Forseti Nice sakar leikmenn Marseille um lygar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2021 10:00 Jean-Pierre Rivere, forseti Nice, fyrir miðju að ræða Christophe Galtier, þjálfara félagsins (t.h.) ogThierry Oleksiak, aðstoðarþjálfara, eftir að leikurinn gegn Marseille var stöðvaður. John Berry/Getty Images Jean-Pierre Rivere, forseti franska knattspyrnu liðsins Nice, hefur sakað leikmenn Marseille um lygar í kjölfar látanna sem urðu í leik liðanna um liðna helgi Hann telur leikmenn liðsins ekki hafa verið með nein för á hálsi eftir stuðningsfólk Nice. Það sauð upp úr í leik Nice og Marseille í frönsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn var. Dimitri Payet, leikmaður Marseille, fékk þá vatnsflösku í hnakkann og brást við með því að grýta henni til baka, það er upp í stúku. Stuðningsfólki Nice var ekki skemmt og óð inn á völlinn svo uppi varð mikill fótur og fit. Sumir leikmenn Marseille, þar á meðal Matteo Guendouzi, hafa stigið fram og sagst vera með áverka eftir stuðningsfólk Nice. Jean-Pierre Rivere telur það vera eintóma þvælu. Hann gengur svo langt að segja að leikmenn Marseille hafi falsað myndir þar sem sýna þá áverka sem þeir urðu fyrir. „Fyrir utan þessar myndir – sem eru út um allt – þá urðu leikmenn Marseille ekki fyrir neinu ofbeldi,“ sagði Rivere í viðtali við franska íþróttamiðilinn L´Équipe. Svo virðist sem Rivere hafi myndir sem sýni fram á að Guendouzi hafi ekki verið með nein för á hálsi er hann yfirgaf völlinn. Jacques Cardoze, fjölmiðlafulltrúi Marseille, segir félagið hafa sannanir fyrir því að leikmennirnir hafi í raun verið með för á hálsi. Félagið mætir vopnað læknisvottorðum er það mætir til yfirheyrslu hjá franska knattspyrnusambandinu síðar í dag til að ræða hvað fór fram á sunnudaginn var. Yfirvöld í Nice hafa nú þegar tekið ákvörðun að stúkan þar sem lætin áttu sér stað verði lokuð í næstu fjórum heimaleikjum liðsins. Þá hefur maður verið handtekinn fyrir að vera orsök þess sem átti sér stað. Staðan í leiknum var 1-0 fyrir Nice þegar allt fór fjandans til. Daninn Kasper Dohlberg hafði komið heimamönnum yfir snemma leiks en Nice var dæmdur 3-0 sigur þar sem Marseille neitaði að koma út og klára leikinn eftir að stuðningsfólkið var á bak og burt. Hvort þau úrslit standi á eftir að koma í ljós. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Sport Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Það sauð upp úr í leik Nice og Marseille í frönsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn var. Dimitri Payet, leikmaður Marseille, fékk þá vatnsflösku í hnakkann og brást við með því að grýta henni til baka, það er upp í stúku. Stuðningsfólki Nice var ekki skemmt og óð inn á völlinn svo uppi varð mikill fótur og fit. Sumir leikmenn Marseille, þar á meðal Matteo Guendouzi, hafa stigið fram og sagst vera með áverka eftir stuðningsfólk Nice. Jean-Pierre Rivere telur það vera eintóma þvælu. Hann gengur svo langt að segja að leikmenn Marseille hafi falsað myndir þar sem sýna þá áverka sem þeir urðu fyrir. „Fyrir utan þessar myndir – sem eru út um allt – þá urðu leikmenn Marseille ekki fyrir neinu ofbeldi,“ sagði Rivere í viðtali við franska íþróttamiðilinn L´Équipe. Svo virðist sem Rivere hafi myndir sem sýni fram á að Guendouzi hafi ekki verið með nein för á hálsi er hann yfirgaf völlinn. Jacques Cardoze, fjölmiðlafulltrúi Marseille, segir félagið hafa sannanir fyrir því að leikmennirnir hafi í raun verið með för á hálsi. Félagið mætir vopnað læknisvottorðum er það mætir til yfirheyrslu hjá franska knattspyrnusambandinu síðar í dag til að ræða hvað fór fram á sunnudaginn var. Yfirvöld í Nice hafa nú þegar tekið ákvörðun að stúkan þar sem lætin áttu sér stað verði lokuð í næstu fjórum heimaleikjum liðsins. Þá hefur maður verið handtekinn fyrir að vera orsök þess sem átti sér stað. Staðan í leiknum var 1-0 fyrir Nice þegar allt fór fjandans til. Daninn Kasper Dohlberg hafði komið heimamönnum yfir snemma leiks en Nice var dæmdur 3-0 sigur þar sem Marseille neitaði að koma út og klára leikinn eftir að stuðningsfólkið var á bak og burt. Hvort þau úrslit standi á eftir að koma í ljós.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Sport Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira