Segir Ardern hafa skipulagt að kona tæki við sem forsætisráðherra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 18:30 Tuilaepa var sá forsætisráðherra sem lengst hafði setið á valdastóli í heiminum. Hann segir Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, hafa skipulagt að hann skyldi tapa í þingskosningum í vor. Vísir/Getty Fyrrverandi forsætisráðherra Samóa eyja hefur sakað Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, um að hafa beitt sér fyrir að hann tapaði nýafstöðnum kosningum og komið fyrstu konunni í embættið. „Ég er farinn að halda að Nýja Sjáland hafi staðið að baki þessu öllu,“ sagði Tuilaepa Sa‘ilele Malielegaoi, fyrrverandi forsætisráðherra Samóa, í viðtali við ríkisútvarp landsins á laugardagskvöld. Fréttastofa Guardian greinir frá. Tuilaepa hefur verið forsætisráðherra eyríkisins í rúm 22 ár. Þegar þingkosningar fóru fram í apríl var hann sá forsætisráðherra sem lengst hafði þjónað embættinu á heimsvísu, áður en hann tapaði kosningunum, sem vakti mikla athygli. Fiame Naomi Mata‘afa bar sigur úr bítum í kosningunni og varð þar með fyrsti kvenforsætisráðherra Samóa þegar hún tók við starfinu í lok júlímánaðar. Mata‘afa var í sama flokki og Tuilaepa allt þar til í fyrra þegar hún sagði skilið við flokk hans, Mannréttindaflokkinn (HRPP), sem hefur farið með völd á Samóa í 39 ár. Tuilaepa neitaði að viðurkenna sigur Mata‘afa í nokkra mánuði eftir kosningarnar, dró niðurstöður dómstóla um kosningarnar í efa og sakaði hana og samflokksmenn hennar um landráð. Dómstólar á Samóa hafa staðfest niðurstöður kosninganna en þrátt fyrir það dregur Tuilaepa enn úr lögmæti þeirra. Fiame Naomi Mata'afa er fyrsta konan sem gegnir embætti forsætisráðherra á Samóaeyjum.Hagen Hopkins/Getty „Svo virðist sem forsætiráðherra Nýja Sjálands hafi viljað að Samóa hefði kvenkyns forsætisráðherra, sem hefur blindað hana frá því sem stjórnarskrá okkar leyfir,“ sagði Tuilaepa í viðtalinu á laugardag. Að loknum kosningum í Apríl varð eiginleg stjórnmálakreppa í landinu. Til dæmis læsti Tuilaepa Mata‘afe og samflokksmenn hennar út úr þinghúsinu daginn sem átti að setja hana í embætti. Í lok júlímánaðar höfðu dómstólar í Samóa hins vegar dæmt svo að Mata‘afa og flokkur hennar FAST væri raunverulegur sigurvegari kosninganna. Hún var sett í embætti fyrir júlílok og aðrar Kyrrahafsþjóðir hafa viðurkennt að hún sé réttmætur forsætisráðherra landsins. Ardern var meðal fyrstu þjóðarleiðtoga til að viðurkenna sigur Mata‘ame eftir að dómstólar staðfestu sigurinn. Tuilaepa vill hins vegar meina að viðurkenning Ardern á sigri Mata‘afa, svo stuttu eftir að dómstólar tilkynntu niðurstöðuna, sé sönnun á því að Ardern hafi beitt sér fyrir sigri Mata‘afa. Ríkisstjórn Nýja Sjálands hafi þá „skipulagt þetta allan tímann“. Ardern hefur neitað þessum ásökunum. Nýja Sjáland er helsta frændþjóð Samóa-eyja og býr fjöldi Samóamanna í Nýja Sjálandi. Nýja-Sjáland Samóa Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
„Ég er farinn að halda að Nýja Sjáland hafi staðið að baki þessu öllu,“ sagði Tuilaepa Sa‘ilele Malielegaoi, fyrrverandi forsætisráðherra Samóa, í viðtali við ríkisútvarp landsins á laugardagskvöld. Fréttastofa Guardian greinir frá. Tuilaepa hefur verið forsætisráðherra eyríkisins í rúm 22 ár. Þegar þingkosningar fóru fram í apríl var hann sá forsætisráðherra sem lengst hafði þjónað embættinu á heimsvísu, áður en hann tapaði kosningunum, sem vakti mikla athygli. Fiame Naomi Mata‘afa bar sigur úr bítum í kosningunni og varð þar með fyrsti kvenforsætisráðherra Samóa þegar hún tók við starfinu í lok júlímánaðar. Mata‘afa var í sama flokki og Tuilaepa allt þar til í fyrra þegar hún sagði skilið við flokk hans, Mannréttindaflokkinn (HRPP), sem hefur farið með völd á Samóa í 39 ár. Tuilaepa neitaði að viðurkenna sigur Mata‘afa í nokkra mánuði eftir kosningarnar, dró niðurstöður dómstóla um kosningarnar í efa og sakaði hana og samflokksmenn hennar um landráð. Dómstólar á Samóa hafa staðfest niðurstöður kosninganna en þrátt fyrir það dregur Tuilaepa enn úr lögmæti þeirra. Fiame Naomi Mata'afa er fyrsta konan sem gegnir embætti forsætisráðherra á Samóaeyjum.Hagen Hopkins/Getty „Svo virðist sem forsætiráðherra Nýja Sjálands hafi viljað að Samóa hefði kvenkyns forsætisráðherra, sem hefur blindað hana frá því sem stjórnarskrá okkar leyfir,“ sagði Tuilaepa í viðtalinu á laugardag. Að loknum kosningum í Apríl varð eiginleg stjórnmálakreppa í landinu. Til dæmis læsti Tuilaepa Mata‘afe og samflokksmenn hennar út úr þinghúsinu daginn sem átti að setja hana í embætti. Í lok júlímánaðar höfðu dómstólar í Samóa hins vegar dæmt svo að Mata‘afa og flokkur hennar FAST væri raunverulegur sigurvegari kosninganna. Hún var sett í embætti fyrir júlílok og aðrar Kyrrahafsþjóðir hafa viðurkennt að hún sé réttmætur forsætisráðherra landsins. Ardern var meðal fyrstu þjóðarleiðtoga til að viðurkenna sigur Mata‘ame eftir að dómstólar staðfestu sigurinn. Tuilaepa vill hins vegar meina að viðurkenning Ardern á sigri Mata‘afa, svo stuttu eftir að dómstólar tilkynntu niðurstöðuna, sé sönnun á því að Ardern hafi beitt sér fyrir sigri Mata‘afa. Ríkisstjórn Nýja Sjálands hafi þá „skipulagt þetta allan tímann“. Ardern hefur neitað þessum ásökunum. Nýja Sjáland er helsta frændþjóð Samóa-eyja og býr fjöldi Samóamanna í Nýja Sjálandi.
Nýja-Sjáland Samóa Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent