Dagurinn byrjar ekki fyrr en klukkan 17:50, n þá eru hvorki meira né minna en þrír leikir í Pepsi Max deildunum á dagskrá. Tveir leikir verða sýndir á stod2.is, en það eru viðureignir Leiknis og HK í Pepsi Max deild karla annars vegar, og Þróttar og Þórs/KA í Pepsi Max deild kvenna heinsvegar.
Á sama tíma á Stöð 2 Sport 4 er bein útsending frá Selfossi þar sem að heimakonur taka á móti ÍBV í suðurlandsslag Pepsi Max deildar kvenna.
Klukkan 18:50 er á dagskrá Stöðvar 2 Sport stutt upphitun fyrir leik Stjörnunnar og Fylkis í Pepsi Max deild karla, en tíu mínútum síðar verður skipt beint niður á völl. Að leik loknum verða leikirnir gerðir upp í Pepsi Max Stúkunni.
Klukkan 20:00 er GameTíví á dagsrá á Stöð 2 eSport þar sem að tölvuelikjaáhugamenn landsins geta fylgst með strákunum spila hina ýmsu leiki.
Sinasta útsending dagsins er á slaginu miðnætti þegar að New Orleans Saints mæta Jacksonville Jaguars í NFL deildinni í amerískum fótbolta á Stöð 2 Sport 2.
Upplýsingar um allar beinar útsndingar næstu daga má finna hér.