Hörður og Ólöf leiða nýjan viðskiptamiðil á Vísi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2021 11:02 Ólöf, Hörður og Þorsteinn Friðrik. Nýr miðill sem sérhæfir sig einkum í fréttum um íslenskt viðskiptalíf og efnahagsmál hefur göngu sína á Vísi á næstunni. Fyrir miðlinum fara þau Hörður Ægisson og Ólöf Skaftadóttir en auk þeirra kemur til starfa viðskiptablaðamaðurinn Þorsteinn Friðrik Halldórsson. Um verður að ræða fréttamiðil í áskrift. Öll þrjú hafa víðtæka reynslu úr fjölmiðlum. Hörður sem ritstjóri Markaðarins á Fréttablaðinu og þar áður viðskiptaritstjóri DV og viðskiptablaðamaður á Morgunblaðinu. „Við erum mjög ánægð að fá þau Hörð, Ólöfu og Þorstein til liðs við okkur. Þau eru fantagóðir blaðamenn sem munu lyfta upp umfjöllun um viðskipti í miðlum okkar. Vísir hefur vaxið jafnt og þétt og þessi ákvörðun er hluti af þeirri vegferð að efla hann enn frekar,“ segir Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðvar 2 og Vodafone. Fremstur í flokki Hörður segist fullur tilhlökkunar að móta áskriftarmiðil undir hatti Vísis og fjölmiðla Stöðvar 2 og Vodafone. „Miðillinn ætlar sér að vera fremstur í flokki þegar kemur að umfjöllun um íslenskt viðskiptalíf og skapa þannig virði fyrir lesendur sem ekki verður fundið með sama hætti á öðrum miðlum hérlendis. Leitast verður við að færa umgjörð fréttaflutnings um viðskipti, efnahagsmál og stjórnmál nær því sem þekkist á faglegum viðskiptamiðlum í helstu nágrannaríkjum,“ segir Hörður. Ólöf er fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og blaðamaður um árabil en hún hefur að undanförnu gegnt starfi samskiptastjóra Samtaka atvinnulífsins. Þorsteinn Friðrik hefur starfað bæði á Fréttablaðinu og á Morgunblaðinu síðustu ár. „Vísir er nú þegar mest lesni vefur landsins og hluti af öflugri fjölmiðlaflóru Stöðvar 2 og Vodafone. Okkar nýi miðill mun leggja áherslu á fréttir af viðskiptum, ásamt stjórnmálum innanlands, og auka enn frekar þjónustu við lesendur Vísis og annarra miðla fyrirtækisins. Við hlökkum til að takast á við krefjandi verkefni og móta nýja miðilinn sem sækir fyrirmynd sína meðal annars til Norðurlanda og Bretlands,“ segir Ólöf. Nýr kafli í sögu Vísis Tæplega 200 þúsund manns heimsækja Vísi á degi hverjum og sækja sér fréttir og afþreyingu af ýmsum toga. Nýr viðskiptamiðill verður viðbót við þá flóru. „Við erum spennt fyrir því að hefja nýjan kafla í sögu Vísis þar sem vandaðar viðskiptafréttir í fremstu röð verða í boði fyrir áskrifendur. Þetta er þróun sem hefur rutt sér til rúms meðal fréttamiðla víða um heim síðustu ár og virðist komin til að vera. Við höfum fulla trú á því að lesendur muni taka þátt í þessu ferðalagi með okkur,“ segir Tinni Sveinsson, ritstjóri Vísis. Vistaskipti Fjölmiðlar Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Öll þrjú hafa víðtæka reynslu úr fjölmiðlum. Hörður sem ritstjóri Markaðarins á Fréttablaðinu og þar áður viðskiptaritstjóri DV og viðskiptablaðamaður á Morgunblaðinu. „Við erum mjög ánægð að fá þau Hörð, Ólöfu og Þorstein til liðs við okkur. Þau eru fantagóðir blaðamenn sem munu lyfta upp umfjöllun um viðskipti í miðlum okkar. Vísir hefur vaxið jafnt og þétt og þessi ákvörðun er hluti af þeirri vegferð að efla hann enn frekar,“ segir Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðvar 2 og Vodafone. Fremstur í flokki Hörður segist fullur tilhlökkunar að móta áskriftarmiðil undir hatti Vísis og fjölmiðla Stöðvar 2 og Vodafone. „Miðillinn ætlar sér að vera fremstur í flokki þegar kemur að umfjöllun um íslenskt viðskiptalíf og skapa þannig virði fyrir lesendur sem ekki verður fundið með sama hætti á öðrum miðlum hérlendis. Leitast verður við að færa umgjörð fréttaflutnings um viðskipti, efnahagsmál og stjórnmál nær því sem þekkist á faglegum viðskiptamiðlum í helstu nágrannaríkjum,“ segir Hörður. Ólöf er fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og blaðamaður um árabil en hún hefur að undanförnu gegnt starfi samskiptastjóra Samtaka atvinnulífsins. Þorsteinn Friðrik hefur starfað bæði á Fréttablaðinu og á Morgunblaðinu síðustu ár. „Vísir er nú þegar mest lesni vefur landsins og hluti af öflugri fjölmiðlaflóru Stöðvar 2 og Vodafone. Okkar nýi miðill mun leggja áherslu á fréttir af viðskiptum, ásamt stjórnmálum innanlands, og auka enn frekar þjónustu við lesendur Vísis og annarra miðla fyrirtækisins. Við hlökkum til að takast á við krefjandi verkefni og móta nýja miðilinn sem sækir fyrirmynd sína meðal annars til Norðurlanda og Bretlands,“ segir Ólöf. Nýr kafli í sögu Vísis Tæplega 200 þúsund manns heimsækja Vísi á degi hverjum og sækja sér fréttir og afþreyingu af ýmsum toga. Nýr viðskiptamiðill verður viðbót við þá flóru. „Við erum spennt fyrir því að hefja nýjan kafla í sögu Vísis þar sem vandaðar viðskiptafréttir í fremstu röð verða í boði fyrir áskrifendur. Þetta er þróun sem hefur rutt sér til rúms meðal fréttamiðla víða um heim síðustu ár og virðist komin til að vera. Við höfum fulla trú á því að lesendur muni taka þátt í þessu ferðalagi með okkur,“ segir Tinni Sveinsson, ritstjóri Vísis.
Vistaskipti Fjölmiðlar Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira