Bergrún Ósk átti Íslandsmetið í greinini í sínum flokki, upp á 9,10 metra, fyrir keppni dagsins. Hún stórbætti það met um 47 sentímetra strax í fyrsta kasti sem var 9,57 metrar.
Það reyndist hennar lengsta kast í dag en hún kastaði einnig yfir fyrra meti í þriðja kasti sínu sem var 9,41 metri. Annað og fjórða kast Bergrúnar voru ógild en hún kastaði einnig 9,01 metra og 8,44 metra.
Heimsmethafinn Lisa Adams frá Nýja-Sjálandi vann öruggan sigur í greininni en hún kastaði lengst 15,12 metra, 38 sentímetrum frá heimsmeti sínu upp á 15,50 metra. Na Mi frá Kína hlaut silfur með kasti upp á 13,69 metra og landa hennar Yingli Li brons með 13,33 metra.
Bergrún Ósk verður aftur í eldlínunni á morgun þegar hún keppir í langstökki.