Aþena án heimavallar og segir „óvild“ Stjörnumanna um að kenna Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2021 11:30 Bergþóra Holton, sem hefur þjálfað fyrir Aþenu, verður í leikmannahópi liðsins í vetur. vísir/vilhelm Kvennalið Aþenu er án heimavallar nú þegar rúmur mánuður er í að liðið leiki í fyrsta sinn á Íslandsmótinu í körfubolta. Félagið sakar körfuknattleiksdeild Stjörnunnar um að hafa komið í veg fyrir að Aþena spilaði heimaleiki sína á Álftanesi. Körfuknattleiksfélagið Aþena, sem leikur undir hatti Ungmennafélags Kjalnesinga, teflir í vetur í fyrsta sinn fram meistaraflokksliði, sem spila mun í 1. deild kvenna. Liðið vantar hins vegar enn heimavöll og virðist alls staðar koma að læstum dyrum. Þetta kemur fram í pistli á heimasíðu Aþenu, félags sem varð til árið 2019 eftir að Brynjar Karl Sigurðsson og stelpur sem hann hafði þjálfað hættu hjá ÍR. Sumar stelpnanna þjálfaði Brynjar Karl áður hjá Stjörnunni en um þau var fjallað í heimildamyndinni Hækkum rána. Á heimasíðu Aþenu segir að yngri flokka lið félagsins hafi vissulega getað æft og spilað á Kjalarnesi síðustu tvö ár en að íþróttamiðstöðin í Klébergi uppfylli ekki kröfurnar í meistaraflokki. Stærri völl þurfi og aðstöðu fyrir áhorfendur. Aþena á aðild að Íþróttabandalagi Reykjavíkur og því var brugðið á það ráð að biðja ÍBR að útvega aðstöðu fyrir þá 11 heimaleiki sem Aþena þarf að spila í vetur. Ekki fannst laust hús í Reykjavík en ÍBR gat leigt tíma í íþróttamiðstöð Álftaness og gerði það. Samkvæmt heimasíðu Aþenu staðfesti íþróttafulltrúi Garðabæjar það 16. júní og Aþena tilkynnti um leið heimavöll sinn til KKÍ. Ekki liggur fyrir nákvæm skýring á óvild körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar og Garðabæjar í garð Aþenu Miðað við skrifin á heimasíðu Aþenu voru það stjórnarmenn körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar sem komu í veg fyrir að Aþena fengi að spila á Álftanesi. Þar segir: „Daginn eftir að frétt birtist á mbl.is þann 5. júlí, um að Aþena sendi meistaraflokkslið til keppni á Íslandsmóti, fær forsvarsfólk Aþenu tilkynningu þar sem leiga á keppnisaðstöðu í Íþróttamiðstöð Álftaness er dregin til baka. ÍBR gefur Aþenu þær skýringar að stjórnarmenn körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar hafi sett sig á móti leigu ÍBR á tímum í Íþróttamiðstöð Álftaness og farið þess á leit við bæjarskrifstofu að afturkalla aðstöðuveitingu til handa Aþenu. Ekki liggur fyrir nákvæm skýring á óvild körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar og Garðabæjar í garð Aþenu.“ Aþena heldur því leit sinni áfram að heimavelli, innan sem utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrsti leikur liðsins í 1. deildinni er heimaleikur laugardaginn 2. október. Körfubolti Stjarnan Garðabær Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Körfuknattleiksfélagið Aþena, sem leikur undir hatti Ungmennafélags Kjalnesinga, teflir í vetur í fyrsta sinn fram meistaraflokksliði, sem spila mun í 1. deild kvenna. Liðið vantar hins vegar enn heimavöll og virðist alls staðar koma að læstum dyrum. Þetta kemur fram í pistli á heimasíðu Aþenu, félags sem varð til árið 2019 eftir að Brynjar Karl Sigurðsson og stelpur sem hann hafði þjálfað hættu hjá ÍR. Sumar stelpnanna þjálfaði Brynjar Karl áður hjá Stjörnunni en um þau var fjallað í heimildamyndinni Hækkum rána. Á heimasíðu Aþenu segir að yngri flokka lið félagsins hafi vissulega getað æft og spilað á Kjalarnesi síðustu tvö ár en að íþróttamiðstöðin í Klébergi uppfylli ekki kröfurnar í meistaraflokki. Stærri völl þurfi og aðstöðu fyrir áhorfendur. Aþena á aðild að Íþróttabandalagi Reykjavíkur og því var brugðið á það ráð að biðja ÍBR að útvega aðstöðu fyrir þá 11 heimaleiki sem Aþena þarf að spila í vetur. Ekki fannst laust hús í Reykjavík en ÍBR gat leigt tíma í íþróttamiðstöð Álftaness og gerði það. Samkvæmt heimasíðu Aþenu staðfesti íþróttafulltrúi Garðabæjar það 16. júní og Aþena tilkynnti um leið heimavöll sinn til KKÍ. Ekki liggur fyrir nákvæm skýring á óvild körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar og Garðabæjar í garð Aþenu Miðað við skrifin á heimasíðu Aþenu voru það stjórnarmenn körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar sem komu í veg fyrir að Aþena fengi að spila á Álftanesi. Þar segir: „Daginn eftir að frétt birtist á mbl.is þann 5. júlí, um að Aþena sendi meistaraflokkslið til keppni á Íslandsmóti, fær forsvarsfólk Aþenu tilkynningu þar sem leiga á keppnisaðstöðu í Íþróttamiðstöð Álftaness er dregin til baka. ÍBR gefur Aþenu þær skýringar að stjórnarmenn körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar hafi sett sig á móti leigu ÍBR á tímum í Íþróttamiðstöð Álftaness og farið þess á leit við bæjarskrifstofu að afturkalla aðstöðuveitingu til handa Aþenu. Ekki liggur fyrir nákvæm skýring á óvild körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar og Garðabæjar í garð Aþenu.“ Aþena heldur því leit sinni áfram að heimavelli, innan sem utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrsti leikur liðsins í 1. deildinni er heimaleikur laugardaginn 2. október.
Körfubolti Stjarnan Garðabær Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira