Danski miðilli BT greindi frá því í gær að franska liðið hafi boðið 700.000 evrur í íslenska landsliðsmanninn, en Nimes féll úr frönsku úrvalsdeildinni á seinasta tímabili og stefnir beint aftur upp. Elías Már Ómarsson gekk til liðs við Nimes frá hollenska liðinu Excelcior fyrr í sumar.
Jón Dagur hefur verið á mála hjá AGF síðan árið 2019, en hann hefur skorað 16 mörk og lagt upp önnur sex í dönsku úrvalsdeildinni.
Þar áður var hann hjá enska félaginu Fulham, en hann á einnig að baki níu A-landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur hann skorað í þeim eitt mark.