Hinn 28 ára gamli Kane hefur verið orðaður við Englandsmeistara Manchester City í nær allt sumar. Eftir að Kane mætti ekki til æfinga á tilsettum tíma að Evrópumótinu loknu var talið að framherjinn ætlaði að þvinga félagaskipti sín í gegn.
Hann er hins vegar samningsbundinn Tottenham til 2024 svo félaginu liggur ekkert á að selja hann þar sem það væri einkar erfitt fyrir það að fá leikmann í sama gæðaflokki á móti.
Framherjinn var hvergi sjáanlegur í 1-0 sigri Tottenham á Manchester City í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar en var mættur á bekkinn í 2. umferð þar sem Tottenham vann Wolves með einu marki gegn engu.
Kane kom inn af bekknum og spilaði 18 mínútur án þess þó að setja mark sitt á leikinn ef frá er talið gula spjaldið sem hann nældi sér í.
Svo virðist sem Kane hafi áttað sig á því að Daniel Levy er ekki að fara selja hann sem stendur og Manchester City er ekki tilbúið að borga yfir 100 milljónir punda fyrir þjónustu hans.
It was incredible to see the reception from the Spurs fans on Sunday and to read some of the messages of support I've had in the last few weeks.
— Harry Kane (@HKane) August 25, 2021
I will be staying at Tottenham this summer and will be 100% focused on helping the team achieve success. #COYS pic.twitter.com/uTN78tHlk1
„Það var frábært að sjá móttökuna frá Spurs aðdáendum á sunnudaginn og lesa sum af skilaboðunum sem ég hef fengið á undanförnum vikum. Ég verð áfram hjá Tottenham þetta sumarið og er 100 prósent einbeittur í að hjálpa liðinu í að ná árangri sínum,“ segir Kane í Twitter-færslu sinni.