Sagan endalausa af Harry Kane heldur áfram. Eins og áður hefur verið greint frá mætti hann ekki á æfingar liðsins fyrst um sinn eftir sumarfrí, og þurfti svo að æfa einn þar sem hann var í sóttkví eftir komu sína aftur til félagsins.
Hann var ekki í hóp þegar að Tottenham lagði Englandsmeistara Manchester City, og ferðaðist ekki með liðinu til Portúgal þar sem Tottenham tapaði fyrir Pacos de Ferreira í Sambandsdeild Evrópu.
Þá hefur hávær orðrómur verið á kreiki um það að hann sé á leið til City, og sumir gengu svo langt að fullyrða að hann yrði kynntur sem leikmaður liðsins í vikunni.
Það gekk hinsvegar ekki eftir, en þessi 28 ára framhjeri ferðaðist með liðinu sem mætir Wolves í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Það gæti því vel hugsast að á morgun muni Harry Kane spila sinn fyrsta leik með uppeldisfélagi sínu síðan 23. maí á þessu ári.
Harry Kane is expected to be included in the Tottenham Hotspur squad for the first time this season @JBurtTelegraph #THFC https://t.co/33BdJTqa53
— Telegraph Sport (@TelegraphSport) August 21, 2021