Tvær afganskar fjölskyldur komnar og fleiri á leiðinni Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2021 13:16 Afgansk fjölskylda við komuna til Washington-borgar í Bandaríkjunum. Þúsundir Afgana hafa þegar flúið land undan yfirvofandi stjórn talibana en mun fleiri sitja eftir með sárt ennið. Vísir/EPA Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru komnar til landsins með fjölskyldum sínum. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem eru á leiðinni til landsins. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu flóttamannanefndar um að taka á móti allt að 120 manns frá Afganistan í vikunni. Ætlunin er að styðja við fjölskyldur fólks sem eru þegar á Íslandi og á rétt á fjölskyldusameiningu, einstaklinga í bráðahættu vegna starfa, ýmist fyrir Atlantshafsbandalagið eða í jafnréttismálum. Það síðastnefnda á við um fjölskyldurnar tvær sem komu til landsins í gær. Mbl.is sagði frá komu þeirra í gærkvöldi. Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir við Vísi að þar séu á ferð tvær konur sem dvöldu á Íslandi við nám í því sem þá kallaðist Jafnréttisskóli Sameinuðu þjóðanna en kallast nú Jafnréttisskólinn Gró og fjölskyldur þeirra, alls sex manns. Fólkið kemur hingað með milligöngu danskra stjórnvalda. Það fékk flugfar með Dönum frá Afganistan, fyrst til Islamabad í Pakistan og síðan áfram til Kaupmannahafnar. Þá segir Sveinn að ráðuneytið viti af því að fjórir Afganar sem hafa dvalarleyfi á Íslandi séu einnig á leið til landsins. Ráða fólki frá því að fara að flugvellinum Loftbrú sem vestrænar þjóðir hafa haldið út frá flugvellinum í Kabúl er nú við það að lokast. Bresk stjórnvöld segjast ætla að ljúka brottflutningi í dag og bandarískt herlið ætlar að fara alfarið frá landinu á þriðjudag. Sveinn segir að vegna þessa ráði íslensk stjórnvöld öllu því fólki sem þau hafa verið í sambandi við í Afganistan frá því að fara út á flugvöll í Kabúl. Á annað hundrað manns féll í sjálfsmorðssprengjuárás í mannþröng fyrir utan flugvöllinn á fimmtudag. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams í Afganistan lýstu yfir ábyrgð á ódæðinu. Bandarísk stjórnvöld búast við því að frekari hryðjuverk gætu verið framin nú síðustu daga brotthvarfsins frá Kabúl. Framhaldið í komum afganskra flóttamanna til Íslands er því óljóst. Sveinn segir að samþykkt ríkisstjórnarinnar um móttöku flóttafólks standi óháð því hver staðan í landinu í augnablikinu. Íslensk stjórnvöld hafa þegar lýst sig tilbúin að taka við að minnsta kosti tuttugu fyrrverandi starfsmönnum Atlantshafsbandalagsins og fjölskyldum þeirra frá Afganistan. Afganistan Flóttafólk á Íslandi Utanríkismál Tengdar fréttir Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti tillögu flóttamannanefndar um að taka á móti allt að 120 manns frá Afganistan í vikunni. Ætlunin er að styðja við fjölskyldur fólks sem eru þegar á Íslandi og á rétt á fjölskyldusameiningu, einstaklinga í bráðahættu vegna starfa, ýmist fyrir Atlantshafsbandalagið eða í jafnréttismálum. Það síðastnefnda á við um fjölskyldurnar tvær sem komu til landsins í gær. Mbl.is sagði frá komu þeirra í gærkvöldi. Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir við Vísi að þar séu á ferð tvær konur sem dvöldu á Íslandi við nám í því sem þá kallaðist Jafnréttisskóli Sameinuðu þjóðanna en kallast nú Jafnréttisskólinn Gró og fjölskyldur þeirra, alls sex manns. Fólkið kemur hingað með milligöngu danskra stjórnvalda. Það fékk flugfar með Dönum frá Afganistan, fyrst til Islamabad í Pakistan og síðan áfram til Kaupmannahafnar. Þá segir Sveinn að ráðuneytið viti af því að fjórir Afganar sem hafa dvalarleyfi á Íslandi séu einnig á leið til landsins. Ráða fólki frá því að fara að flugvellinum Loftbrú sem vestrænar þjóðir hafa haldið út frá flugvellinum í Kabúl er nú við það að lokast. Bresk stjórnvöld segjast ætla að ljúka brottflutningi í dag og bandarískt herlið ætlar að fara alfarið frá landinu á þriðjudag. Sveinn segir að vegna þessa ráði íslensk stjórnvöld öllu því fólki sem þau hafa verið í sambandi við í Afganistan frá því að fara út á flugvöll í Kabúl. Á annað hundrað manns féll í sjálfsmorðssprengjuárás í mannþröng fyrir utan flugvöllinn á fimmtudag. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams í Afganistan lýstu yfir ábyrgð á ódæðinu. Bandarísk stjórnvöld búast við því að frekari hryðjuverk gætu verið framin nú síðustu daga brotthvarfsins frá Kabúl. Framhaldið í komum afganskra flóttamanna til Íslands er því óljóst. Sveinn segir að samþykkt ríkisstjórnarinnar um móttöku flóttafólks standi óháð því hver staðan í landinu í augnablikinu. Íslensk stjórnvöld hafa þegar lýst sig tilbúin að taka við að minnsta kosti tuttugu fyrrverandi starfsmönnum Atlantshafsbandalagsins og fjölskyldum þeirra frá Afganistan.
Afganistan Flóttafólk á Íslandi Utanríkismál Tengdar fréttir Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22