Tvær afganskar fjölskyldur komnar og fleiri á leiðinni Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2021 13:16 Afgansk fjölskylda við komuna til Washington-borgar í Bandaríkjunum. Þúsundir Afgana hafa þegar flúið land undan yfirvofandi stjórn talibana en mun fleiri sitja eftir með sárt ennið. Vísir/EPA Tvær afganskar konur sem stunduðu nám í Jafnréttisskólanum Gró á Íslandi eru komnar til landsins með fjölskyldum sínum. Utanríkisráðuneytið veit af fjórum Afgönum til viðbótar sem eru á leiðinni til landsins. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu flóttamannanefndar um að taka á móti allt að 120 manns frá Afganistan í vikunni. Ætlunin er að styðja við fjölskyldur fólks sem eru þegar á Íslandi og á rétt á fjölskyldusameiningu, einstaklinga í bráðahættu vegna starfa, ýmist fyrir Atlantshafsbandalagið eða í jafnréttismálum. Það síðastnefnda á við um fjölskyldurnar tvær sem komu til landsins í gær. Mbl.is sagði frá komu þeirra í gærkvöldi. Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir við Vísi að þar séu á ferð tvær konur sem dvöldu á Íslandi við nám í því sem þá kallaðist Jafnréttisskóli Sameinuðu þjóðanna en kallast nú Jafnréttisskólinn Gró og fjölskyldur þeirra, alls sex manns. Fólkið kemur hingað með milligöngu danskra stjórnvalda. Það fékk flugfar með Dönum frá Afganistan, fyrst til Islamabad í Pakistan og síðan áfram til Kaupmannahafnar. Þá segir Sveinn að ráðuneytið viti af því að fjórir Afganar sem hafa dvalarleyfi á Íslandi séu einnig á leið til landsins. Ráða fólki frá því að fara að flugvellinum Loftbrú sem vestrænar þjóðir hafa haldið út frá flugvellinum í Kabúl er nú við það að lokast. Bresk stjórnvöld segjast ætla að ljúka brottflutningi í dag og bandarískt herlið ætlar að fara alfarið frá landinu á þriðjudag. Sveinn segir að vegna þessa ráði íslensk stjórnvöld öllu því fólki sem þau hafa verið í sambandi við í Afganistan frá því að fara út á flugvöll í Kabúl. Á annað hundrað manns féll í sjálfsmorðssprengjuárás í mannþröng fyrir utan flugvöllinn á fimmtudag. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams í Afganistan lýstu yfir ábyrgð á ódæðinu. Bandarísk stjórnvöld búast við því að frekari hryðjuverk gætu verið framin nú síðustu daga brotthvarfsins frá Kabúl. Framhaldið í komum afganskra flóttamanna til Íslands er því óljóst. Sveinn segir að samþykkt ríkisstjórnarinnar um móttöku flóttafólks standi óháð því hver staðan í landinu í augnablikinu. Íslensk stjórnvöld hafa þegar lýst sig tilbúin að taka við að minnsta kosti tuttugu fyrrverandi starfsmönnum Atlantshafsbandalagsins og fjölskyldum þeirra frá Afganistan. Afganistan Flóttafólk á Íslandi Utanríkismál Tengdar fréttir Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti tillögu flóttamannanefndar um að taka á móti allt að 120 manns frá Afganistan í vikunni. Ætlunin er að styðja við fjölskyldur fólks sem eru þegar á Íslandi og á rétt á fjölskyldusameiningu, einstaklinga í bráðahættu vegna starfa, ýmist fyrir Atlantshafsbandalagið eða í jafnréttismálum. Það síðastnefnda á við um fjölskyldurnar tvær sem komu til landsins í gær. Mbl.is sagði frá komu þeirra í gærkvöldi. Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir við Vísi að þar séu á ferð tvær konur sem dvöldu á Íslandi við nám í því sem þá kallaðist Jafnréttisskóli Sameinuðu þjóðanna en kallast nú Jafnréttisskólinn Gró og fjölskyldur þeirra, alls sex manns. Fólkið kemur hingað með milligöngu danskra stjórnvalda. Það fékk flugfar með Dönum frá Afganistan, fyrst til Islamabad í Pakistan og síðan áfram til Kaupmannahafnar. Þá segir Sveinn að ráðuneytið viti af því að fjórir Afganar sem hafa dvalarleyfi á Íslandi séu einnig á leið til landsins. Ráða fólki frá því að fara að flugvellinum Loftbrú sem vestrænar þjóðir hafa haldið út frá flugvellinum í Kabúl er nú við það að lokast. Bresk stjórnvöld segjast ætla að ljúka brottflutningi í dag og bandarískt herlið ætlar að fara alfarið frá landinu á þriðjudag. Sveinn segir að vegna þessa ráði íslensk stjórnvöld öllu því fólki sem þau hafa verið í sambandi við í Afganistan frá því að fara út á flugvöll í Kabúl. Á annað hundrað manns féll í sjálfsmorðssprengjuárás í mannþröng fyrir utan flugvöllinn á fimmtudag. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams í Afganistan lýstu yfir ábyrgð á ódæðinu. Bandarísk stjórnvöld búast við því að frekari hryðjuverk gætu verið framin nú síðustu daga brotthvarfsins frá Kabúl. Framhaldið í komum afganskra flóttamanna til Íslands er því óljóst. Sveinn segir að samþykkt ríkisstjórnarinnar um móttöku flóttafólks standi óháð því hver staðan í landinu í augnablikinu. Íslensk stjórnvöld hafa þegar lýst sig tilbúin að taka við að minnsta kosti tuttugu fyrrverandi starfsmönnum Atlantshafsbandalagsins og fjölskyldum þeirra frá Afganistan.
Afganistan Flóttafólk á Íslandi Utanríkismál Tengdar fréttir Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24. ágúst 2021 11:22
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent