Því miður ekki bjartsýn á að allir komist á áfangastað Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 19:01 Rósa Björk Brynjólfsdóttir er þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Sigurjón Flóttamenn frá Afganistan gætu komið til Íslands strax á næstu dögum. Þingmaður Samfylkingarinnar kveðst því miður ekki bjartsýn á að allur hópurinn skili sér til Íslands. Ríkisstjórnin tilkynnti í gær að tekið yrði á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan vegna þess ástands sem skapast hefur í landinu eftir valdatöku Talíbana. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur þó aðeins náðst samband við á fjórða tug manns úr flóttamannahópnum, þar af séu einhverjir komnir á flugvöllinn í Kabúl. Þeir séu þó fáir. Tíminn til að fá fólkið til Íslands sé naumur en algjör óvissa ríkir um hvort hægt verði að koma fólki úr landi eftir 31. ágúst, þegar erlent herlið þarf að vera farið frá Afganistan. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir fyrst og fremst eiga að taka á móti flóttamönnum frá Afganistan sem starfað hafa með Íslendingum á alþjóðavettvangi. Mikilvægt sé að taka á vandanum í gegnum formlegt flóttamannakerfi. „En við ýtum ekki undir að menn reyni að fara fram hjá því kerfi því þá erum við að ýta undir mjög hættulega starfsemi, eins og að jafnvel Talíbanar fari að senda fólk af stað í hættuför,“ segir Sigmundur. Bendir á vonbrigði Afgana á Íslandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir það jákvæð fyrstu skref að taka á móti hundrað og tuttugu Afgönum. „En ég minni líka á að afganskir Íslendingar sem búa hér á landi urðu fyrir vonbrigðum með þessa tölu, hefðu viljað sjá fleiri lofað því að vera fluttir hingað til lands og minna á það neyðarástand sem ríkir í Afganistan, og að það sé ekki verið að opna á fjölda fólks sem býr við neyðarástand akkúrat núna.“ Tafir hafa orðið á móttöku flóttamanna í fyrra og í ár, sem stjórnvöld skrifa á faraldur Covid-19. Enn stendur til að taka á móti 85 kvótaflóttamönnum fyrir árið 2020 og hundrað í ár. Rósa setur fyrirvara við að allir Afganarnir komist á áfangastað. „Því miður er ég ekki mjög bjartsýn vegna þess að það er mikil óvissa og glundroði sem ríkir í Afganistan. Og eins og réttilega þú nefnir þá hafa hin Norðurlöndin tekið á móti kvótaflóttamönnum þrátt fyrir heimsfaraldur en Ísland ekki. Og nú er mánuður til kosninga og alls óvíst hvernig þessum loforðum mun reiða af á næstu vikum, því miður,“ segir Rósa. Afganistan Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mun ekki fresta brottför frá Afganistan Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að fresta endanlegri brottför Bandaríkjahers frá Afganistan þrátt fyrir þrýsting frá leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims, G-7. Þann 31. ágúst muni herinn þá hafa lokið störfum sínum í landinu og yfirgefið Afganistan. 24. ágúst 2021 21:40 Airbnb býður afgönsku flóttafólki fría gistingu Heimagistingaþjónustan Airbnb hefur tilkynnt að hún muni taka á móti 20 þúsund afgönskum flóttamönnum gjaldfrjálst til að hjálpa þeim að koma undir sig fótunum um allan heim. 24. ágúst 2021 19:46 Ákvörðun stjórnvalda vonbrigði fyrir afganska Íslendinga Ríkisstjórnin samþykkti í dag að taka á móti allt að 120 afgönskum flóttamönnum eftir að Talibanar tóku völdin í landinu. Afganskur Íslendingur sem berst fyrir að fjölskyldum Afgana á Íslandi verði bjargað er ósáttur og segir niðurstöðuna vonbrigði. 24. ágúst 2021 19:44 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Sjá meira
Ríkisstjórnin tilkynnti í gær að tekið yrði á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan vegna þess ástands sem skapast hefur í landinu eftir valdatöku Talíbana. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur þó aðeins náðst samband við á fjórða tug manns úr flóttamannahópnum, þar af séu einhverjir komnir á flugvöllinn í Kabúl. Þeir séu þó fáir. Tíminn til að fá fólkið til Íslands sé naumur en algjör óvissa ríkir um hvort hægt verði að koma fólki úr landi eftir 31. ágúst, þegar erlent herlið þarf að vera farið frá Afganistan. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir fyrst og fremst eiga að taka á móti flóttamönnum frá Afganistan sem starfað hafa með Íslendingum á alþjóðavettvangi. Mikilvægt sé að taka á vandanum í gegnum formlegt flóttamannakerfi. „En við ýtum ekki undir að menn reyni að fara fram hjá því kerfi því þá erum við að ýta undir mjög hættulega starfsemi, eins og að jafnvel Talíbanar fari að senda fólk af stað í hættuför,“ segir Sigmundur. Bendir á vonbrigði Afgana á Íslandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir það jákvæð fyrstu skref að taka á móti hundrað og tuttugu Afgönum. „En ég minni líka á að afganskir Íslendingar sem búa hér á landi urðu fyrir vonbrigðum með þessa tölu, hefðu viljað sjá fleiri lofað því að vera fluttir hingað til lands og minna á það neyðarástand sem ríkir í Afganistan, og að það sé ekki verið að opna á fjölda fólks sem býr við neyðarástand akkúrat núna.“ Tafir hafa orðið á móttöku flóttamanna í fyrra og í ár, sem stjórnvöld skrifa á faraldur Covid-19. Enn stendur til að taka á móti 85 kvótaflóttamönnum fyrir árið 2020 og hundrað í ár. Rósa setur fyrirvara við að allir Afganarnir komist á áfangastað. „Því miður er ég ekki mjög bjartsýn vegna þess að það er mikil óvissa og glundroði sem ríkir í Afganistan. Og eins og réttilega þú nefnir þá hafa hin Norðurlöndin tekið á móti kvótaflóttamönnum þrátt fyrir heimsfaraldur en Ísland ekki. Og nú er mánuður til kosninga og alls óvíst hvernig þessum loforðum mun reiða af á næstu vikum, því miður,“ segir Rósa.
Afganistan Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mun ekki fresta brottför frá Afganistan Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að fresta endanlegri brottför Bandaríkjahers frá Afganistan þrátt fyrir þrýsting frá leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims, G-7. Þann 31. ágúst muni herinn þá hafa lokið störfum sínum í landinu og yfirgefið Afganistan. 24. ágúst 2021 21:40 Airbnb býður afgönsku flóttafólki fría gistingu Heimagistingaþjónustan Airbnb hefur tilkynnt að hún muni taka á móti 20 þúsund afgönskum flóttamönnum gjaldfrjálst til að hjálpa þeim að koma undir sig fótunum um allan heim. 24. ágúst 2021 19:46 Ákvörðun stjórnvalda vonbrigði fyrir afganska Íslendinga Ríkisstjórnin samþykkti í dag að taka á móti allt að 120 afgönskum flóttamönnum eftir að Talibanar tóku völdin í landinu. Afganskur Íslendingur sem berst fyrir að fjölskyldum Afgana á Íslandi verði bjargað er ósáttur og segir niðurstöðuna vonbrigði. 24. ágúst 2021 19:44 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Sjá meira
Mun ekki fresta brottför frá Afganistan Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að fresta endanlegri brottför Bandaríkjahers frá Afganistan þrátt fyrir þrýsting frá leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims, G-7. Þann 31. ágúst muni herinn þá hafa lokið störfum sínum í landinu og yfirgefið Afganistan. 24. ágúst 2021 21:40
Airbnb býður afgönsku flóttafólki fría gistingu Heimagistingaþjónustan Airbnb hefur tilkynnt að hún muni taka á móti 20 þúsund afgönskum flóttamönnum gjaldfrjálst til að hjálpa þeim að koma undir sig fótunum um allan heim. 24. ágúst 2021 19:46
Ákvörðun stjórnvalda vonbrigði fyrir afganska Íslendinga Ríkisstjórnin samþykkti í dag að taka á móti allt að 120 afgönskum flóttamönnum eftir að Talibanar tóku völdin í landinu. Afganskur Íslendingur sem berst fyrir að fjölskyldum Afgana á Íslandi verði bjargað er ósáttur og segir niðurstöðuna vonbrigði. 24. ágúst 2021 19:44
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?