Gleymdu ekki þínum minnsta bróður Sævar Gíslason skrifar 25. ágúst 2021 09:01 „Gleymdu ekki þínum minnsta bróður, þó höf og álfur skilji að” er sungið í laginu Hjálpum þeim sem ómar í huga mínum þegar mér er hugsað til ástandsins nú í Afganistan. Við hér sem búum í velmegunarsamfélagi úti á miðju Atlantshafi erum nokkuð heppin að búa við þau lífsins gæði eins og við á vesturlöndunum búum við. Ekki er þó allt fullkomið í okkar ástkæra landi, við virðumst í hringiðu nútíma samfélags gleyma okkar næsta fólki sem á um sárt að binda í þjóðfélaginu en öll viljum við gera betur í þeim efnum og ég trúi því að hægt er að breyta því með samstilltu fólki með ólíkan bakgrunn sem eins og ég viljum gera eins vel og við getum. Neyðin er hinsvegar margskonar í nútíma samfélagi, með meiri nútíma hnattvæðingu, færumst við nær hvert öðru, með meiri tækni koma fleiri upplýsingar og því færast lönd sem virtust í órafjarlægð frá okkur enn nær en áður. Því tel ég það vera okkar siðferðisleg skylda að taka á móti fólki sem óttast það að verða pyntað, fangelsað eða tekið af lífi fyrir það eitt að hafa aðrar skoðanir en samtök eins og Talibanar hafa. Það að við getum rétt hjálparhönd til þeirra sem óttast um líf sitt þykir mér ómetanlegt og trúi ég því að kjör okkar á Íslandi versna ekki við það að sýna manngæsku í þessum málum. Hinsvegar er ekki nóg að ferja fólk á milli landa, það þarf að hugsa málið til enda og við þurfum að gera hlutina vel, því hús getur litið vel út að utan en ef undirstöður eru ekki góðar mun húsið falla með tímanum. Minnist ég þá þess að liðin eru rétt rúmlega 40 ár frá því að um 35 víetnamskir flóttamenn komu hingað til lands til að hefja nýtt líf. Þetta voru fjölskyldur sem íslenska ríkisstjórnin samþykkti árið 1979 að taka á móti í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar. Á þessum tíma voru miklar umræður um málið og meðal annars hversu stór hópurinn var miðað við fólksfjölda hér á landi. Hópurinn var þó aðeins örlítið brot af þeim mörg hundruð þúsundum flóttamönnum sem flúið hefðu ástandið í Víetnam árin á undan. Fólkið sem hingað kom fékk íbúðir, vinnu og vist í skólum og lærði íslensku, þar að segja það var tekið á móti þeim með allt tilbúið til aðlögunar. Það flóttafólk sem komu hingað hafa dafnað vel hér á landi, orðið máttarstólpar í atvinnulífinu og eru orðnir sannir Íslendingar. Gerum í okkar valdi það sem við getum, tökum við þeim fjölda sem við teljum að við getum sinnt því sé ég ekkert til fyrirstöðu að við getum ekki gert slíkt hið sama og við gerðum fyrir rúmlega 40 árum aftur. Höfundur er formaður Miðflokksfélags Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Afganistan Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
„Gleymdu ekki þínum minnsta bróður, þó höf og álfur skilji að” er sungið í laginu Hjálpum þeim sem ómar í huga mínum þegar mér er hugsað til ástandsins nú í Afganistan. Við hér sem búum í velmegunarsamfélagi úti á miðju Atlantshafi erum nokkuð heppin að búa við þau lífsins gæði eins og við á vesturlöndunum búum við. Ekki er þó allt fullkomið í okkar ástkæra landi, við virðumst í hringiðu nútíma samfélags gleyma okkar næsta fólki sem á um sárt að binda í þjóðfélaginu en öll viljum við gera betur í þeim efnum og ég trúi því að hægt er að breyta því með samstilltu fólki með ólíkan bakgrunn sem eins og ég viljum gera eins vel og við getum. Neyðin er hinsvegar margskonar í nútíma samfélagi, með meiri nútíma hnattvæðingu, færumst við nær hvert öðru, með meiri tækni koma fleiri upplýsingar og því færast lönd sem virtust í órafjarlægð frá okkur enn nær en áður. Því tel ég það vera okkar siðferðisleg skylda að taka á móti fólki sem óttast það að verða pyntað, fangelsað eða tekið af lífi fyrir það eitt að hafa aðrar skoðanir en samtök eins og Talibanar hafa. Það að við getum rétt hjálparhönd til þeirra sem óttast um líf sitt þykir mér ómetanlegt og trúi ég því að kjör okkar á Íslandi versna ekki við það að sýna manngæsku í þessum málum. Hinsvegar er ekki nóg að ferja fólk á milli landa, það þarf að hugsa málið til enda og við þurfum að gera hlutina vel, því hús getur litið vel út að utan en ef undirstöður eru ekki góðar mun húsið falla með tímanum. Minnist ég þá þess að liðin eru rétt rúmlega 40 ár frá því að um 35 víetnamskir flóttamenn komu hingað til lands til að hefja nýtt líf. Þetta voru fjölskyldur sem íslenska ríkisstjórnin samþykkti árið 1979 að taka á móti í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar. Á þessum tíma voru miklar umræður um málið og meðal annars hversu stór hópurinn var miðað við fólksfjölda hér á landi. Hópurinn var þó aðeins örlítið brot af þeim mörg hundruð þúsundum flóttamönnum sem flúið hefðu ástandið í Víetnam árin á undan. Fólkið sem hingað kom fékk íbúðir, vinnu og vist í skólum og lærði íslensku, þar að segja það var tekið á móti þeim með allt tilbúið til aðlögunar. Það flóttafólk sem komu hingað hafa dafnað vel hér á landi, orðið máttarstólpar í atvinnulífinu og eru orðnir sannir Íslendingar. Gerum í okkar valdi það sem við getum, tökum við þeim fjölda sem við teljum að við getum sinnt því sé ég ekkert til fyrirstöðu að við getum ekki gert slíkt hið sama og við gerðum fyrir rúmlega 40 árum aftur. Höfundur er formaður Miðflokksfélags Hafnarfjarðar.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar