Bar kappið KSÍ ofurliði? Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 30. ágúst 2021 09:30 Fyrir okkur sem höfum barist fyrir alhliða jafnrétti í íþróttamenningu í mörg ár hafa sl. sólarhringar verið allt að óraunverulegir. Afhjúpun þeirrar menningar sem ríkir innan KSÍ hefur hér með átt sér stað. Menning sem því miður gengur út á að láta ekki ómenningu líta dagsins ljós. Þrátt fyrir að allir vissu að hún leynist þarna í myrkrinu. Fyrir ykkur sem ekki vita þá þarf aukaskammt af hugrekki og styrk til að stíga þau skref sem Hanna Björg Vilhjálmsdóttir steig á s.l. vikum. Og gafst ekki upp þrátt fyrir að á móti blés ískaldur og hvass norðanvindur frá KSÍ. Sjálf hef ég reynslu af því að reyna að benda á misrétti innan íþróttaheimsins. Það var mjög óþægileg og erfið reynsla. Fyrir 11 árum þegar ég var formaður Íþrótta- og tómstundarráðs Reykjavíkur var misréttið á milli drengja og stúlkna sem stunduðu boltaíþróttir í Reykjavík það fyrsta sem ég rak mig á þegar ég tók við málaflokknum. Í framhaldi óskaði ég eftir því að Mannréttindaskrifstofa borgarinnar myndi gera ítarlega úttekt á jafnréttismálum hjá íþróttafélögum í Reykjavík. Vonir mínar um breytingar á þessari skekkju innan íþróttafélaganna urðu fljótlega að vonbrigðum. Það stóð sannarlega á svörum frá forystu félaganna og á sameiginlegum fundi ÍTR ráðsins, ÍBR og formanna íþróttafélaganna um það bil ári eftir að úttektin hófst, kom fram að flestum fannst þetta eiginlega bara óþarfi, enda væru allar stefnur með klausu um jafnrétti. Þeim fannst ég óþægileg og óþolandi, upplifði ég. Vorið 2018 skrifaði ég grein Í Kjarnann þar sem ég gaf kynjamisrétti í íþróttum rauða spjaldið og lagði til að skilyrða fjárstuðning við íþróttafélög í Reykjavík við að í stefnum og aðgerðaráætlunum þeirra séu tiltækar reglur, áætlanir og verklag sem vinnur gegn öllu kynjamisrétti og vinnur hnitmiðað að jafnrétti í allri sinni mynd. Það risu ófáir á afturfæturnar og sýndu klærnar. Viðbrögðin voru það harkaleg að þau í raun þögguðu niður í mér. Ég hef einfaldlega ekki þorað að stíga fæti inn í þessa umræðu aftur fyrr en nú. Meðvirka og alkahóliseraða fjölskyldukerfið Það má stundum líkja svona vinnustaða og stofnanamenningu við dysfunktional og alkahólísku fjölskyldukerfi. Samkvæmt fræðunum er slíku kerfi stýrt af skömm og miklum ótta við að upp komist um þá hegðun sem þar er ríkjandi. Sá sem ætlar sér að benda á það með einhverjum hætti, hvort sem hann er innan kerfis eða utan það, þá er hann samstundist úthrópaður og útskúfaður. Fjölskyldan verður að líta vel út á við og halda þeirri glansmynd sem hún hefur gangandi. Sama hvað.Dæmi eru til um að slíkar fjölskyldur haldi reglulega fundi á sunnudagskvöldum eftir bölvað partýstand og fari yfir hvað má tala um út á við og þá öllu mikilvægara; hvað má ekki ræða út á við. Jafnrétti er ekki kvöð heldur tækifæri til sigurs Ég vil trúa því að fólk sé upp til hópa gott og mennskt. Það fylgir því mikið tilfinningalegt álag að lifa í svona dysfunktional kerfi. Ég trúi því ss núna að einhverjum í stjórn og öðrum starfsmönnum KSÍ sé núna létt. Létt að þetta sé bara komið upp á yfirborðið. Það er búið að kveikja ljósin og nú verði erfitt að slökkva þau aftur og leyfa meðvirkninni að lifa áfram. Kannski er ég naív en mér hefur verið fyrirmunað að skilja afhverju svona margir líta á jafnrétti og útrýmingu ofbeldis svona mikla kvöð. Ég sé bara tækifæri. Því eins og slagorð íþróttafélagsins vals segir svo réttilega: Látið kappið ekki bera fegurðina ofurliði - KSÍ og aðrar íþróttastofnanir taka þetta örugglega til sín núna. Látum jafnréttið og ofbeldisleysið vera leiðina að sigrinum. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar og hefur óbilandi áhuga á að útrýma misrétti og ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga KSÍ Reykjavík Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrir okkur sem höfum barist fyrir alhliða jafnrétti í íþróttamenningu í mörg ár hafa sl. sólarhringar verið allt að óraunverulegir. Afhjúpun þeirrar menningar sem ríkir innan KSÍ hefur hér með átt sér stað. Menning sem því miður gengur út á að láta ekki ómenningu líta dagsins ljós. Þrátt fyrir að allir vissu að hún leynist þarna í myrkrinu. Fyrir ykkur sem ekki vita þá þarf aukaskammt af hugrekki og styrk til að stíga þau skref sem Hanna Björg Vilhjálmsdóttir steig á s.l. vikum. Og gafst ekki upp þrátt fyrir að á móti blés ískaldur og hvass norðanvindur frá KSÍ. Sjálf hef ég reynslu af því að reyna að benda á misrétti innan íþróttaheimsins. Það var mjög óþægileg og erfið reynsla. Fyrir 11 árum þegar ég var formaður Íþrótta- og tómstundarráðs Reykjavíkur var misréttið á milli drengja og stúlkna sem stunduðu boltaíþróttir í Reykjavík það fyrsta sem ég rak mig á þegar ég tók við málaflokknum. Í framhaldi óskaði ég eftir því að Mannréttindaskrifstofa borgarinnar myndi gera ítarlega úttekt á jafnréttismálum hjá íþróttafélögum í Reykjavík. Vonir mínar um breytingar á þessari skekkju innan íþróttafélaganna urðu fljótlega að vonbrigðum. Það stóð sannarlega á svörum frá forystu félaganna og á sameiginlegum fundi ÍTR ráðsins, ÍBR og formanna íþróttafélaganna um það bil ári eftir að úttektin hófst, kom fram að flestum fannst þetta eiginlega bara óþarfi, enda væru allar stefnur með klausu um jafnrétti. Þeim fannst ég óþægileg og óþolandi, upplifði ég. Vorið 2018 skrifaði ég grein Í Kjarnann þar sem ég gaf kynjamisrétti í íþróttum rauða spjaldið og lagði til að skilyrða fjárstuðning við íþróttafélög í Reykjavík við að í stefnum og aðgerðaráætlunum þeirra séu tiltækar reglur, áætlanir og verklag sem vinnur gegn öllu kynjamisrétti og vinnur hnitmiðað að jafnrétti í allri sinni mynd. Það risu ófáir á afturfæturnar og sýndu klærnar. Viðbrögðin voru það harkaleg að þau í raun þögguðu niður í mér. Ég hef einfaldlega ekki þorað að stíga fæti inn í þessa umræðu aftur fyrr en nú. Meðvirka og alkahóliseraða fjölskyldukerfið Það má stundum líkja svona vinnustaða og stofnanamenningu við dysfunktional og alkahólísku fjölskyldukerfi. Samkvæmt fræðunum er slíku kerfi stýrt af skömm og miklum ótta við að upp komist um þá hegðun sem þar er ríkjandi. Sá sem ætlar sér að benda á það með einhverjum hætti, hvort sem hann er innan kerfis eða utan það, þá er hann samstundist úthrópaður og útskúfaður. Fjölskyldan verður að líta vel út á við og halda þeirri glansmynd sem hún hefur gangandi. Sama hvað.Dæmi eru til um að slíkar fjölskyldur haldi reglulega fundi á sunnudagskvöldum eftir bölvað partýstand og fari yfir hvað má tala um út á við og þá öllu mikilvægara; hvað má ekki ræða út á við. Jafnrétti er ekki kvöð heldur tækifæri til sigurs Ég vil trúa því að fólk sé upp til hópa gott og mennskt. Það fylgir því mikið tilfinningalegt álag að lifa í svona dysfunktional kerfi. Ég trúi því ss núna að einhverjum í stjórn og öðrum starfsmönnum KSÍ sé núna létt. Létt að þetta sé bara komið upp á yfirborðið. Það er búið að kveikja ljósin og nú verði erfitt að slökkva þau aftur og leyfa meðvirkninni að lifa áfram. Kannski er ég naív en mér hefur verið fyrirmunað að skilja afhverju svona margir líta á jafnrétti og útrýmingu ofbeldis svona mikla kvöð. Ég sé bara tækifæri. Því eins og slagorð íþróttafélagsins vals segir svo réttilega: Látið kappið ekki bera fegurðina ofurliði - KSÍ og aðrar íþróttastofnanir taka þetta örugglega til sín núna. Látum jafnréttið og ofbeldisleysið vera leiðina að sigrinum. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar og hefur óbilandi áhuga á að útrýma misrétti og ofbeldi.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar