Eins og alþjóð veit þá mun Cristiano Ronaldo klæðast rauðri treyju Manchester United á nýjan leik þegar landsleikjahléinu – sem er nýhafið – lýkur eftir tæplega tvær vikur. Portúgalinn varð að ofurstjörnu á Old Trafford fyrir fjölmörgum árum og er nú snúinn aftur á „heimaslóðir“ ef svo má að orði komast.
Eftir að Ronaldo gaf það út að hann vildi fara frá Juventus leit reyndar lengi vel út fyrir að hann væri á leið til Manchester City. Forráðamenn Man United stigu hins vegar inn í og þá – eins og hendi væri veifað – var Portúgalinn á leiðinni aftur á Old Trafford.
Nú virðist reyndar sem Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hafi haft lítinn sem engan áhuga á að sjá Ronaldo í ljósblárri treyju félagsins. Aðspurður hvort hann hefði fjárfest í leikmanninum hefði Man Utd ekki gert það var svar Spánverjans nokkuð skýrt þó hann hafi verið lengi að koma því frá sér.
„Errr … ég held ekki.“
Guardiola was asked if #mcfc would have signed Ronaldo if #mufc hadn't come in for him. With a gigantic pause between the start and the end of his response, he said:
— Simon Bajkowski (@spbajko) August 29, 2021
"Errrr............................................................................I don't think so."
Reikna má með því að Cristiano Ronaldo sjáist aftur í rauðri treyju Man Utd þann 11. september þegar Newcastle United heimsækir Old Trafford. Liðið er sem stendur í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sjö stig líkt og West Ham United, Chelsea, Liverpool og Everton.