Allar United treyjur uppseldar hjá Jóa útherja | Fær Ronaldo sjöuna? Valur Páll Eiríksson skrifar 27. ágúst 2021 21:31 Ronaldo var númer sjö er hann lék með Manchester United frá 2003 til 2009. Manchester United via Getty Images Íþróttavöruverslunin Jói útherji greindi frá því síðdegis í dag að Manchester United treyjur til sölu í versluninni væru uppseldar. Margur virðist hafa tryggt sér treyju eftir að tilkynnt var um komu Cristiano Ronaldo til félagsins. United greindi frá því í dag að félagið hefði náð samkomulagi við ítalska liðið Juventus um kaup á Ronaldo. Aðeins fáein formatriði virðast eftir áður gengið verður endanlega frá skiptum hans til Manchester. Ronaldo er í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins en hann lék með liðinu frá 2003 til 2009. Hann var valinn besti leikmaður heims árið 2008 og besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar 2007 og 2008. Áhuginn er mikill á skiptum Ronaldo og virðast íslenskir stuðningsmenn United hafa flykkst í stórum stíl í Jóa útherja í dag. Greint er frá því á Facebook-síðu verslunarinnar að allar Manchester United treyjur væru uppseldar um klukkan hálf sex í kvöld, einum og hálfum klukkutíma eftir að tilkynnt var um skipti Ronaldo til United. Hvaða treyjunúmer fær Ronaldo? Áhugavert væri að vita hvort og þá hvað stuðningsmenn félagsins hafa prentað á treyjuna. Ronaldo er þekktur fyrir að leika í treyju númer 7, líkt og hann gerði á fyrri tíma sínum hjá félaginu. Edinson Cavani ber þá tölu hins vegar sem stendur og alls óvíst hvort Ronaldo geti fengið sjöuna. Annað hvort myndi Cavani þurfa að yfirgefa félagið áður en Ronaldo yrði úthlutað treyjunúmeri, eða að enska úrvalsdeildin þyrfti að samþykkja sérstaka umsókn Manchester United um númerabreytingu. Slíkt umsókn hefur ekki verið samþykkt áður ef marka má Dale Johnson, blaðamann á ESPN. Premier League rule M.5 clearly states that Edinson Cavani must keep the No. 7 shirt for the whole season. If Cristiano Ronaldo wants the No. 7 shirt, Cavani must leave. Or United must get special dispensation from the PL board, which has never before been granted. #mufc— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) August 27, 2021 Ronaldo hefur borið aðrar tölur á ferlinum. Hann var númer 9 eftir komuna til Real Madrid þar sem Raúl González, þáverandi fyrirliði liðsins, bar sjöuna. Ronaldo fékk hana eftir brottför Raúls til Schalke. Ronaldo var þá númer 17 í upphafi ferils síns með portúgalska landsliðinu þar sem goðsögnin Luis Figo var með sjöuna. Báðar tölur eru hins vegar uppteknar, rétt eins og sjöan, hjá Manchester United. Anthony Martial ber treyju númer 9 og Fred númer 17. Treyja númer 28 er hins vegar laus, en þá tölu bar Ronaldo á bakinu er hann hóf feril sinn með Sporting Lissabon, áður en hann skipti til Manchester United árið 2003. Facundo Pellestri er skráður fyrir því númeri en hann er á útláni hjá Deportivo Alavés á Spáni. Vel má vera að Cavani sé á förum vegna komu Ronaldos, sem mun eflaust leika sem fremsti maður hjá United. Leiktími þess úrúgvæska mun vegna þess eflaust vera af skornum skammti. Enski boltinn Verslun Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira
United greindi frá því í dag að félagið hefði náð samkomulagi við ítalska liðið Juventus um kaup á Ronaldo. Aðeins fáein formatriði virðast eftir áður gengið verður endanlega frá skiptum hans til Manchester. Ronaldo er í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins en hann lék með liðinu frá 2003 til 2009. Hann var valinn besti leikmaður heims árið 2008 og besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar 2007 og 2008. Áhuginn er mikill á skiptum Ronaldo og virðast íslenskir stuðningsmenn United hafa flykkst í stórum stíl í Jóa útherja í dag. Greint er frá því á Facebook-síðu verslunarinnar að allar Manchester United treyjur væru uppseldar um klukkan hálf sex í kvöld, einum og hálfum klukkutíma eftir að tilkynnt var um skipti Ronaldo til United. Hvaða treyjunúmer fær Ronaldo? Áhugavert væri að vita hvort og þá hvað stuðningsmenn félagsins hafa prentað á treyjuna. Ronaldo er þekktur fyrir að leika í treyju númer 7, líkt og hann gerði á fyrri tíma sínum hjá félaginu. Edinson Cavani ber þá tölu hins vegar sem stendur og alls óvíst hvort Ronaldo geti fengið sjöuna. Annað hvort myndi Cavani þurfa að yfirgefa félagið áður en Ronaldo yrði úthlutað treyjunúmeri, eða að enska úrvalsdeildin þyrfti að samþykkja sérstaka umsókn Manchester United um númerabreytingu. Slíkt umsókn hefur ekki verið samþykkt áður ef marka má Dale Johnson, blaðamann á ESPN. Premier League rule M.5 clearly states that Edinson Cavani must keep the No. 7 shirt for the whole season. If Cristiano Ronaldo wants the No. 7 shirt, Cavani must leave. Or United must get special dispensation from the PL board, which has never before been granted. #mufc— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) August 27, 2021 Ronaldo hefur borið aðrar tölur á ferlinum. Hann var númer 9 eftir komuna til Real Madrid þar sem Raúl González, þáverandi fyrirliði liðsins, bar sjöuna. Ronaldo fékk hana eftir brottför Raúls til Schalke. Ronaldo var þá númer 17 í upphafi ferils síns með portúgalska landsliðinu þar sem goðsögnin Luis Figo var með sjöuna. Báðar tölur eru hins vegar uppteknar, rétt eins og sjöan, hjá Manchester United. Anthony Martial ber treyju númer 9 og Fred númer 17. Treyja númer 28 er hins vegar laus, en þá tölu bar Ronaldo á bakinu er hann hóf feril sinn með Sporting Lissabon, áður en hann skipti til Manchester United árið 2003. Facundo Pellestri er skráður fyrir því númeri en hann er á útláni hjá Deportivo Alavés á Spáni. Vel má vera að Cavani sé á förum vegna komu Ronaldos, sem mun eflaust leika sem fremsti maður hjá United. Leiktími þess úrúgvæska mun vegna þess eflaust vera af skornum skammti.
Enski boltinn Verslun Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira