Starfsmaður þingflokks vill leiða SUS Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2021 14:41 Ingveldur Anna Sigurðardóttir, Lísbet Sigurðardóttir og Steinar Ingi Kolbeins. Aðsend Lísbet Sigurðardóttir hefur sóst eftir formennsku í Sambandi ungra sjálfstæðismanna á 46. sambandsþingi félagsins sem fram fer dagana 10. til 12. september næstkomandi í Reykjanesbæ. Steinar Ingi Kolbeins gefur kost á sér í embætti varaformanns og Ingveldur Anna Sigurðardóttir til embættis 2. varaformanns. Frá þessu greinir í tilkynningu frá frambjóðendunum. Segir að framboðið leggi áherslu á að rödd ungs fólks fái að heyrast innan flokksins og að fulltrúar yngri kynslóða hljóti enn frekara brautargengi í trúnaðarstöður. Lísbet Sigurðardóttir.Aðsend „Þá leggur framboðið áherslu á að SUS sé öflugur vettvangur ungs fólks í pólitískri umræðu og telur mikilvægt að SUS veiti forystu Sjálfstæðisflokksins áfram nauðsynlegt aðhald. Kjörnir fulltrúar eigi að beita sér fyrir framgangi frelsismála í anda grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins og vinna markvisst að því að halda henni á lofti í störfum sínum. Steinar Ingi Kolbeins. Lísbet Sigurðardóttir er 25 ára lögfræðingur, fædd og uppalin í Reykjavík og er starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Lísbet hefur tekið virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins síðastliðin ár, sat í stjórn SUS árin 2019-2021 og situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd flokksins. Þá hefur Lísbet verið virk í félagsstörfum á öðrum vettvangi og sat m.a. í stjórn Orators, félagi laganema við HÍ og í stjórn Vöku, hagsmunafélagi stúdenta. Hún starfaði áður hjá úrskurðarnefnd velferðarmála, hjá Jónatansson & Co. lögmannsstofu og sem aðstoðarkennari í fjölskyldu- og erfðarétti við Háskóla Íslands. Ingveldur Anna Sigurðardóttir.Aðsend Steinar Ingi Kolbeins er 24 ára, fæddur í Reykjavík og hefur alla tíð búið í Grafarvogi. Steinar stundar nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Undanfarin ár hefur hann starfað í félags- og frístundamiðstöðvum í Gufunesbæ samhliða námi, þá starfar hann einnig sem blaðamaður. Steinar hefur víðtæka reynslu af félagsstarfi, bæði innan Sjálfstæðisflokksins sem og utan hans. Hann hefur setið í stjórn Vöku, hagsmunafélagi stúdenta, Heimdalli, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík og Politicu, félagi stjórnmálafræðinema. Þá hefur Steinar komið að starfi Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum, til að mynda sem kosningastjóri í prófkjöri auk annarra trúnaðarstarfa. Ingveldur Anna Sigurðardóttir er 24 ára meistaranemi í lögfræði við Háskóla Íslands. Hún er uppalin á bænum Varmahlíð undir Eyjafjöllum en hefur einnig búið í Vík og Búðardal. Ingveldur Anna starfar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi til alþingiskosninga. Hún hefur verið virk í félagsstörfum og m.a. setið sem forseti Vöku, hagsmunafélags stúdenta, 2019-2020 og tekið þátt í starfi ungra sjálfstæðismanna á Suðurlandi,“ segir í tilkynningunni. Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Frá þessu greinir í tilkynningu frá frambjóðendunum. Segir að framboðið leggi áherslu á að rödd ungs fólks fái að heyrast innan flokksins og að fulltrúar yngri kynslóða hljóti enn frekara brautargengi í trúnaðarstöður. Lísbet Sigurðardóttir.Aðsend „Þá leggur framboðið áherslu á að SUS sé öflugur vettvangur ungs fólks í pólitískri umræðu og telur mikilvægt að SUS veiti forystu Sjálfstæðisflokksins áfram nauðsynlegt aðhald. Kjörnir fulltrúar eigi að beita sér fyrir framgangi frelsismála í anda grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins og vinna markvisst að því að halda henni á lofti í störfum sínum. Steinar Ingi Kolbeins. Lísbet Sigurðardóttir er 25 ára lögfræðingur, fædd og uppalin í Reykjavík og er starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Lísbet hefur tekið virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins síðastliðin ár, sat í stjórn SUS árin 2019-2021 og situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd flokksins. Þá hefur Lísbet verið virk í félagsstörfum á öðrum vettvangi og sat m.a. í stjórn Orators, félagi laganema við HÍ og í stjórn Vöku, hagsmunafélagi stúdenta. Hún starfaði áður hjá úrskurðarnefnd velferðarmála, hjá Jónatansson & Co. lögmannsstofu og sem aðstoðarkennari í fjölskyldu- og erfðarétti við Háskóla Íslands. Ingveldur Anna Sigurðardóttir.Aðsend Steinar Ingi Kolbeins er 24 ára, fæddur í Reykjavík og hefur alla tíð búið í Grafarvogi. Steinar stundar nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Undanfarin ár hefur hann starfað í félags- og frístundamiðstöðvum í Gufunesbæ samhliða námi, þá starfar hann einnig sem blaðamaður. Steinar hefur víðtæka reynslu af félagsstarfi, bæði innan Sjálfstæðisflokksins sem og utan hans. Hann hefur setið í stjórn Vöku, hagsmunafélagi stúdenta, Heimdalli, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík og Politicu, félagi stjórnmálafræðinema. Þá hefur Steinar komið að starfi Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum, til að mynda sem kosningastjóri í prófkjöri auk annarra trúnaðarstarfa. Ingveldur Anna Sigurðardóttir er 24 ára meistaranemi í lögfræði við Háskóla Íslands. Hún er uppalin á bænum Varmahlíð undir Eyjafjöllum en hefur einnig búið í Vík og Búðardal. Ingveldur Anna starfar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi til alþingiskosninga. Hún hefur verið virk í félagsstörfum og m.a. setið sem forseti Vöku, hagsmunafélags stúdenta, 2019-2020 og tekið þátt í starfi ungra sjálfstæðismanna á Suðurlandi,“ segir í tilkynningunni.
Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira