Fótbolti

Diljá Zomers hafði betur í Íslendingaslag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Diljá Zomers kom inn af varamannabekk Häcken sem hafði betur í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni.
Diljá Zomers kom inn af varamannabekk Häcken sem hafði betur í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni. Göteborgs Posten/Vísir

Íslendingaliðin Kristianstad og Häcken áttust við í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad og þær Sveindís Jane Jónsdótti og Sif Atladóttir voru í byjunarliðinu, en Diljá Zomers kom inn á af varamannabekk Häcken sem vann að lokum 3-1.

Stina Blackstenius kom Häcken yfir þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og staðan var því 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja.

Stine Larsen tvöfaldaði forystu gestanna á 52. mínútu áður en Johanna Rytting Kaneryd breytti stöðunni í 3-0 þegar tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka.

Anna Welin klóraði í bakkann fyrir heimakonur í uppbótartíma og niðurstaðan því 3-1 sigur Häcken sem situr í öðru sæti deildarinnar með 29 stig. Kristianstad er með átta stigum minna í fimmta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×