„Fannst ég oft geta gert betur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. ágúst 2021 17:11 Jónatan Ingi Jónsson átti flottan leik í liði FH í dag, en segir þó að hann hefði getað gert betur. Vísir/Bára Dröfn Jónatan Ingi Jónsson, leikmaður FH, átti frábæran leik þegar Fimleikafélagið vann 0-5 sigur í Keflavík í dag. Jónatan átti beinan þátt í öllum mörkum FH í dag en sagði samt sem áður að hann hefði átt að gera betur í dag. „Geggjað að fá þrjú stig. Við höldum hreinu annan leikinn í röð og í báðum leikjunum erum við bara 1-0 yfir í hálfleik. Mér fannst við samt geta gert betur, við vorum smá 'sloppy' í byrjun seinni hálfleiks og það var einhvern veginn ekki fyrr en rauða spjaldið kom að við duttum í gang aftur. Mér fannst við betra liðið í dag og nánast allan leikinn, við áttum þetta skilið,“ sagði Jónatan í viðtali við Vísi eftir leik. Jónatan skoraði þrjú mörk ásamt því að leggja upp hin tvö mörkin og var því eðlilega spurður hvað það var sem hann hefði geta gert betur í dag. „Mér fannst ég oft geta gert betur, annað hvort skjóta eða senda hann aðeins fyrr. Við sem heild hefðum getað refsað meira en auðvitað er maður sáttur, það er erfitt að biðja um eitthvað meira en 5-0,“ svaraði Jónatan. Ignacio Heras fékk rautt spjald á 74. mínútu sem opnaði flóðgáttirnar fyrir markaregn FH undir lok leiks. Jónatan telur dóminn réttan. „Mér sýndist hann slá aftan á hnakkann á honum, sama hversu laust eða fast það var. Ég þarf að fá að sjá þetta aftur á vídeó. Eins og ég sá þetta þá var það línuvörðurinn sem sá atvikið og lét dómarann vita og þetta var bara rautt spjald.“ Keflavík á harma að hefna eftir þetta stóra tap á heimavelli en næsti leikur Keflavíkur er einmitt aftur á móti FH í Kaplakrika næsta miðvikudag. „Það er alveg á hreinu að þeir mæta dýrvitlausir í þangað og við verðum að mæta því í baráttu ef við ætlum að eiga séns á þremur stigum þar,“ sagði Jónatan Ingi Jónsson að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski boltinn FH Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - FH 0-5 | Jónatan Ingi allt í öllu gegn tíu Keflvíkingum FH vann öruggan 5-0 sigur á Keflavík er þau mættust á HS Orku-vellinum í Keflavík í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í dag. Jónatan Ingi Jónsson fór mikinn í leiknum. 21. ágúst 2021 16:00 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
„Geggjað að fá þrjú stig. Við höldum hreinu annan leikinn í röð og í báðum leikjunum erum við bara 1-0 yfir í hálfleik. Mér fannst við samt geta gert betur, við vorum smá 'sloppy' í byrjun seinni hálfleiks og það var einhvern veginn ekki fyrr en rauða spjaldið kom að við duttum í gang aftur. Mér fannst við betra liðið í dag og nánast allan leikinn, við áttum þetta skilið,“ sagði Jónatan í viðtali við Vísi eftir leik. Jónatan skoraði þrjú mörk ásamt því að leggja upp hin tvö mörkin og var því eðlilega spurður hvað það var sem hann hefði geta gert betur í dag. „Mér fannst ég oft geta gert betur, annað hvort skjóta eða senda hann aðeins fyrr. Við sem heild hefðum getað refsað meira en auðvitað er maður sáttur, það er erfitt að biðja um eitthvað meira en 5-0,“ svaraði Jónatan. Ignacio Heras fékk rautt spjald á 74. mínútu sem opnaði flóðgáttirnar fyrir markaregn FH undir lok leiks. Jónatan telur dóminn réttan. „Mér sýndist hann slá aftan á hnakkann á honum, sama hversu laust eða fast það var. Ég þarf að fá að sjá þetta aftur á vídeó. Eins og ég sá þetta þá var það línuvörðurinn sem sá atvikið og lét dómarann vita og þetta var bara rautt spjald.“ Keflavík á harma að hefna eftir þetta stóra tap á heimavelli en næsti leikur Keflavíkur er einmitt aftur á móti FH í Kaplakrika næsta miðvikudag. „Það er alveg á hreinu að þeir mæta dýrvitlausir í þangað og við verðum að mæta því í baráttu ef við ætlum að eiga séns á þremur stigum þar,“ sagði Jónatan Ingi Jónsson að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski boltinn FH Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - FH 0-5 | Jónatan Ingi allt í öllu gegn tíu Keflvíkingum FH vann öruggan 5-0 sigur á Keflavík er þau mættust á HS Orku-vellinum í Keflavík í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í dag. Jónatan Ingi Jónsson fór mikinn í leiknum. 21. ágúst 2021 16:00 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - FH 0-5 | Jónatan Ingi allt í öllu gegn tíu Keflvíkingum FH vann öruggan 5-0 sigur á Keflavík er þau mættust á HS Orku-vellinum í Keflavík í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í dag. Jónatan Ingi Jónsson fór mikinn í leiknum. 21. ágúst 2021 16:00