Minnst 22 látnir eftir flóð í Tennessee Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. ágúst 2021 22:12 Hús sem skemmdist í flóðunum. Það stendur skammt frá læk nokkrum sem breyttist í stórfljót í rigningunum. ap/Mark Humphrey Minnst 22 hafa látist í flóðum eftir fordæmalausar rigningar í Humphrey-sýslu í miðju Tennessee-fylki í Bandaríkjunum. Margra er enn saknað en flóðin fóru víða yfir vegi og felldu síma- og fjarskiptamöstur í gær. Í mörgum tilfellum hefur fólk því ekki náð sambandi við ástvini sína til að athuga hvort sé í lagi með þá. Lögregla á svæðinu segir að flestir þeirra sem enn er saknað hafi búið á svæðum þar sem vatn í ám óx hve hraðast í rigningunum. Hrifsaði ungabörn úr fangi föður síns Á meðal þeirra látnu eru tvö ungabörn, tvíburar sem flóðið hrifsaði úr fangi föður þeirra, að því er segir í frétt AP. Trukkur og bíll sem enduðu í lækjarfarvegi í flóðunum.ap/Mark Humphrey Flóðin skildu eftir sig gríðarmikið rusl og brak eftir ónýt hús og bíla víða um sveitir og bæi. Björgunarsveitir ganga nú hús úr húsi til að athuga með fólk og reyna að finna þá sem enn er saknað. Aldrei mælst meiri rigning í fylkinu Um 43 sentímetra rigning mældist í sýslunni síðasta sólarhring, sem er það mesta sem mælst hefur í Tennessee frá upphafi mælinga, átta sentímetrum meira en þann sólarhring sem áður var rigningamestur. Sá dagur var fyrir 39 árum síðan. Úrhellið gerði það fljótlega að verkum að lækir, sem renna víða við hús og í gegn um einhverja bæi í sýslunni, breyttust í straumhörð fljót. Vegur fór í sundur við borgina McEwen í Tennessee.ap/Mark Humphrey Veðurfræðingar sáu svo mikla rigningu ekki fyrir en flóðaviðvörun hafði verið send út þar sem varað var við 10 til 15 sentímetra rigningu. Í versta stormi sem hafði áður mælst á einmitt þessu svæði í miðju Tennessee-fylki hafði ekki mælst nema 23 sentímetra rigning. Rigningin í gær var næstum tvisvar sinnum meiri. Veðurfræðingur á svæðinu sem fréttastofa AP ræddi við segir ómögulegt að komast að því hver þáttur loftslagsbreytinga af mannavöldum er í svo ofsafengnum stormi. Þetta sé þó í þriðja skiptið á einu ári þar sem stórflóð verður í fylkinu sem hún segir að eðlilegt væri að gera ráð fyrir á um hundrað ára fresti. Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Lögregla á svæðinu segir að flestir þeirra sem enn er saknað hafi búið á svæðum þar sem vatn í ám óx hve hraðast í rigningunum. Hrifsaði ungabörn úr fangi föður síns Á meðal þeirra látnu eru tvö ungabörn, tvíburar sem flóðið hrifsaði úr fangi föður þeirra, að því er segir í frétt AP. Trukkur og bíll sem enduðu í lækjarfarvegi í flóðunum.ap/Mark Humphrey Flóðin skildu eftir sig gríðarmikið rusl og brak eftir ónýt hús og bíla víða um sveitir og bæi. Björgunarsveitir ganga nú hús úr húsi til að athuga með fólk og reyna að finna þá sem enn er saknað. Aldrei mælst meiri rigning í fylkinu Um 43 sentímetra rigning mældist í sýslunni síðasta sólarhring, sem er það mesta sem mælst hefur í Tennessee frá upphafi mælinga, átta sentímetrum meira en þann sólarhring sem áður var rigningamestur. Sá dagur var fyrir 39 árum síðan. Úrhellið gerði það fljótlega að verkum að lækir, sem renna víða við hús og í gegn um einhverja bæi í sýslunni, breyttust í straumhörð fljót. Vegur fór í sundur við borgina McEwen í Tennessee.ap/Mark Humphrey Veðurfræðingar sáu svo mikla rigningu ekki fyrir en flóðaviðvörun hafði verið send út þar sem varað var við 10 til 15 sentímetra rigningu. Í versta stormi sem hafði áður mælst á einmitt þessu svæði í miðju Tennessee-fylki hafði ekki mælst nema 23 sentímetra rigning. Rigningin í gær var næstum tvisvar sinnum meiri. Veðurfræðingur á svæðinu sem fréttastofa AP ræddi við segir ómögulegt að komast að því hver þáttur loftslagsbreytinga af mannavöldum er í svo ofsafengnum stormi. Þetta sé þó í þriðja skiptið á einu ári þar sem stórflóð verður í fylkinu sem hún segir að eðlilegt væri að gera ráð fyrir á um hundrað ára fresti.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira