„Þetta er auðvitað allt orðin einhver þvæla“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. ágúst 2021 14:00 Sigríður Á. Andersen segir tíma til kominn að fólk fái að lifa eðlilegu lífi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir nýjar leiðbeiningar um sóttkví flóknar og of matskenndar. Hún segir tíma til kominn að hætta að skima einkennalaust og heilbrigt fólk. Nýjar leiðbeiningar um sóttkví voru birtar í gær. Markmið þeirra er að færri þurfi í sóttkví ef smit kemur upp í leikskólum, skólum, frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Nauðsyn sóttkvíar veltur á því hversu mikil samvera við smitaðan var. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir leiðbeiningarnar og segir þær flóknar og matskenndar. „Mér finnst kannski mestu máli skipta að þetta er auðvitað ekki neitt eðlilegt líf. Þetta þvert á móti viðheldur þessum endalausa kvíða og sóttkvíarkvíða sem virðist nú hrjá stóran hluta landsmanna.“ Ekki eðlilegt líf Hún segir leiðbeiningarnar bjóða upp á óvissu og furðulegar túlkanir. „Menn þurf að horfast í augu við það að nú er kominn tími til þess að óveikt fólk og einkennalaust fólk á ekki að þurfa að sæta skimunum. Mér finnst að menn þurfi að komast út úr þessu vegna þess að þessar reglur, eins og menn setja þær fram, gefa ekki fyrirheit um neitt annað en að þær verði hér næstu árin og það er auðvitað ekki eðlilegt líf eða það fyrirkomulag sem ég held að nokkur maður geti hugsað sér.“ Skiptir stærð borðsins máli? Það gangi ekki upp að svo íþyngjandi ákvörðun, að senda fólk í sóttkví, sé svo matskennd. „Það auðvitað gengur ekki upp og það er einnig líka erfitt fyrir þessa aðila, yfirvöld hvers skóla, að ætla að fara að meta það. Þetta er líka matskennt að því leyti að það kemur upp þetta mat, hvenær situr maður við borð með einhverjum öðrum? Skiptir máli hversu stórt borðið er og þar fram eftir götunum? Hversu langt viðkomandi stóð hjá einhverjum öðrum?“ „Þetta er auðvitað allt orðin einhver þvæla svo það sé nú bara sagt hreint út og ekki mönnum bjóðandi að starfa undir svona kvöðum. Þannig ég get ekki ímyndað mér að verið sé að kalla eftir valdi til þess að geta sent heilbrigt og einkennalaust fólk í sóttkví.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Birtir nýjar leiðbeiningar: Gerir ráð fyrir að færri nemendur þurfi að sæta sóttkví Sóttvarnalæknir hefur endurskoðað leiðbeiningar um sóttkví á öllum skólastigum og í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Með breytingunum má gera ráð fyrir að færri þurfi að sæta sóttkví ef smit kemur upp. 21. ágúst 2021 14:30 Mælt með að annað foreldrið fari með barni í sóttkví Fullbólusettir foreldrar barna sem lenda í sóttkví þurfa strangt til tekið ekki að fara í sóttkví með þeim. Þeir mættu þó ekki umgangast barnið eða vera í návígi við það á meðan það tekur út sóttkví sína. 21. ágúst 2021 23:16 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Nýjar leiðbeiningar um sóttkví voru birtar í gær. Markmið þeirra er að færri þurfi í sóttkví ef smit kemur upp í leikskólum, skólum, frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Nauðsyn sóttkvíar veltur á því hversu mikil samvera við smitaðan var. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir leiðbeiningarnar og segir þær flóknar og matskenndar. „Mér finnst kannski mestu máli skipta að þetta er auðvitað ekki neitt eðlilegt líf. Þetta þvert á móti viðheldur þessum endalausa kvíða og sóttkvíarkvíða sem virðist nú hrjá stóran hluta landsmanna.“ Ekki eðlilegt líf Hún segir leiðbeiningarnar bjóða upp á óvissu og furðulegar túlkanir. „Menn þurf að horfast í augu við það að nú er kominn tími til þess að óveikt fólk og einkennalaust fólk á ekki að þurfa að sæta skimunum. Mér finnst að menn þurfi að komast út úr þessu vegna þess að þessar reglur, eins og menn setja þær fram, gefa ekki fyrirheit um neitt annað en að þær verði hér næstu árin og það er auðvitað ekki eðlilegt líf eða það fyrirkomulag sem ég held að nokkur maður geti hugsað sér.“ Skiptir stærð borðsins máli? Það gangi ekki upp að svo íþyngjandi ákvörðun, að senda fólk í sóttkví, sé svo matskennd. „Það auðvitað gengur ekki upp og það er einnig líka erfitt fyrir þessa aðila, yfirvöld hvers skóla, að ætla að fara að meta það. Þetta er líka matskennt að því leyti að það kemur upp þetta mat, hvenær situr maður við borð með einhverjum öðrum? Skiptir máli hversu stórt borðið er og þar fram eftir götunum? Hversu langt viðkomandi stóð hjá einhverjum öðrum?“ „Þetta er auðvitað allt orðin einhver þvæla svo það sé nú bara sagt hreint út og ekki mönnum bjóðandi að starfa undir svona kvöðum. Þannig ég get ekki ímyndað mér að verið sé að kalla eftir valdi til þess að geta sent heilbrigt og einkennalaust fólk í sóttkví.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Birtir nýjar leiðbeiningar: Gerir ráð fyrir að færri nemendur þurfi að sæta sóttkví Sóttvarnalæknir hefur endurskoðað leiðbeiningar um sóttkví á öllum skólastigum og í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Með breytingunum má gera ráð fyrir að færri þurfi að sæta sóttkví ef smit kemur upp. 21. ágúst 2021 14:30 Mælt með að annað foreldrið fari með barni í sóttkví Fullbólusettir foreldrar barna sem lenda í sóttkví þurfa strangt til tekið ekki að fara í sóttkví með þeim. Þeir mættu þó ekki umgangast barnið eða vera í návígi við það á meðan það tekur út sóttkví sína. 21. ágúst 2021 23:16 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Birtir nýjar leiðbeiningar: Gerir ráð fyrir að færri nemendur þurfi að sæta sóttkví Sóttvarnalæknir hefur endurskoðað leiðbeiningar um sóttkví á öllum skólastigum og í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Með breytingunum má gera ráð fyrir að færri þurfi að sæta sóttkví ef smit kemur upp. 21. ágúst 2021 14:30
Mælt með að annað foreldrið fari með barni í sóttkví Fullbólusettir foreldrar barna sem lenda í sóttkví þurfa strangt til tekið ekki að fara í sóttkví með þeim. Þeir mættu þó ekki umgangast barnið eða vera í návígi við það á meðan það tekur út sóttkví sína. 21. ágúst 2021 23:16