutunum, kynnast samherjum, hvað þeir vilja gera og kröfunum í ensku úrvalsdeildinni og hjá Liverpool. Þetta er fullkomlega eðlilegt. Við lifum í veröld þar sem er erfitt að fá frið frá öllu utanaðkomandi en svo lengi sem við og Liverpool horfum á hlutina eins og ég geri, að við viljum bæta okkur, verður þetta allt í himnalagi.“ Liverpool tapaði síðustu þremur leikjum sínum fyrir landsleikjahléið og missti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar til Arsenal. Liverpool tekur á móti Manchester United í stórleik 8. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun. Leikur Liverpool og Manchester United hefst klukkan 15:30 á sunnudaginn og verður sýndur beint á Sýn Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 14:45.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Glæsilegar bakfallsspyrnur og bombur frá Gerrard og Scholes eru á meðal tíu bestu markanna sem skoruð hafa verið í rimmum Liverpool og Manchester United í gegnum tíðina. 17. október 2025 17:02 Mamardashvili í markinu gegn United Brasilíski markvörðurinn Alisson verður ekki með Liverpool í stórleiknum gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. 17. október 2025 09:30 Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Liverpool og Manchester United mætast á sunnudaginn í uppgjöri erkifjendanna sem jafnframt eru sigursælustu fótboltalið Englands. Hatrið á milli liðanna á sér langa sögu og mikið er í húfi í stórleiknum á Anfield, eins og fjallað er um í frábæru upphitunarmyndbandi frá ensku úrvalsdeildinni sem ætti að koma öllum í rétta gírinn. 16. október 2025 16:32 Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Á sunnudaginn tekur Liverpool á móti Manchester United í stórleik 8. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Heldur Mohamed Salah áfram að gera Rauðu djöflunum grikk? 15. október 2025 15:45 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Glæsilegar bakfallsspyrnur og bombur frá Gerrard og Scholes eru á meðal tíu bestu markanna sem skoruð hafa verið í rimmum Liverpool og Manchester United í gegnum tíðina. 17. október 2025 17:02
Mamardashvili í markinu gegn United Brasilíski markvörðurinn Alisson verður ekki með Liverpool í stórleiknum gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. 17. október 2025 09:30
Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Liverpool og Manchester United mætast á sunnudaginn í uppgjöri erkifjendanna sem jafnframt eru sigursælustu fótboltalið Englands. Hatrið á milli liðanna á sér langa sögu og mikið er í húfi í stórleiknum á Anfield, eins og fjallað er um í frábæru upphitunarmyndbandi frá ensku úrvalsdeildinni sem ætti að koma öllum í rétta gírinn. 16. október 2025 16:32
Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Á sunnudaginn tekur Liverpool á móti Manchester United í stórleik 8. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Heldur Mohamed Salah áfram að gera Rauðu djöflunum grikk? 15. október 2025 15:45