Myrkur um miðjan dag á Alþingi Haraldur Ingi Haraldsson skrifar 26. ágúst 2021 12:00 Það var venju fremur dimmt yfir Alþingi þegar lög nr. 80 2020 sem heimila einkarekstur í vegakerfinu voru samþykkt. Frá upphafi bílvegalagningar á Íslandi hafði vegakerfið verið frjálst, með örfáum undantekningum. Hér er því um rótæka kerfisbreytingu að ræða.Breytingu sem hefur í för með sér versnandi kjör almennings og mikla breytingu á þeim lífstíl sem fólk er vant við. Þrátt fyrir það var einungis 1 þingmaður sem gat staðið upp þennan ógæfudag á Alþingi og varið almannahagsmuni með því að greiða atkvæði gegn lögunum. Þessi nöturlega staðreynd sínir okkur svart á hvítu að vilji kjósendur berjast gegn einkavæðingu vegakerfisins er valkosturinn einungis einn, Sósíalistaflokkurinn sem tekur einarða afstöðu gegn hverskonar einkavæðingu á innviðum. Er það bara vanhæfni eða heimska að taka lán frá einkaaðilum þegar engin getur lengur neitað því, ekki einusinni sverustu hægrimenn ríkistjórnarflokkanna, að ríkið getur gefið út eins mikið af krónum og því sýnist? Hvort er betra að taka lán hjá sjálfum sér eða hjá einkaaðilum? Svarið er augljóst eins og tilgangurinn; að opna gróðaveg fyrir einkaaðila. Kostnaðurinn leggst á almenning og þyngst á þá sem minnst hafa. Sami leikurinn endurtekur sig í sífellu. Samt kom nánast engin andstaða fram gegn þessu ósóma frumvarpi í atkvæðagreiðslunni. Með lögunum greiddu allir þingmenn Framsóknar, VG, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks.Flokkanna sem bíða eftir tækifæri til að mynda næstu ríkistjórn um einkavæðingu og einkarekstur á flestum sviðum.Þeir kjósendur sem eru á móti einkavæðingu innvið þurfa að svelta þessa flokka af atkvæðum. Afgangurinn af þingsalnum, Samfylkingin og Píratar roluðust til að sitja hjá. Þessi atkvæðagreiðsla gefur skýra mynd af því pólitíska landslagi sem blasir við á Alþingi. Þrátt fyrir að víðast hvar í heiminum aukist skilningur á því hversu skaðleg og eyðandi nýfrjálshyggjupólitíkin er þá er enn verið að gera rótækar kerfisbreytingar í þeim anda á Íslandi án þess að andstaðan er í fullkomnu skötulíki. Það er utan alþingis sem raunverulegt andstöðuafl er að myndast. Flokkur sem vill kollvarpa nýfrjálshyggjukerfinu og taka upp í staðin efnahags- og félagskerfi samvinnu, félagslegrar uppbyggingar og valdeflingu almennings. Sá flokkur er Sósíalistaflokkurinn og ef þú vilt berjast gegn þeim kerfisbreytingum sem er verið að gera í vegakerfinu, þá hefur þú flokk sem berst með þér. X við J í kjörklefanum 25 september og við gefum kerfinu hans Bjarna Ben og kó á kjaftinn. Höfundur er í 1. sæti á framboðslista Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Það var venju fremur dimmt yfir Alþingi þegar lög nr. 80 2020 sem heimila einkarekstur í vegakerfinu voru samþykkt. Frá upphafi bílvegalagningar á Íslandi hafði vegakerfið verið frjálst, með örfáum undantekningum. Hér er því um rótæka kerfisbreytingu að ræða.Breytingu sem hefur í för með sér versnandi kjör almennings og mikla breytingu á þeim lífstíl sem fólk er vant við. Þrátt fyrir það var einungis 1 þingmaður sem gat staðið upp þennan ógæfudag á Alþingi og varið almannahagsmuni með því að greiða atkvæði gegn lögunum. Þessi nöturlega staðreynd sínir okkur svart á hvítu að vilji kjósendur berjast gegn einkavæðingu vegakerfisins er valkosturinn einungis einn, Sósíalistaflokkurinn sem tekur einarða afstöðu gegn hverskonar einkavæðingu á innviðum. Er það bara vanhæfni eða heimska að taka lán frá einkaaðilum þegar engin getur lengur neitað því, ekki einusinni sverustu hægrimenn ríkistjórnarflokkanna, að ríkið getur gefið út eins mikið af krónum og því sýnist? Hvort er betra að taka lán hjá sjálfum sér eða hjá einkaaðilum? Svarið er augljóst eins og tilgangurinn; að opna gróðaveg fyrir einkaaðila. Kostnaðurinn leggst á almenning og þyngst á þá sem minnst hafa. Sami leikurinn endurtekur sig í sífellu. Samt kom nánast engin andstaða fram gegn þessu ósóma frumvarpi í atkvæðagreiðslunni. Með lögunum greiddu allir þingmenn Framsóknar, VG, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks.Flokkanna sem bíða eftir tækifæri til að mynda næstu ríkistjórn um einkavæðingu og einkarekstur á flestum sviðum.Þeir kjósendur sem eru á móti einkavæðingu innvið þurfa að svelta þessa flokka af atkvæðum. Afgangurinn af þingsalnum, Samfylkingin og Píratar roluðust til að sitja hjá. Þessi atkvæðagreiðsla gefur skýra mynd af því pólitíska landslagi sem blasir við á Alþingi. Þrátt fyrir að víðast hvar í heiminum aukist skilningur á því hversu skaðleg og eyðandi nýfrjálshyggjupólitíkin er þá er enn verið að gera rótækar kerfisbreytingar í þeim anda á Íslandi án þess að andstaðan er í fullkomnu skötulíki. Það er utan alþingis sem raunverulegt andstöðuafl er að myndast. Flokkur sem vill kollvarpa nýfrjálshyggjukerfinu og taka upp í staðin efnahags- og félagskerfi samvinnu, félagslegrar uppbyggingar og valdeflingu almennings. Sá flokkur er Sósíalistaflokkurinn og ef þú vilt berjast gegn þeim kerfisbreytingum sem er verið að gera í vegakerfinu, þá hefur þú flokk sem berst með þér. X við J í kjörklefanum 25 september og við gefum kerfinu hans Bjarna Ben og kó á kjaftinn. Höfundur er í 1. sæti á framboðslista Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar