„Þetta er auðvitað allt orðin einhver þvæla“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. ágúst 2021 14:00 Sigríður Á. Andersen segir tíma til kominn að fólk fái að lifa eðlilegu lífi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir nýjar leiðbeiningar um sóttkví flóknar og of matskenndar. Hún segir tíma til kominn að hætta að skima einkennalaust og heilbrigt fólk. Nýjar leiðbeiningar um sóttkví voru birtar í gær. Markmið þeirra er að færri þurfi í sóttkví ef smit kemur upp í leikskólum, skólum, frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Nauðsyn sóttkvíar veltur á því hversu mikil samvera við smitaðan var. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir leiðbeiningarnar og segir þær flóknar og matskenndar. „Mér finnst kannski mestu máli skipta að þetta er auðvitað ekki neitt eðlilegt líf. Þetta þvert á móti viðheldur þessum endalausa kvíða og sóttkvíarkvíða sem virðist nú hrjá stóran hluta landsmanna.“ Ekki eðlilegt líf Hún segir leiðbeiningarnar bjóða upp á óvissu og furðulegar túlkanir. „Menn þurf að horfast í augu við það að nú er kominn tími til þess að óveikt fólk og einkennalaust fólk á ekki að þurfa að sæta skimunum. Mér finnst að menn þurfi að komast út úr þessu vegna þess að þessar reglur, eins og menn setja þær fram, gefa ekki fyrirheit um neitt annað en að þær verði hér næstu árin og það er auðvitað ekki eðlilegt líf eða það fyrirkomulag sem ég held að nokkur maður geti hugsað sér.“ Skiptir stærð borðsins máli? Það gangi ekki upp að svo íþyngjandi ákvörðun, að senda fólk í sóttkví, sé svo matskennd. „Það auðvitað gengur ekki upp og það er einnig líka erfitt fyrir þessa aðila, yfirvöld hvers skóla, að ætla að fara að meta það. Þetta er líka matskennt að því leyti að það kemur upp þetta mat, hvenær situr maður við borð með einhverjum öðrum? Skiptir máli hversu stórt borðið er og þar fram eftir götunum? Hversu langt viðkomandi stóð hjá einhverjum öðrum?“ „Þetta er auðvitað allt orðin einhver þvæla svo það sé nú bara sagt hreint út og ekki mönnum bjóðandi að starfa undir svona kvöðum. Þannig ég get ekki ímyndað mér að verið sé að kalla eftir valdi til þess að geta sent heilbrigt og einkennalaust fólk í sóttkví.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Birtir nýjar leiðbeiningar: Gerir ráð fyrir að færri nemendur þurfi að sæta sóttkví Sóttvarnalæknir hefur endurskoðað leiðbeiningar um sóttkví á öllum skólastigum og í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Með breytingunum má gera ráð fyrir að færri þurfi að sæta sóttkví ef smit kemur upp. 21. ágúst 2021 14:30 Mælt með að annað foreldrið fari með barni í sóttkví Fullbólusettir foreldrar barna sem lenda í sóttkví þurfa strangt til tekið ekki að fara í sóttkví með þeim. Þeir mættu þó ekki umgangast barnið eða vera í návígi við það á meðan það tekur út sóttkví sína. 21. ágúst 2021 23:16 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Sjá meira
Nýjar leiðbeiningar um sóttkví voru birtar í gær. Markmið þeirra er að færri þurfi í sóttkví ef smit kemur upp í leikskólum, skólum, frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Nauðsyn sóttkvíar veltur á því hversu mikil samvera við smitaðan var. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir leiðbeiningarnar og segir þær flóknar og matskenndar. „Mér finnst kannski mestu máli skipta að þetta er auðvitað ekki neitt eðlilegt líf. Þetta þvert á móti viðheldur þessum endalausa kvíða og sóttkvíarkvíða sem virðist nú hrjá stóran hluta landsmanna.“ Ekki eðlilegt líf Hún segir leiðbeiningarnar bjóða upp á óvissu og furðulegar túlkanir. „Menn þurf að horfast í augu við það að nú er kominn tími til þess að óveikt fólk og einkennalaust fólk á ekki að þurfa að sæta skimunum. Mér finnst að menn þurfi að komast út úr þessu vegna þess að þessar reglur, eins og menn setja þær fram, gefa ekki fyrirheit um neitt annað en að þær verði hér næstu árin og það er auðvitað ekki eðlilegt líf eða það fyrirkomulag sem ég held að nokkur maður geti hugsað sér.“ Skiptir stærð borðsins máli? Það gangi ekki upp að svo íþyngjandi ákvörðun, að senda fólk í sóttkví, sé svo matskennd. „Það auðvitað gengur ekki upp og það er einnig líka erfitt fyrir þessa aðila, yfirvöld hvers skóla, að ætla að fara að meta það. Þetta er líka matskennt að því leyti að það kemur upp þetta mat, hvenær situr maður við borð með einhverjum öðrum? Skiptir máli hversu stórt borðið er og þar fram eftir götunum? Hversu langt viðkomandi stóð hjá einhverjum öðrum?“ „Þetta er auðvitað allt orðin einhver þvæla svo það sé nú bara sagt hreint út og ekki mönnum bjóðandi að starfa undir svona kvöðum. Þannig ég get ekki ímyndað mér að verið sé að kalla eftir valdi til þess að geta sent heilbrigt og einkennalaust fólk í sóttkví.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Birtir nýjar leiðbeiningar: Gerir ráð fyrir að færri nemendur þurfi að sæta sóttkví Sóttvarnalæknir hefur endurskoðað leiðbeiningar um sóttkví á öllum skólastigum og í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Með breytingunum má gera ráð fyrir að færri þurfi að sæta sóttkví ef smit kemur upp. 21. ágúst 2021 14:30 Mælt með að annað foreldrið fari með barni í sóttkví Fullbólusettir foreldrar barna sem lenda í sóttkví þurfa strangt til tekið ekki að fara í sóttkví með þeim. Þeir mættu þó ekki umgangast barnið eða vera í návígi við það á meðan það tekur út sóttkví sína. 21. ágúst 2021 23:16 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Sjá meira
Birtir nýjar leiðbeiningar: Gerir ráð fyrir að færri nemendur þurfi að sæta sóttkví Sóttvarnalæknir hefur endurskoðað leiðbeiningar um sóttkví á öllum skólastigum og í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Með breytingunum má gera ráð fyrir að færri þurfi að sæta sóttkví ef smit kemur upp. 21. ágúst 2021 14:30
Mælt með að annað foreldrið fari með barni í sóttkví Fullbólusettir foreldrar barna sem lenda í sóttkví þurfa strangt til tekið ekki að fara í sóttkví með þeim. Þeir mættu þó ekki umgangast barnið eða vera í návígi við það á meðan það tekur út sóttkví sína. 21. ágúst 2021 23:16