Dagurinn byrjar á golfi, en klukkan 10:00 hefst útsending frá Skafto Open á Stöð 2 Sport 4, áður en Omega European Masters fer af stað klukkan 11:30 á Stöð 2 Golf.
Klukkan 15:45 verður bein útsending frá því þegar dregið er í riðla í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu á Stöð 2 Spor 2.
Keflavík og Breiðablik eigast við í Pepsi Max deild kvenna klukkan 17:5 á Stöð 2 Sport, og að leik loknum eru Pepsi Max mörkin á dagskrá.
Golfdeginum er þó ekki lokið enn, því klukkan 19:00 hefst útsending frá BMW Championship á Stöð 2 Golf, en það er hluti af PGA mótaröðinni.
Seinasta útsending dagsins hefst klukkan 21:00 á Stöð 2 eSport þegar að Steindi Jr. og félagar spila tölvuleiki fram á nótt í Rauðvín og klakar.