CNN í beinni frá djamminu: „Gefðu mér smá séns hérna, vinur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2021 10:31 Fjallað var um Ísland og kórónuveirufaraldurinn í þætti Anderson Coopers á CNN á dögunum. Getty/ Joe Raedle Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN sendi á dögunum fréttamann til Íslands til þess að kanna hvernig tekist hefur að glíma við kórónuveirufaraldurinn hér á landi. Fór sjónvarpsstöðin í beina útsendingu frá miðborg Reykjavíkur skömmu eftir miðnætti. Djammþyrstir gestir miðborgarinnar trufluðu útsendinguna. Innslagið var birt í þættinum Anderson Cooper 360°, sem, eins og nafnið gefur til kynna, er stýrt af sjónvarpsmanninum þekkta Anderson Cooper. Yfirskrift innslagsins var sú að Ísland sé sýnidæmi um það hversu vel bólusetningar virki til þess að draga úr alvarleika Covid-19. Kollegi hans Gary Tuchman var sendur til Íslands til þess að kanna málið. Ræddi hann við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, Pál Matthíasson forstjóra Landspítalans og Má Kristjánsson yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Voru þeir sammála um það að þakka mætti hárri tíðni bólusetningar gegn Covid-19 þeirri staðreynd að tiltöluega fáir hafa glímt við alvarleg veikindi í fjórðu bylgjunni, samanborið við fyrri bylgjur. Iceland has been able to lower deaths from Covid-19 to zero and maintain it since May.CNN's Gary Tuchman traveled to Reykjavík to look at how Iceland has been able to do it. pic.twitter.com/Kg6V5qfELj— Anderson Cooper 360° (@AC360) August 26, 2021 Afstaða íslenskrar konu á förnum vegi vakti aðdáun Coopers Tuchmann ræddi einnig við tvær íslenskar konur á förnum vegi og vakti það sérstakla athygli Coopers að önnur þeirra taldi það vera borgaralega skyldu sína að þiggja bólusetningu. „Ég vildi óska þess að það væri eitthvað sem fólk segði alls staðar, sagði Cooper er hann ræddi við Tuchman í beinni útsendingu. Tuchmann var staddur í miðborg Reykjavíkur rétt fyrir klukkan eitt á miðnætti. Þar fór hann stuttlega yfir það hvað yfirvöld hafa gert til að kveða niður fjórðu bylgjuna. „Eitt af því er það að hér í Reykjavík og annars staðar á Íslandi mega barir ekki hafa opið lengur en til ellefu á kvöldin. Þetta er partýborg þannig að fólk hefur engan stað til að fara á þegar barirnir loka. Þeir eru bara að hanga hérna með okkur,“ sagði Tuchman. Sjá mátti djammara í bakgrunni myndbandsins og á einum tímapunkti labba tveir þeirra þvert í gegnum rammann á beinu útsendingunni. „Afsakið herramenn,“ sagði Tuchmann áður en annar þeirra fór fyrir myndavélina og brosti. „Gefðu mér smá séns hérna, vinur. Sýndu virðingu,“ sagði Tuchman og stuggaði örlítið við viðkomandi, áður en hann hélt áfram með útsendinguna. Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Fjölmiðlar Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Innslagið var birt í þættinum Anderson Cooper 360°, sem, eins og nafnið gefur til kynna, er stýrt af sjónvarpsmanninum þekkta Anderson Cooper. Yfirskrift innslagsins var sú að Ísland sé sýnidæmi um það hversu vel bólusetningar virki til þess að draga úr alvarleika Covid-19. Kollegi hans Gary Tuchman var sendur til Íslands til þess að kanna málið. Ræddi hann við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, Pál Matthíasson forstjóra Landspítalans og Má Kristjánsson yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Voru þeir sammála um það að þakka mætti hárri tíðni bólusetningar gegn Covid-19 þeirri staðreynd að tiltöluega fáir hafa glímt við alvarleg veikindi í fjórðu bylgjunni, samanborið við fyrri bylgjur. Iceland has been able to lower deaths from Covid-19 to zero and maintain it since May.CNN's Gary Tuchman traveled to Reykjavík to look at how Iceland has been able to do it. pic.twitter.com/Kg6V5qfELj— Anderson Cooper 360° (@AC360) August 26, 2021 Afstaða íslenskrar konu á förnum vegi vakti aðdáun Coopers Tuchmann ræddi einnig við tvær íslenskar konur á förnum vegi og vakti það sérstakla athygli Coopers að önnur þeirra taldi það vera borgaralega skyldu sína að þiggja bólusetningu. „Ég vildi óska þess að það væri eitthvað sem fólk segði alls staðar, sagði Cooper er hann ræddi við Tuchman í beinni útsendingu. Tuchmann var staddur í miðborg Reykjavíkur rétt fyrir klukkan eitt á miðnætti. Þar fór hann stuttlega yfir það hvað yfirvöld hafa gert til að kveða niður fjórðu bylgjuna. „Eitt af því er það að hér í Reykjavík og annars staðar á Íslandi mega barir ekki hafa opið lengur en til ellefu á kvöldin. Þetta er partýborg þannig að fólk hefur engan stað til að fara á þegar barirnir loka. Þeir eru bara að hanga hérna með okkur,“ sagði Tuchman. Sjá mátti djammara í bakgrunni myndbandsins og á einum tímapunkti labba tveir þeirra þvert í gegnum rammann á beinu útsendingunni. „Afsakið herramenn,“ sagði Tuchmann áður en annar þeirra fór fyrir myndavélina og brosti. „Gefðu mér smá séns hérna, vinur. Sýndu virðingu,“ sagði Tuchman og stuggaði örlítið við viðkomandi, áður en hann hélt áfram með útsendinguna. Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Fjölmiðlar Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira