Verkalýðurinn Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 21. ágúst 2021 18:30 Hver er hinn Íslenski verkalýður? Hver má vinna fyrir verkalýðinn og þegar verkalýðsbarátta er háð, hverjir tilheyra þá baráttunni? Nú þegar framboðslistar stjórnmálaflokka birtast hver á fætur öðrum vegna Alþingiskosninga þann 25. september næstkomandi veltir fólk því eðlilega fyrir sér hverjir skipa þá lista, hvaða reynslu þeir hafa, bakgrunn og hvaða stétt þeir tilheyra. Í því samhengi þykir mér áhugavert að skoða þetta út frá hvaða stétt fólk tilheyrir og hvort það megi kalla það verkalýð. Það hefur verið ákall eftir málsvara verkamanna á framboðslistum og er undirritaður einn af þeim. Það er þarfur og nauðsynlegur málsvari inn á Alþingi okkar Íslendinga. En þá vaknar þessi spurning, hver er hinn Íslenski verkalýður? Að tilheyra verkalýðnum er ekki bara að vera ómenntaður og vinna líkamlega vinnu við það að grafa skurði. Að tilheyra verkalýðnum er svo miklu miklu djúpstæðari pæling. Kennarar eru verkalýður, þeir vinna vanþakklátt starf á launum sem er vart hægt að hrópa húrra fyrir. Hjúkrunarfræðingar eru verkalýður, korter í að brenna út vegna álags í okkar rjúkandi brunarúst af heilbrigðiskerfi en sjá ekki leið út, vegna þess að án þess að vinna ómanneskjulega mikið og undir álagi ná þeir oft ekki endum saman. Ég tek þessi dæmi um tvö háskólamenntuð störf til þess að sýna fram á breiddina. Verkalýðurinn er líka ræstingarfólkið, bifvélavirkjarnir, smiðirnir, o.s.frv. En hver má þá vinna fyrir verkalýðinn? Það er þekkt stef að tala um að barátta verkalýðshreyfingarinnar í gegnum árin hafi m.a. verið til þess að veita fólki tækifæri og rétt til þess að mennta sig. Það er léleg afsökun fyrir skorti á öðrum en hámenntuðum í baráttunni. Barátta verkalýðshreyfingarinnar í gegnum árin fyrir rétti okkar og tækifærum til menntunar á ekki að vera ástæða þess að verkamenn tæplega sjást í framboði í dag. Þingmenn eiga t.d. að vinna fyrir verkalýðinn, en mikill meirihluti þingheims er hámenntaður og það að ekki sé að finna fleiri iðnmenntaða, ómenntaða eða sjálflærða í þeim hóp er ekki vegna þess að baráttan í gegnum tíðina hefur verið fyrir rétti og tækifærum fólks til að mennta sig, heldur vegna þess að stjórnmálaflokkar hafa kerfislægt útilokað þetta fólk frá nokkrum frama eða tækifærum. Hverjir tilheyra baráttunni? Við tilheyrum öll baráttunni. Baráttan fyrir bættum kjörum lýðsins er okkur öllum mikilvæg og nauðsynleg. Hámenntaðir og ómenntaðir. Innfæddir og innflytjendur. Í ábyrgðarstöðum og ábyrgðarlausum. Af öllum kynjum. Þetta snýst um að gefa okkur öllum færi á að vinna fyrir bættum kjörum. Menntun þín á ekki sjálfkrafa að gera þig marktækari eða merkilegri í umræðunni, hvað þá sem kandídat á alþingi. Ég er ekki og verð aldrei talsmaður þess að menntun eigi að gera þig hæfari eða óhæfari til þess að gegna ábyrgðarstöðum eins og að sitja á Alþingi Íslendinga. En það sem ég mun aftur á móti alltaf vera talsmaður fyrir er að við tökum ómenntaða manninn alvarlega, rétt eins og þann hámenntaða. Gefum öllum tækifæri og vinnum að sannarlegum fjölbreytileika. Aðeins þegar því er náð náum við sannarlega bættum kjörum lýðsins. Höfundur starfar innan Verkalýðshreyfingarinnar og skipar 3.sæti á J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Hver er hinn Íslenski verkalýður? Hver má vinna fyrir verkalýðinn og þegar verkalýðsbarátta er háð, hverjir tilheyra þá baráttunni? Nú þegar framboðslistar stjórnmálaflokka birtast hver á fætur öðrum vegna Alþingiskosninga þann 25. september næstkomandi veltir fólk því eðlilega fyrir sér hverjir skipa þá lista, hvaða reynslu þeir hafa, bakgrunn og hvaða stétt þeir tilheyra. Í því samhengi þykir mér áhugavert að skoða þetta út frá hvaða stétt fólk tilheyrir og hvort það megi kalla það verkalýð. Það hefur verið ákall eftir málsvara verkamanna á framboðslistum og er undirritaður einn af þeim. Það er þarfur og nauðsynlegur málsvari inn á Alþingi okkar Íslendinga. En þá vaknar þessi spurning, hver er hinn Íslenski verkalýður? Að tilheyra verkalýðnum er ekki bara að vera ómenntaður og vinna líkamlega vinnu við það að grafa skurði. Að tilheyra verkalýðnum er svo miklu miklu djúpstæðari pæling. Kennarar eru verkalýður, þeir vinna vanþakklátt starf á launum sem er vart hægt að hrópa húrra fyrir. Hjúkrunarfræðingar eru verkalýður, korter í að brenna út vegna álags í okkar rjúkandi brunarúst af heilbrigðiskerfi en sjá ekki leið út, vegna þess að án þess að vinna ómanneskjulega mikið og undir álagi ná þeir oft ekki endum saman. Ég tek þessi dæmi um tvö háskólamenntuð störf til þess að sýna fram á breiddina. Verkalýðurinn er líka ræstingarfólkið, bifvélavirkjarnir, smiðirnir, o.s.frv. En hver má þá vinna fyrir verkalýðinn? Það er þekkt stef að tala um að barátta verkalýðshreyfingarinnar í gegnum árin hafi m.a. verið til þess að veita fólki tækifæri og rétt til þess að mennta sig. Það er léleg afsökun fyrir skorti á öðrum en hámenntuðum í baráttunni. Barátta verkalýðshreyfingarinnar í gegnum árin fyrir rétti okkar og tækifærum til menntunar á ekki að vera ástæða þess að verkamenn tæplega sjást í framboði í dag. Þingmenn eiga t.d. að vinna fyrir verkalýðinn, en mikill meirihluti þingheims er hámenntaður og það að ekki sé að finna fleiri iðnmenntaða, ómenntaða eða sjálflærða í þeim hóp er ekki vegna þess að baráttan í gegnum tíðina hefur verið fyrir rétti og tækifærum fólks til að mennta sig, heldur vegna þess að stjórnmálaflokkar hafa kerfislægt útilokað þetta fólk frá nokkrum frama eða tækifærum. Hverjir tilheyra baráttunni? Við tilheyrum öll baráttunni. Baráttan fyrir bættum kjörum lýðsins er okkur öllum mikilvæg og nauðsynleg. Hámenntaðir og ómenntaðir. Innfæddir og innflytjendur. Í ábyrgðarstöðum og ábyrgðarlausum. Af öllum kynjum. Þetta snýst um að gefa okkur öllum færi á að vinna fyrir bættum kjörum. Menntun þín á ekki sjálfkrafa að gera þig marktækari eða merkilegri í umræðunni, hvað þá sem kandídat á alþingi. Ég er ekki og verð aldrei talsmaður þess að menntun eigi að gera þig hæfari eða óhæfari til þess að gegna ábyrgðarstöðum eins og að sitja á Alþingi Íslendinga. En það sem ég mun aftur á móti alltaf vera talsmaður fyrir er að við tökum ómenntaða manninn alvarlega, rétt eins og þann hámenntaða. Gefum öllum tækifæri og vinnum að sannarlegum fjölbreytileika. Aðeins þegar því er náð náum við sannarlega bættum kjörum lýðsins. Höfundur starfar innan Verkalýðshreyfingarinnar og skipar 3.sæti á J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun