Hjól og hælisleitendur Indriði Stefánsson skrifar 25. ágúst 2021 07:01 Fyrir mörgum er reiðhjól ansi ómerkilegur hlutur. Undanfarin ár og áratugi hefur reiðhjólið hins vegar sótt mikið á sem ferðamáti, líkamsrækt og tómstundaiðkun. Búnaðurinn hefur líka orðið dýrari og betri; Nú má fá allt frá rafmagnshjólum og rafskútum yfir í kolefnistrefjagötuhjól. Reiðhjólaþjófnaður er jafnframt orðið daglegt brauð og dýrari hjól gera tjónið fyrir eigandann þeim mun meira. Það sem verra er, möguleikar hans á að endurheima hjólið eru sáralitlir. Þegar leitað er til lögreglunnar ber hún fyrir sig að hafa hvorki mannskap né fjármagn til að leita að stolnum hjólum. Vilji eigandinn endurheimta hjólið er mun líklegra til árangurs að leita á samfélagsmiðlum. Það felst í því nokkuð ranglæti að lögreglan geti ekki framfylgt landslögum, sérstaklega þegar um er að ræða hjól fyrir fleiri hundruð þúsund. En skiljanlega þarf lögreglan að forgangsraða. Hún hefur ekki úr endalausum mannskap eða peningum að moða. Það er ekki síst í því ljósi sem sumum þykir undarlegt að þegar annars konar glæpir berast í tal, eins og til dæmis varsla fíkniefna, þá ber lögreglan fyrir sig að geta ekki valið að framfylgja ekki landslögum. Jafnvel þó um minniháttar vörsluskammta sé að ræða.Þetta er líka viðkvæðið þegar kemur að útlendingamálum. Fjölmörg dæmi eru um að bæði Útlendingastofnun og lögreglan brjóti lög og reglugerðir til að framfylgja úrskurðum í útlendingamálum. Nýlegasta dæmið er þegar hælisleitendur, einn af viðkvæmari hópum samfélagsins, var sviptur öllum stuðningi á kolólöglegan hátt. Skiptir það okkur engu máli af því að um útlendinga er að ræða? Allt var þetta gert í nafni réttlætis og hinnar ófrávíkjanlegu skyldu um að framfylgja landslögum. Það skýtur skökku við að lögreglan geti ákveðið að láta glæpi eins og mörg hundruð þúsunda króna reiðhjólaþjófnað eiga sig en á sama tíma sækja af hörku glæpi sem oft skaða engan nema hugsanlega gerandann sjálfan. Þá skortir ekki mannskap eða fjármagn. Ef það er ranglæti að lögreglan geti ekki brugðist við þegar hjóli er stolið en réttlæti þegar vímuefnaneytendur og hælisleitendur eru beittir hörku þá má alveg taka undir með Jóni Hreggviðssyni. Verra er þeirra réttlæti. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi á lista Pírata til Alþingiskosninga 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Flóttamenn Hjólreiðar Fíkniefnabrot Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Fyrir mörgum er reiðhjól ansi ómerkilegur hlutur. Undanfarin ár og áratugi hefur reiðhjólið hins vegar sótt mikið á sem ferðamáti, líkamsrækt og tómstundaiðkun. Búnaðurinn hefur líka orðið dýrari og betri; Nú má fá allt frá rafmagnshjólum og rafskútum yfir í kolefnistrefjagötuhjól. Reiðhjólaþjófnaður er jafnframt orðið daglegt brauð og dýrari hjól gera tjónið fyrir eigandann þeim mun meira. Það sem verra er, möguleikar hans á að endurheima hjólið eru sáralitlir. Þegar leitað er til lögreglunnar ber hún fyrir sig að hafa hvorki mannskap né fjármagn til að leita að stolnum hjólum. Vilji eigandinn endurheimta hjólið er mun líklegra til árangurs að leita á samfélagsmiðlum. Það felst í því nokkuð ranglæti að lögreglan geti ekki framfylgt landslögum, sérstaklega þegar um er að ræða hjól fyrir fleiri hundruð þúsund. En skiljanlega þarf lögreglan að forgangsraða. Hún hefur ekki úr endalausum mannskap eða peningum að moða. Það er ekki síst í því ljósi sem sumum þykir undarlegt að þegar annars konar glæpir berast í tal, eins og til dæmis varsla fíkniefna, þá ber lögreglan fyrir sig að geta ekki valið að framfylgja ekki landslögum. Jafnvel þó um minniháttar vörsluskammta sé að ræða.Þetta er líka viðkvæðið þegar kemur að útlendingamálum. Fjölmörg dæmi eru um að bæði Útlendingastofnun og lögreglan brjóti lög og reglugerðir til að framfylgja úrskurðum í útlendingamálum. Nýlegasta dæmið er þegar hælisleitendur, einn af viðkvæmari hópum samfélagsins, var sviptur öllum stuðningi á kolólöglegan hátt. Skiptir það okkur engu máli af því að um útlendinga er að ræða? Allt var þetta gert í nafni réttlætis og hinnar ófrávíkjanlegu skyldu um að framfylgja landslögum. Það skýtur skökku við að lögreglan geti ákveðið að láta glæpi eins og mörg hundruð þúsunda króna reiðhjólaþjófnað eiga sig en á sama tíma sækja af hörku glæpi sem oft skaða engan nema hugsanlega gerandann sjálfan. Þá skortir ekki mannskap eða fjármagn. Ef það er ranglæti að lögreglan geti ekki brugðist við þegar hjóli er stolið en réttlæti þegar vímuefnaneytendur og hælisleitendur eru beittir hörku þá má alveg taka undir með Jóni Hreggviðssyni. Verra er þeirra réttlæti. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi á lista Pírata til Alþingiskosninga 2021.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun