„Þetta er auðvitað allt orðin einhver þvæla“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. ágúst 2021 14:00 Sigríður Á. Andersen segir tíma til kominn að fólk fái að lifa eðlilegu lífi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir nýjar leiðbeiningar um sóttkví flóknar og of matskenndar. Hún segir tíma til kominn að hætta að skima einkennalaust og heilbrigt fólk. Nýjar leiðbeiningar um sóttkví voru birtar í gær. Markmið þeirra er að færri þurfi í sóttkví ef smit kemur upp í leikskólum, skólum, frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Nauðsyn sóttkvíar veltur á því hversu mikil samvera við smitaðan var. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir leiðbeiningarnar og segir þær flóknar og matskenndar. „Mér finnst kannski mestu máli skipta að þetta er auðvitað ekki neitt eðlilegt líf. Þetta þvert á móti viðheldur þessum endalausa kvíða og sóttkvíarkvíða sem virðist nú hrjá stóran hluta landsmanna.“ Ekki eðlilegt líf Hún segir leiðbeiningarnar bjóða upp á óvissu og furðulegar túlkanir. „Menn þurf að horfast í augu við það að nú er kominn tími til þess að óveikt fólk og einkennalaust fólk á ekki að þurfa að sæta skimunum. Mér finnst að menn þurfi að komast út úr þessu vegna þess að þessar reglur, eins og menn setja þær fram, gefa ekki fyrirheit um neitt annað en að þær verði hér næstu árin og það er auðvitað ekki eðlilegt líf eða það fyrirkomulag sem ég held að nokkur maður geti hugsað sér.“ Skiptir stærð borðsins máli? Það gangi ekki upp að svo íþyngjandi ákvörðun, að senda fólk í sóttkví, sé svo matskennd. „Það auðvitað gengur ekki upp og það er einnig líka erfitt fyrir þessa aðila, yfirvöld hvers skóla, að ætla að fara að meta það. Þetta er líka matskennt að því leyti að það kemur upp þetta mat, hvenær situr maður við borð með einhverjum öðrum? Skiptir máli hversu stórt borðið er og þar fram eftir götunum? Hversu langt viðkomandi stóð hjá einhverjum öðrum?“ „Þetta er auðvitað allt orðin einhver þvæla svo það sé nú bara sagt hreint út og ekki mönnum bjóðandi að starfa undir svona kvöðum. Þannig ég get ekki ímyndað mér að verið sé að kalla eftir valdi til þess að geta sent heilbrigt og einkennalaust fólk í sóttkví.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Birtir nýjar leiðbeiningar: Gerir ráð fyrir að færri nemendur þurfi að sæta sóttkví Sóttvarnalæknir hefur endurskoðað leiðbeiningar um sóttkví á öllum skólastigum og í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Með breytingunum má gera ráð fyrir að færri þurfi að sæta sóttkví ef smit kemur upp. 21. ágúst 2021 14:30 Mælt með að annað foreldrið fari með barni í sóttkví Fullbólusettir foreldrar barna sem lenda í sóttkví þurfa strangt til tekið ekki að fara í sóttkví með þeim. Þeir mættu þó ekki umgangast barnið eða vera í návígi við það á meðan það tekur út sóttkví sína. 21. ágúst 2021 23:16 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Nýjar leiðbeiningar um sóttkví voru birtar í gær. Markmið þeirra er að færri þurfi í sóttkví ef smit kemur upp í leikskólum, skólum, frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Nauðsyn sóttkvíar veltur á því hversu mikil samvera við smitaðan var. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir leiðbeiningarnar og segir þær flóknar og matskenndar. „Mér finnst kannski mestu máli skipta að þetta er auðvitað ekki neitt eðlilegt líf. Þetta þvert á móti viðheldur þessum endalausa kvíða og sóttkvíarkvíða sem virðist nú hrjá stóran hluta landsmanna.“ Ekki eðlilegt líf Hún segir leiðbeiningarnar bjóða upp á óvissu og furðulegar túlkanir. „Menn þurf að horfast í augu við það að nú er kominn tími til þess að óveikt fólk og einkennalaust fólk á ekki að þurfa að sæta skimunum. Mér finnst að menn þurfi að komast út úr þessu vegna þess að þessar reglur, eins og menn setja þær fram, gefa ekki fyrirheit um neitt annað en að þær verði hér næstu árin og það er auðvitað ekki eðlilegt líf eða það fyrirkomulag sem ég held að nokkur maður geti hugsað sér.“ Skiptir stærð borðsins máli? Það gangi ekki upp að svo íþyngjandi ákvörðun, að senda fólk í sóttkví, sé svo matskennd. „Það auðvitað gengur ekki upp og það er einnig líka erfitt fyrir þessa aðila, yfirvöld hvers skóla, að ætla að fara að meta það. Þetta er líka matskennt að því leyti að það kemur upp þetta mat, hvenær situr maður við borð með einhverjum öðrum? Skiptir máli hversu stórt borðið er og þar fram eftir götunum? Hversu langt viðkomandi stóð hjá einhverjum öðrum?“ „Þetta er auðvitað allt orðin einhver þvæla svo það sé nú bara sagt hreint út og ekki mönnum bjóðandi að starfa undir svona kvöðum. Þannig ég get ekki ímyndað mér að verið sé að kalla eftir valdi til þess að geta sent heilbrigt og einkennalaust fólk í sóttkví.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Birtir nýjar leiðbeiningar: Gerir ráð fyrir að færri nemendur þurfi að sæta sóttkví Sóttvarnalæknir hefur endurskoðað leiðbeiningar um sóttkví á öllum skólastigum og í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Með breytingunum má gera ráð fyrir að færri þurfi að sæta sóttkví ef smit kemur upp. 21. ágúst 2021 14:30 Mælt með að annað foreldrið fari með barni í sóttkví Fullbólusettir foreldrar barna sem lenda í sóttkví þurfa strangt til tekið ekki að fara í sóttkví með þeim. Þeir mættu þó ekki umgangast barnið eða vera í návígi við það á meðan það tekur út sóttkví sína. 21. ágúst 2021 23:16 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Birtir nýjar leiðbeiningar: Gerir ráð fyrir að færri nemendur þurfi að sæta sóttkví Sóttvarnalæknir hefur endurskoðað leiðbeiningar um sóttkví á öllum skólastigum og í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Með breytingunum má gera ráð fyrir að færri þurfi að sæta sóttkví ef smit kemur upp. 21. ágúst 2021 14:30
Mælt með að annað foreldrið fari með barni í sóttkví Fullbólusettir foreldrar barna sem lenda í sóttkví þurfa strangt til tekið ekki að fara í sóttkví með þeim. Þeir mættu þó ekki umgangast barnið eða vera í návígi við það á meðan það tekur út sóttkví sína. 21. ágúst 2021 23:16