Birkir: Við erum bara í bullandi fallbaráttu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. ágúst 2021 20:35 Birkir Hlynsson, aðstoðaþjálfari ÍBV, stýrði liðinu í fjarveru Ian Jeffs. Vísir/Elín Björg Birkir Hlynsson, aðstoðarþjálfari ÍBV, stýrði liðinu gegn Selfyssingum í kvöld. Hann var ósáttur með leik liðsins í en ÍBV tapaði 6-2. Hann segir liðið vera í bullandi fallbaráttu. „Mér fannst þetta ekki skemmtilegt, ég skal alveg viðurkenna það,“ sagði Birkir að leikslokum. „Það er nú bara þannig í fótbolta að ef að þú mætir ekki til leiks þá ganga andstæðingarnir bara yfir þig og það var bara raunin í dag.“ „Bara vel gert Selfoss, þær gengu á lagið. Það var orðið 3-0 eftir fyrri hálfleik, við fengum mark á okkur úr föstu leikatriði eftir tíu mínútur en við lögðum upp með að verja markið okkar sérstaklega í föstum leikatriðum því við vissum að þær væru sterkar þar. Við gerðum það hisvegar ekki og því fór sem fór.“ Eyjakonur mættu þó mun frískari í seinni hálfleikinn og náðu að koma inn tveimur mörkum. Birkir segir að með smá heppni hefði leikurinn getað orðið meira spennandi. „Ég spurði stelpurnar í hálfleik hvort að þeim langaði ekki bara að mæta í seinni hálfleikinn og gera þetta bara fyrir ÍBV og sjálfa sig. Þær sýndu það klárlega í seinni að þær geta þetta.“ „Við vorum bara helvíti beittar og komum okkur inn í leikinn í stöðunni 4-2 og með smá heppni hefði þetta getað orðið 4-3 og jafnvel 4-4. En eins og ég segi þá auðvitað breyttum við skipulagi og fórum og pressuðum og opnuðum okkur kannski bara sjálfar aðeins. Við færðum eina úr vörninni og reyndum að skora en þá erum við brothættar til baka.“ ÍBV er fjórum stigum frá fallsæti þegar stutt er eftir af mótinu og Birkir segir að liðið þurfi að sækja sigra í seinustu leikjunum til að halda sér í deild þeirra bestu. „Við erum bara í bullandi fallbaráttu. Það er ekkert flóknara en það. Við þurfum bara að hafa okkur allar við og fara að ná okkur í stig. Við tökum bara einn leik í einu og ég held að við þurfum allavega einn eða tvo sigra í viðbót og ég væri til í að fá einn bara í næsta leik,“ sagði Birkir að lokum. Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - ÍBV 6-2 | Stórsigur Selfoss í Suðurlandsslagnum Selfoss vann öruggan 6-2 sigur á ÍBV í slagnum um Suðurlandið á Selfossi í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Selfoss heldur í við Þrótt í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar með sigrinum. 23. ágúst 2021 20:15 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira
„Mér fannst þetta ekki skemmtilegt, ég skal alveg viðurkenna það,“ sagði Birkir að leikslokum. „Það er nú bara þannig í fótbolta að ef að þú mætir ekki til leiks þá ganga andstæðingarnir bara yfir þig og það var bara raunin í dag.“ „Bara vel gert Selfoss, þær gengu á lagið. Það var orðið 3-0 eftir fyrri hálfleik, við fengum mark á okkur úr föstu leikatriði eftir tíu mínútur en við lögðum upp með að verja markið okkar sérstaklega í föstum leikatriðum því við vissum að þær væru sterkar þar. Við gerðum það hisvegar ekki og því fór sem fór.“ Eyjakonur mættu þó mun frískari í seinni hálfleikinn og náðu að koma inn tveimur mörkum. Birkir segir að með smá heppni hefði leikurinn getað orðið meira spennandi. „Ég spurði stelpurnar í hálfleik hvort að þeim langaði ekki bara að mæta í seinni hálfleikinn og gera þetta bara fyrir ÍBV og sjálfa sig. Þær sýndu það klárlega í seinni að þær geta þetta.“ „Við vorum bara helvíti beittar og komum okkur inn í leikinn í stöðunni 4-2 og með smá heppni hefði þetta getað orðið 4-3 og jafnvel 4-4. En eins og ég segi þá auðvitað breyttum við skipulagi og fórum og pressuðum og opnuðum okkur kannski bara sjálfar aðeins. Við færðum eina úr vörninni og reyndum að skora en þá erum við brothættar til baka.“ ÍBV er fjórum stigum frá fallsæti þegar stutt er eftir af mótinu og Birkir segir að liðið þurfi að sækja sigra í seinustu leikjunum til að halda sér í deild þeirra bestu. „Við erum bara í bullandi fallbaráttu. Það er ekkert flóknara en það. Við þurfum bara að hafa okkur allar við og fara að ná okkur í stig. Við tökum bara einn leik í einu og ég held að við þurfum allavega einn eða tvo sigra í viðbót og ég væri til í að fá einn bara í næsta leik,“ sagði Birkir að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - ÍBV 6-2 | Stórsigur Selfoss í Suðurlandsslagnum Selfoss vann öruggan 6-2 sigur á ÍBV í slagnum um Suðurlandið á Selfossi í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Selfoss heldur í við Þrótt í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar með sigrinum. 23. ágúst 2021 20:15 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - ÍBV 6-2 | Stórsigur Selfoss í Suðurlandsslagnum Selfoss vann öruggan 6-2 sigur á ÍBV í slagnum um Suðurlandið á Selfossi í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Selfoss heldur í við Þrótt í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar með sigrinum. 23. ágúst 2021 20:15