Eigum við öll rétt til mennsku? Heiða Ingimarsdóttir skrifar 21. ágúst 2021 19:01 Mig setur hljóðan þessa dagana. Ég er einfaldlega þannig gerð að ég sé fólk sem manneskjur. Þess vegna verð ég svo leið þegar ég les umræðu sem snýst um „okkur“ og „þau“. Umræðu sem felur í sér gagnrýni á menningu, trúarbrögð og siði annarra, því þau búa handan landamæranna. Ég verð líka alveg ofboðslega leið þegar fólk stígur fram fullum fetum og er tilbúið að verðleggja líf annarra. Ég þekki fólk frá öllum heimsálfum þessarar blessuðu jarðar. Ég er svo heppin að hafa fengið að skyggnast inn í þeirra menningu. Ég er þakklát og heppin að hafa fæðst í Keflavík Ég er þakklát. Ég er þakklát því árið 1984 fæddist ég á Íslandi. Ég mætti alsnakin, hágrenjandi og nauðasköllótt á fæðingardeildina á heilsugæslu Keflavíkur. Ég bað ekkert um að fæðast þar. Ég fékk ekki að velja kyn mitt, að hvaða kyni ég heillaðist, hvernig ég væri á litinn eða hvaða trú væri prangað inn á mig. Þetta bara gerðist eins og það gerðist. Þarna var ég mætt. Ég hefði alveg eins getað fæðst í Afganistan. Jafn nakin, grenjað eins hátt og haft jafnlítið hár en strax átt minni möguleika á jörðinni sem við þó deilum. Þar hefði ég þurft að búa við það að mega gera ráð fyrir að vera neydd í hjónaband fyrir aldur fram með einstakling sem er líklegur til að beita mig og jafnvel fjölskyldu mína ofbeldi. Ég hefði getað lifað við það að ofbeldi, ofsóknir, ótti og morð væru hluti af daglegu lífi mínu. Hvaða rétt á ég á því að lifa öruggu lífi, með þak yfir höfuð með þeim manni sem ég elska og valdi mér sem maka? Af hverju eru börnin mín í þeirri stöðu að geta valið sér sína leið í lífinu og geta notið þess að vera í núinu? Svarið er einfalt. Við fæddumst á Íslandi. Við vorum heppin. Við erum ekkert betri en fólk sem fæðist inn í neyð. Einstaklingar sem lifa við stríðsástand eru ekki þar því þeir óskuðu þess eða af því að þeir eiga það skilið. Þeir bara fæddust í röngu landi. Ímyndum okkur hryllinginn Ég á það til að gera hugaræfingu. Æfingu sem mér finnst erfið og sársaukafull því ég vil helst ekki leyfa huganum að fara þangað. Æfingin snýst um að sjá fyrir mér hið öfuga. Ég fæðist þar sem ríkir upplausn og hryðjuverk eru daglegt brauð. Að ég eigi það á hættu að barn mitt sé numið á brott frá mér til að giftast hrotta sem ég veit að mun ekki reynast því vel. Að dætur mínar eigi ekki möguleika á menntun og að sonur minn verði alinn upp af skæruliðum sem munu afmá allt manneskjulegt úr honum. Að maðurinn minn verði beittur hryllilegu ofbeldi og jafnvel myrtur ef við göngumst ekki við þessu. Fyrir framan mig og fyrir framan börnin okkar. Í þessum aðstæðum er ég viss um að ég myndi þrá hjálp frá öðrum. Bara einhverjum sem gæti aðstoðað. Komið mér og mínum í skjól. Hjálp frá einhverjum sem fékk það hlutskipti að fæðast við frið og allsnægtir og sér að í grunninn erum við öll manneskjur, misheppin með fæðingarstað. Verum manneskjuleg, hvert við annað Það væri eflaust sárt að heyra að ég fengi ekki séns því ég fæddist í landi þar sem eru önnur trúarbrögð eða af því að það væri ekki hægt að græða nægan pening á mér. Það væri grátlegt ef líf mitt og minna væri hunsað af því að ég væri ekki „við“ heldur „þau“. Hættum að skipta fólki upp. Verum bara fólk og verum manneskjuleg hvert við annað. Við búum í mismunandi löndum, eigum öll okkar merkilegu menningu, ólíku trúarbrögð og svo framvegis en erum samt sem áður bara manneskjur samansett úr sömu líffærum og eigum okkar drauma, þrár og ástvini. Það er siðferðisleg skylda okkar að hjálpa öðru fólki í neyð! Ríkisstjórnin VERÐUR að bregðast við og taka á móti fólki sem sætir ofsóknum frá Afganistan! Við megum ekki líta undan eða standa hjá þegar verið er að ráðast á aðrar manneskjur. Höfundur skipar 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi suður Afganistan Skoðun: Kosningar 2021 Heiða Ingimarsdóttir Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Öflugri saman inn í framtíðina Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Mig setur hljóðan þessa dagana. Ég er einfaldlega þannig gerð að ég sé fólk sem manneskjur. Þess vegna verð ég svo leið þegar ég les umræðu sem snýst um „okkur“ og „þau“. Umræðu sem felur í sér gagnrýni á menningu, trúarbrögð og siði annarra, því þau búa handan landamæranna. Ég verð líka alveg ofboðslega leið þegar fólk stígur fram fullum fetum og er tilbúið að verðleggja líf annarra. Ég þekki fólk frá öllum heimsálfum þessarar blessuðu jarðar. Ég er svo heppin að hafa fengið að skyggnast inn í þeirra menningu. Ég er þakklát og heppin að hafa fæðst í Keflavík Ég er þakklát. Ég er þakklát því árið 1984 fæddist ég á Íslandi. Ég mætti alsnakin, hágrenjandi og nauðasköllótt á fæðingardeildina á heilsugæslu Keflavíkur. Ég bað ekkert um að fæðast þar. Ég fékk ekki að velja kyn mitt, að hvaða kyni ég heillaðist, hvernig ég væri á litinn eða hvaða trú væri prangað inn á mig. Þetta bara gerðist eins og það gerðist. Þarna var ég mætt. Ég hefði alveg eins getað fæðst í Afganistan. Jafn nakin, grenjað eins hátt og haft jafnlítið hár en strax átt minni möguleika á jörðinni sem við þó deilum. Þar hefði ég þurft að búa við það að mega gera ráð fyrir að vera neydd í hjónaband fyrir aldur fram með einstakling sem er líklegur til að beita mig og jafnvel fjölskyldu mína ofbeldi. Ég hefði getað lifað við það að ofbeldi, ofsóknir, ótti og morð væru hluti af daglegu lífi mínu. Hvaða rétt á ég á því að lifa öruggu lífi, með þak yfir höfuð með þeim manni sem ég elska og valdi mér sem maka? Af hverju eru börnin mín í þeirri stöðu að geta valið sér sína leið í lífinu og geta notið þess að vera í núinu? Svarið er einfalt. Við fæddumst á Íslandi. Við vorum heppin. Við erum ekkert betri en fólk sem fæðist inn í neyð. Einstaklingar sem lifa við stríðsástand eru ekki þar því þeir óskuðu þess eða af því að þeir eiga það skilið. Þeir bara fæddust í röngu landi. Ímyndum okkur hryllinginn Ég á það til að gera hugaræfingu. Æfingu sem mér finnst erfið og sársaukafull því ég vil helst ekki leyfa huganum að fara þangað. Æfingin snýst um að sjá fyrir mér hið öfuga. Ég fæðist þar sem ríkir upplausn og hryðjuverk eru daglegt brauð. Að ég eigi það á hættu að barn mitt sé numið á brott frá mér til að giftast hrotta sem ég veit að mun ekki reynast því vel. Að dætur mínar eigi ekki möguleika á menntun og að sonur minn verði alinn upp af skæruliðum sem munu afmá allt manneskjulegt úr honum. Að maðurinn minn verði beittur hryllilegu ofbeldi og jafnvel myrtur ef við göngumst ekki við þessu. Fyrir framan mig og fyrir framan börnin okkar. Í þessum aðstæðum er ég viss um að ég myndi þrá hjálp frá öðrum. Bara einhverjum sem gæti aðstoðað. Komið mér og mínum í skjól. Hjálp frá einhverjum sem fékk það hlutskipti að fæðast við frið og allsnægtir og sér að í grunninn erum við öll manneskjur, misheppin með fæðingarstað. Verum manneskjuleg, hvert við annað Það væri eflaust sárt að heyra að ég fengi ekki séns því ég fæddist í landi þar sem eru önnur trúarbrögð eða af því að það væri ekki hægt að græða nægan pening á mér. Það væri grátlegt ef líf mitt og minna væri hunsað af því að ég væri ekki „við“ heldur „þau“. Hættum að skipta fólki upp. Verum bara fólk og verum manneskjuleg hvert við annað. Við búum í mismunandi löndum, eigum öll okkar merkilegu menningu, ólíku trúarbrögð og svo framvegis en erum samt sem áður bara manneskjur samansett úr sömu líffærum og eigum okkar drauma, þrár og ástvini. Það er siðferðisleg skylda okkar að hjálpa öðru fólki í neyð! Ríkisstjórnin VERÐUR að bregðast við og taka á móti fólki sem sætir ofsóknum frá Afganistan! Við megum ekki líta undan eða standa hjá þegar verið er að ráðast á aðrar manneskjur. Höfundur skipar 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun