Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir í samtali við Vísi að rútan festist í ánni og þetta hafi ekki endilega litið vel út í upphafi.
„Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út rétt fyrir hádegi, en skálaverðir og björgunarsveitarmenn sem voru á svæðinu vegna annarra verkefna eða þá á eigin vegum í Þórsmörk tókst að ná fólkinu á land. Verið er að koma fólkinu til byggða,“ segir Davíð Már.
Hann segir ekki hafa upplýsingar um það hver staðan sé á rútunni.
Lögreglan á Suðurlandi hefur varað ferðalanga við miklum vatnavöxtum í ám á hálendinu, sérstaklega á Fjallabaki og Þórsmerkursvæðinu.
Uppfært 14:17: Erfiðlega hefur gengið af losa rútuna af staðnum og hefur hún að sögn sjónarvotta snúist í hálfhring í ánni. Sex ökutæki eru nú notuð við það að losa rútuna.



