Travers var einn þeirra sem stofnuðu sveitina árið 1978 ásamt öðrum tónlistarmönnum frá ensku borginni Birmingham.
Sveitin hefur frá stofnun selt rúmlega 100 milljónir platna, en nafn sveitarinnar var vísun í einkennisstafi eyðublaðs fyrir fólk sem var að sækja um atvinnuleysisbætur í borginni á þeim tíma.
Meðal vinsælla laga sveitarinnar má nefna Red Red Wine og Falling In Love With You.
Travers lætur eftir sig eiginkonuna Lesley, dótturina Lisu og soninn Jamie.