Starfsmaður Landakots greindist með kórónuveiruna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. ágúst 2021 13:08 Frá Landakoti. Vísir/Vilhelm Starfsmaður á öldrunarlækningadeild K1 á Landakoti hefur greinst smitaður af Covid-19. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá forsvarsmönnum Landspítala. Starfsmaðurinn var við störf í síðustu viku en í kjölfar þess að hann greindist smitaður á laugardaginn hófst umfangsmikil smitrakning og sýnataka í samræmi við verklag spítalans. Allir sjúklingar K1-deildarinnar skiluðu neikvæðu sýni um helgina, en niðurstöður sýna sem tekin voru í dag liggja ekki fyrir. Starfsmaðurinn sinnti fimm sjúklingum sem allir voru sendir í sóttkví fram á fimmtudag, að því gefnu að þeir skili neikvæðu sýni. Þá var einn sjúklingur sem var heima í helgarleyfi einnig settur í sóttkví. Þá hafa allir starfsmenn deildarinnar skilað inn sýni um helgina og í dag, og þau hafa öll reynst neikvæð. Hluti starfsmannahópsins er í vinnusóttkví og verður skimaður tvisvar meðan á henni stendur. Deildin er nú lokuð fyrir innlagnir og sjúklingar verða ekki fluttir á aðrar stofnanir fyrr en allri sóttkví hefur verið aflétt. Fimmtán andlát rakin til hópsýkingar á síðasta ári Á síðasta ári greindust 57 starfsmenn og 42 sjúklingar á Landakoti með veiruna á tímabilinu 22. nóvember til 9. október. Þrettán sjúklingar létust vegna hópsýkingarinnar á Landakoti, og tveir á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka, en smitið hafði dreifst þangað frá Landakoti vegna flutninga á sjúklingum. Í skýrslu Landlæknis um hópsýkinguna á Landakoti á síðasta ári kemur fram að ófullkomin hólfaskipting hafi valdið því að afleiðingar sýkingarinnar urðu jafn alvarlegar og raunin varð. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Reykjavík Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Starfsmaðurinn var við störf í síðustu viku en í kjölfar þess að hann greindist smitaður á laugardaginn hófst umfangsmikil smitrakning og sýnataka í samræmi við verklag spítalans. Allir sjúklingar K1-deildarinnar skiluðu neikvæðu sýni um helgina, en niðurstöður sýna sem tekin voru í dag liggja ekki fyrir. Starfsmaðurinn sinnti fimm sjúklingum sem allir voru sendir í sóttkví fram á fimmtudag, að því gefnu að þeir skili neikvæðu sýni. Þá var einn sjúklingur sem var heima í helgarleyfi einnig settur í sóttkví. Þá hafa allir starfsmenn deildarinnar skilað inn sýni um helgina og í dag, og þau hafa öll reynst neikvæð. Hluti starfsmannahópsins er í vinnusóttkví og verður skimaður tvisvar meðan á henni stendur. Deildin er nú lokuð fyrir innlagnir og sjúklingar verða ekki fluttir á aðrar stofnanir fyrr en allri sóttkví hefur verið aflétt. Fimmtán andlát rakin til hópsýkingar á síðasta ári Á síðasta ári greindust 57 starfsmenn og 42 sjúklingar á Landakoti með veiruna á tímabilinu 22. nóvember til 9. október. Þrettán sjúklingar létust vegna hópsýkingarinnar á Landakoti, og tveir á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka, en smitið hafði dreifst þangað frá Landakoti vegna flutninga á sjúklingum. Í skýrslu Landlæknis um hópsýkinguna á Landakoti á síðasta ári kemur fram að ófullkomin hólfaskipting hafi valdið því að afleiðingar sýkingarinnar urðu jafn alvarlegar og raunin varð.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Reykjavík Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira