Fær loksins að heita Kona Eiður Þór Árnason skrifar 22. ágúst 2021 15:00 Elín Kona Eddudóttir er sátt við að loks sé samræmi milli skráningar hennar í símaskránni og skrám hins opinbera. Málið var tekið upp aftur eftir að umboðsmaður Alþingis sagði mannanafnanefnd að endurskoða ákvörðun sína. Samsett Mannanafnanefnd samþykkti nýverið kvenkynseiginnafnið Kona og hefur það verið fært á mannanafnaskrá. Áður hafði nafninu verið hafnað með þeim rökum að það bryti í bága við íslenskt málkerfi en farið var fram á endurupptöku. Í maí komst umboðsmaður Alþingis að þeirri niðurstöðu að mannanafnanefnd hafi ekki farið að lögum þegar Elínu Eddudóttur var ekki leyft að taka upp millinafnið Kona. RÚV greindi fyrst frá málinu en Elín sótti fyrst um nafnabreytinguna hjá Þjóðskrá árið 2019. Hún segir í samtali við Vísi að þessi niðurstaða hafi mikla þýðingu fyrir sig. Loks geti hún sett endapunktinn aftan við tveggja ára baráttu fyrir því að fá að velja eigið nafn. Vildi líka heita Kona Tólf dagar eru frá því að Þjóðskrá tilkynnti Elínu að beiðni hennar um nafnabreytingu hafi verið samþykkt. Hún segir að fyrstu viðbrögð sín hafi verið að hafa samband við Kristbjörgu Konu Kristjánsdóttur, sem átti í sömu glímu við mannanafnanefnd nokkrum árum fyrr. „Ég hef oft verið að velta því fyrir mér að taka upp millinafn og svo heyri ég af henni Kristbjörgu sem hefur sótt um þetta tvisvar og fengið neitun, meðal annars á þeim forsendum á það sé niðrandi að heita kona,“ segir Elín og vísar til viðtals sem birtist á Vísi árið 2014. Fimm árum síðar lenti Elín þó á sama vegg og Kristbjörg gerði á sínum tíma. „Mér fannst þetta ótrúlega flott nafn, mig langaði að bera þetta og ég vildi fara með Kristbjörgu í þessa baráttu. Ég sótti um þetta og fékk neitun en þau þorðu nú ekki að segja við mig að þetta væri niðrandi eftir fjölmiðlaumfjöllunina.“ „Að mannanafnanefnd skuli voga sér að segja að það sé niðrandi að heita kona, ég skil ekki alveg af hverju það ætti að vera niðrandi. Þú mátt heita Karl, Drengur og Sveinn en svo fæ ég neitun á þeirri forsendu að Kona vísi í ákveðið kyn á ákveðnum aldri og þess vegna megi það ekki,“ bætir Elín við. „Núna er það þannig að það þarf ekki lengur að miða við kyn þannig að í raun og veru gæti ég strax fengið að heita Karl án þess að það færi fyrir mannanafnanefnd.“ Ætti að vera fullur réttur fólks að heita Sófasett Elín kvartaði undan niðurstöðu nefndarinnar til umboðsmanns Alþingis sem taldi að mannanafnanefnd hafi ekki starfað í samræmi við lög líkt og áður segir. Var henni gert að taka málið upp aftur ef þess væri óskað. Elín furðar sig á því hvað það málið var langan tíma að velkjast um í kerfinu og er afdráttarlaus þegar hún ræðir skoðanir sínar á mannanafnanefnd. Slagurinn hafi gert hana enn staðfastari í því að fyrirbærið eigi að heyra sögunni til. „Þetta er bara eins bjánalegt og það getur verið svo mér líður bara helvíti vel með þessa niðurstöðu. Ég vil bara að þessi mannanafnanefnd verði lögð niður og finnst eðlilegt að fólk megi heita það sem það vill, ég meina Sófasett þess vegna.“ Hátt í 200 konur breyttu nafninu sínu í símaskránni Þegar hún var búin að láta Kristbjörgu vita af langþráðum sigri setti Elín inn tilkynningu á Facebook-hópinn Ég heiti Kona. Eins og nafnið ber með sér má þar finna samansafn fólks sem hefur stutt dyggilega við bakið á Elínu og Kristbjörgu á síðustu árum. „Það var einhver kona sem stofnaði þennan hóp og bauð okkur Kristbjörgu að vera heiðurskonur. Þær ákváðu svo bara upp á sitt einsdæmi að styðja við okkar baráttu með því að taka upp millinafnið Kona í símaskránni. Þetta var alveg magnað.“ Elín segir að 196 meðlimir séu nú í hópnum sem hafi fengið að fylgjast náið með öllum vendingum í málinu. Það ætti því ekki að koma á óvart að það hafi verið glatt á hjalla þegar fregnirnar bárust fyrir tíu dögum. Þökkuðu sumar konur fyrir að geta loks tekið út millinafnið eftir allan þennan tíma og heitið sínu raunverulega nafni. Telur þú að þessi slagur ykkar komi til með að breyta einhverju? „Mér finnst allavega vissu nafnajafnrétti vera náð.“ Um sé að ræða lítið skref í jafnréttisbaráttunni en þegar litlu sigrarnir komi saman skili það sér í auknu jafnrétti. „Ég veit allavega að ein af dætrum mínum er að spá í að breyta nafninu sínu í Konudóttir,“ segir Elín Kona Eddudóttir, skáld, ferðamálafræðingur, og kona; sátt við að loks sé samræmi milli skráningar hennar í símaskránni og skrám hins opinbera. Mannanöfn Tengdar fréttir Sterkar, flottar, sjálfstæðar konur Heita má Karl en ekki Kona. Það hefur Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir reynt í tvígang með umsóknum til mannanafnanefndar sem neitaði henni um millinafnið Kona. 20. febrúar 2014 10:00 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Í maí komst umboðsmaður Alþingis að þeirri niðurstöðu að mannanafnanefnd hafi ekki farið að lögum þegar Elínu Eddudóttur var ekki leyft að taka upp millinafnið Kona. RÚV greindi fyrst frá málinu en Elín sótti fyrst um nafnabreytinguna hjá Þjóðskrá árið 2019. Hún segir í samtali við Vísi að þessi niðurstaða hafi mikla þýðingu fyrir sig. Loks geti hún sett endapunktinn aftan við tveggja ára baráttu fyrir því að fá að velja eigið nafn. Vildi líka heita Kona Tólf dagar eru frá því að Þjóðskrá tilkynnti Elínu að beiðni hennar um nafnabreytingu hafi verið samþykkt. Hún segir að fyrstu viðbrögð sín hafi verið að hafa samband við Kristbjörgu Konu Kristjánsdóttur, sem átti í sömu glímu við mannanafnanefnd nokkrum árum fyrr. „Ég hef oft verið að velta því fyrir mér að taka upp millinafn og svo heyri ég af henni Kristbjörgu sem hefur sótt um þetta tvisvar og fengið neitun, meðal annars á þeim forsendum á það sé niðrandi að heita kona,“ segir Elín og vísar til viðtals sem birtist á Vísi árið 2014. Fimm árum síðar lenti Elín þó á sama vegg og Kristbjörg gerði á sínum tíma. „Mér fannst þetta ótrúlega flott nafn, mig langaði að bera þetta og ég vildi fara með Kristbjörgu í þessa baráttu. Ég sótti um þetta og fékk neitun en þau þorðu nú ekki að segja við mig að þetta væri niðrandi eftir fjölmiðlaumfjöllunina.“ „Að mannanafnanefnd skuli voga sér að segja að það sé niðrandi að heita kona, ég skil ekki alveg af hverju það ætti að vera niðrandi. Þú mátt heita Karl, Drengur og Sveinn en svo fæ ég neitun á þeirri forsendu að Kona vísi í ákveðið kyn á ákveðnum aldri og þess vegna megi það ekki,“ bætir Elín við. „Núna er það þannig að það þarf ekki lengur að miða við kyn þannig að í raun og veru gæti ég strax fengið að heita Karl án þess að það færi fyrir mannanafnanefnd.“ Ætti að vera fullur réttur fólks að heita Sófasett Elín kvartaði undan niðurstöðu nefndarinnar til umboðsmanns Alþingis sem taldi að mannanafnanefnd hafi ekki starfað í samræmi við lög líkt og áður segir. Var henni gert að taka málið upp aftur ef þess væri óskað. Elín furðar sig á því hvað það málið var langan tíma að velkjast um í kerfinu og er afdráttarlaus þegar hún ræðir skoðanir sínar á mannanafnanefnd. Slagurinn hafi gert hana enn staðfastari í því að fyrirbærið eigi að heyra sögunni til. „Þetta er bara eins bjánalegt og það getur verið svo mér líður bara helvíti vel með þessa niðurstöðu. Ég vil bara að þessi mannanafnanefnd verði lögð niður og finnst eðlilegt að fólk megi heita það sem það vill, ég meina Sófasett þess vegna.“ Hátt í 200 konur breyttu nafninu sínu í símaskránni Þegar hún var búin að láta Kristbjörgu vita af langþráðum sigri setti Elín inn tilkynningu á Facebook-hópinn Ég heiti Kona. Eins og nafnið ber með sér má þar finna samansafn fólks sem hefur stutt dyggilega við bakið á Elínu og Kristbjörgu á síðustu árum. „Það var einhver kona sem stofnaði þennan hóp og bauð okkur Kristbjörgu að vera heiðurskonur. Þær ákváðu svo bara upp á sitt einsdæmi að styðja við okkar baráttu með því að taka upp millinafnið Kona í símaskránni. Þetta var alveg magnað.“ Elín segir að 196 meðlimir séu nú í hópnum sem hafi fengið að fylgjast náið með öllum vendingum í málinu. Það ætti því ekki að koma á óvart að það hafi verið glatt á hjalla þegar fregnirnar bárust fyrir tíu dögum. Þökkuðu sumar konur fyrir að geta loks tekið út millinafnið eftir allan þennan tíma og heitið sínu raunverulega nafni. Telur þú að þessi slagur ykkar komi til með að breyta einhverju? „Mér finnst allavega vissu nafnajafnrétti vera náð.“ Um sé að ræða lítið skref í jafnréttisbaráttunni en þegar litlu sigrarnir komi saman skili það sér í auknu jafnrétti. „Ég veit allavega að ein af dætrum mínum er að spá í að breyta nafninu sínu í Konudóttir,“ segir Elín Kona Eddudóttir, skáld, ferðamálafræðingur, og kona; sátt við að loks sé samræmi milli skráningar hennar í símaskránni og skrám hins opinbera.
Mannanöfn Tengdar fréttir Sterkar, flottar, sjálfstæðar konur Heita má Karl en ekki Kona. Það hefur Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir reynt í tvígang með umsóknum til mannanafnanefndar sem neitaði henni um millinafnið Kona. 20. febrúar 2014 10:00 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Sterkar, flottar, sjálfstæðar konur Heita má Karl en ekki Kona. Það hefur Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir reynt í tvígang með umsóknum til mannanafnanefndar sem neitaði henni um millinafnið Kona. 20. febrúar 2014 10:00