Eðlilegt líf – Já takk Vilhjálmur Árnason skrifar 22. ágúst 2021 15:00 Í þessari grein ætla ég að svara kalli Þórólfs og Víðis um að fá fleiri sjónarmið fram um hvernig við tökumst á við COVID. Við getum öll verið á svo margan hátt stolt af þeim árangri sem við höfum náð í þeirri áskorun sem heimsfaraldurinn hefur verið. Þar hefur eðlilega verið horft helst til þess hvernig verja eigi líf og heilsu fólks og tryggja að heilbrigðiskerfið standi undir áhlaupinu. Þetta hefur verið gert með því að fylgja ráðleggingum sérfræðinga. Hinn stóri þátturinn sem hefur verið lögð áhersla á er að verja efnahagslífið. Verja fyrirtækin til að heimilin geti haft tekjur og um leið að ríkiskassinn geti stutt við grunnstoðir samfélagsins. Fjölmargir hafa þurft að hlaupa hraðar og færa miklar fórnir á meðan aðrir hafa þurft að berjast við að endurheimta heilsuna eftir smit, áfall eða álag. Nú þegar yfirgæfandi meirihluti þjóðarinnar er bólusettur, fólk þaulvant í persónulegum sóttvörnum og með þekkingu um veiruna er nauðsynlegt að kalla fleiri sérfræðinga að borðinu. Þar verður að horfa til þeirra afleiðinga sem bæði COVID-sjúkdómurinn og COVID-ráðstafanir hafa. Margir hræðast frelsisskerðingar eins og sóttkví sem setur allt í uppnám meira en að smitast. Óvissa og ófyrirsjáanleiki skapar kvíða, dregur úr endurreisn samfélagsins og trausti á aðgerðir. Ef samfélagið kemst ekki af stað, munum við ekki getað staðið undir því velferðarsamfélagi sem við þurfum til að tryggja heilsu þjóðarinnar og vinna úr þeim afleiðingum sem faraldurinn skilur eftir sig. Það getur verið heilsubrestur sem er ekki jafn sýnilegur og veiran, en mun skæðari. Það gleður mig því að heyra að minnisblað sóttvarnalæknis sé bara eitt gagn af mörgum sem ríkisstjórnin ætlar að horfa til við næstu skref. Það er nauðsynlegt að kalla sóttvarnarráð til, fleiri sérfræðinga innan úr heilbrigðiskerfinu og velferðarsamfélaginu ásamt því að efnahagslegt mat verður gert í samráði við atvinnulífið. Við verðum að koma á eðlilegu lífi á strax, þar sem fólk fær frelsið sem það þráir og hver ber ábyrgð á sér sjálfum. Eðlilegt líf hér eftir mun innihalda COVID og því einfaldlega ekki hægt að bíða eftir að COVID lognist út af. Það er ekki hægt að láta árangur annarra þjóða stýra okkur eða láta óbólusetta skerða frelsi bólusettra. Það hlýtur að vera minni tilkostnaður að efla heilbrigðiskerfið til að takast á við álagið sem fylgir hinum nýja sjúkdómi og heimurinn mun takast á við í framtíðinni. Skimunargeta og þekking á sóttvörnum er orðin mikil og við verðum því að bera sjálf ábyrgð á því að umgangast ekki aðra séum við smituð. Svona eins og við gerum þegar við erum veik vegna annarra veirusýkinga. Eðlilegt líf þar sem ég ber ábyrgð á sjálfum mér og hef mitt frelsi er leiðin áfram. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Í þessari grein ætla ég að svara kalli Þórólfs og Víðis um að fá fleiri sjónarmið fram um hvernig við tökumst á við COVID. Við getum öll verið á svo margan hátt stolt af þeim árangri sem við höfum náð í þeirri áskorun sem heimsfaraldurinn hefur verið. Þar hefur eðlilega verið horft helst til þess hvernig verja eigi líf og heilsu fólks og tryggja að heilbrigðiskerfið standi undir áhlaupinu. Þetta hefur verið gert með því að fylgja ráðleggingum sérfræðinga. Hinn stóri þátturinn sem hefur verið lögð áhersla á er að verja efnahagslífið. Verja fyrirtækin til að heimilin geti haft tekjur og um leið að ríkiskassinn geti stutt við grunnstoðir samfélagsins. Fjölmargir hafa þurft að hlaupa hraðar og færa miklar fórnir á meðan aðrir hafa þurft að berjast við að endurheimta heilsuna eftir smit, áfall eða álag. Nú þegar yfirgæfandi meirihluti þjóðarinnar er bólusettur, fólk þaulvant í persónulegum sóttvörnum og með þekkingu um veiruna er nauðsynlegt að kalla fleiri sérfræðinga að borðinu. Þar verður að horfa til þeirra afleiðinga sem bæði COVID-sjúkdómurinn og COVID-ráðstafanir hafa. Margir hræðast frelsisskerðingar eins og sóttkví sem setur allt í uppnám meira en að smitast. Óvissa og ófyrirsjáanleiki skapar kvíða, dregur úr endurreisn samfélagsins og trausti á aðgerðir. Ef samfélagið kemst ekki af stað, munum við ekki getað staðið undir því velferðarsamfélagi sem við þurfum til að tryggja heilsu þjóðarinnar og vinna úr þeim afleiðingum sem faraldurinn skilur eftir sig. Það getur verið heilsubrestur sem er ekki jafn sýnilegur og veiran, en mun skæðari. Það gleður mig því að heyra að minnisblað sóttvarnalæknis sé bara eitt gagn af mörgum sem ríkisstjórnin ætlar að horfa til við næstu skref. Það er nauðsynlegt að kalla sóttvarnarráð til, fleiri sérfræðinga innan úr heilbrigðiskerfinu og velferðarsamfélaginu ásamt því að efnahagslegt mat verður gert í samráði við atvinnulífið. Við verðum að koma á eðlilegu lífi á strax, þar sem fólk fær frelsið sem það þráir og hver ber ábyrgð á sér sjálfum. Eðlilegt líf hér eftir mun innihalda COVID og því einfaldlega ekki hægt að bíða eftir að COVID lognist út af. Það er ekki hægt að láta árangur annarra þjóða stýra okkur eða láta óbólusetta skerða frelsi bólusettra. Það hlýtur að vera minni tilkostnaður að efla heilbrigðiskerfið til að takast á við álagið sem fylgir hinum nýja sjúkdómi og heimurinn mun takast á við í framtíðinni. Skimunargeta og þekking á sóttvörnum er orðin mikil og við verðum því að bera sjálf ábyrgð á því að umgangast ekki aðra séum við smituð. Svona eins og við gerum þegar við erum veik vegna annarra veirusýkinga. Eðlilegt líf þar sem ég ber ábyrgð á sjálfum mér og hef mitt frelsi er leiðin áfram. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun