Spennið beltin! Sigmar Guðmundsson skrifar 30. ágúst 2021 12:30 Það hefur auðvitað ekki farið fram hjá neinum að Seðlabankinn hækkaði vexti á dögunum. Ekki er langt í að hækkunin skili sér í afborganir af húsnæðislánum. Afleiðingin verður sú að þeir sem eru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum finna fyrir hressilegri hækkun. Fólk með 40 milljón króna lán getur reiknað með nærri 10 þúsund króna hækkun á mánuði. Frekari vaxtahækkanir eru í pípunum og því alls ekki ólíklegt að önnur eins hækkun fylgi í kjölfarið fyrir þá sem eru með breytilega vexti. Og þeir eru margir. Með þessu getur sá ótti margra ræst að þau háu lán sem fólk hefur tekið á undanförnum mánuðum geti hreinlega ógnað afkomu fjölmargra fjölskyldna. Að þær ráði ekki við hækkandi afborganir og vaxtahækkunarferlið kalli enn og aftur fjárhagsvandræði yfir venjulegar fjölskyldur sem vilja búa í eigin húsnæði. Ekkert af þessu kemur á óvart. Hagsagan kennir okkur að vextir á íslandi eru allt annað en stöðugir og almennt miklu hærri en í nágrannalöndunum. Þess utan vakti það auðvitað heilmikla athygli þegar Seðlabankastjóri gaf út þá yfirlýsingu fyrir nokkrum vikum í hlaðvarpinu hans Snorra Björnssonar að fólk ætti að festa vextina. „Ég bara veit það að við náttúrlega hljótum að þurfa að hækka vextina. Vextirnir voru óvenjulega lágir út af þessum faraldri,“ sagði Ásgeir Jónsson í viðtalinu. Fastir vextir til þriggja ára eru talsvert hærri en breytilegir og því auðvelt að túlka orð hans þannig að á næstu misserum muni vextir hækka það mikið að breytilegu vextirnir verði mögulega hærri en föstu vextirnir eru í dag. Það yrði umtalsverð hækkun. Þeir sem hafa nýfest vextina hafa svo ekki hugmynd um hvert vaxtastigið verður eftir þrjú ár og þurfa mögulega að endurfjármagna á enn hærri vöxtum. Ef Seðlabankastjóri væri flugstjóri, þá var hann í raun og veru að gefa út þau fyrirmæli til farþega að spenna beltin strax. Það er ókyrrð fram undan. Ekki má svo gleyma verðbólgunni, þessu skilgetna afkvæmi íslensku krónunnar, sem er talsvert yfir markmiðum og leggst með fullum þunga ofan á verðtryggðu húsnæðislánin. Þennan vítahring þekkja íslenskar fjölskyldur og einstaklingar allt of vel. Sveiflur krónunnar, verðbólga og háir vextir eru meinsemd í íslensku samfélagi. Þessu þarf að breyta. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, orðaði þetta vel í ræðu sinni á landsþingi flokksins um helgina. „Kostnaður krónunnar fyrir samfélagið er vel yfir 100 milljarðar á ári. Frá aldamótum hafa laun hækkað þrefalt á við Norðurlönd, verðbólga hins vegar fjórfaldast og vextir fimmfaldast. Að gengisflökt krónunnar sé einhverskonar bjargvættur er í besta falli lélegur brandari. Fáum við til þess umboð, verður okkar fyrsta verkefni að semja um gagnkvæmar gengisvarnir og tengja krónuna við Evru. Við eigum ekki að sætta okkur við meiri verðbólgu, miklu hærri vexti á húsnæðislánum eða dýrari matarkörfu en þekkist í nágrannalöndunum.“ Höfundur er í öðru sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Seðlabankinn Verðlag Mest lesið Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Það hefur auðvitað ekki farið fram hjá neinum að Seðlabankinn hækkaði vexti á dögunum. Ekki er langt í að hækkunin skili sér í afborganir af húsnæðislánum. Afleiðingin verður sú að þeir sem eru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum finna fyrir hressilegri hækkun. Fólk með 40 milljón króna lán getur reiknað með nærri 10 þúsund króna hækkun á mánuði. Frekari vaxtahækkanir eru í pípunum og því alls ekki ólíklegt að önnur eins hækkun fylgi í kjölfarið fyrir þá sem eru með breytilega vexti. Og þeir eru margir. Með þessu getur sá ótti margra ræst að þau háu lán sem fólk hefur tekið á undanförnum mánuðum geti hreinlega ógnað afkomu fjölmargra fjölskyldna. Að þær ráði ekki við hækkandi afborganir og vaxtahækkunarferlið kalli enn og aftur fjárhagsvandræði yfir venjulegar fjölskyldur sem vilja búa í eigin húsnæði. Ekkert af þessu kemur á óvart. Hagsagan kennir okkur að vextir á íslandi eru allt annað en stöðugir og almennt miklu hærri en í nágrannalöndunum. Þess utan vakti það auðvitað heilmikla athygli þegar Seðlabankastjóri gaf út þá yfirlýsingu fyrir nokkrum vikum í hlaðvarpinu hans Snorra Björnssonar að fólk ætti að festa vextina. „Ég bara veit það að við náttúrlega hljótum að þurfa að hækka vextina. Vextirnir voru óvenjulega lágir út af þessum faraldri,“ sagði Ásgeir Jónsson í viðtalinu. Fastir vextir til þriggja ára eru talsvert hærri en breytilegir og því auðvelt að túlka orð hans þannig að á næstu misserum muni vextir hækka það mikið að breytilegu vextirnir verði mögulega hærri en föstu vextirnir eru í dag. Það yrði umtalsverð hækkun. Þeir sem hafa nýfest vextina hafa svo ekki hugmynd um hvert vaxtastigið verður eftir þrjú ár og þurfa mögulega að endurfjármagna á enn hærri vöxtum. Ef Seðlabankastjóri væri flugstjóri, þá var hann í raun og veru að gefa út þau fyrirmæli til farþega að spenna beltin strax. Það er ókyrrð fram undan. Ekki má svo gleyma verðbólgunni, þessu skilgetna afkvæmi íslensku krónunnar, sem er talsvert yfir markmiðum og leggst með fullum þunga ofan á verðtryggðu húsnæðislánin. Þennan vítahring þekkja íslenskar fjölskyldur og einstaklingar allt of vel. Sveiflur krónunnar, verðbólga og háir vextir eru meinsemd í íslensku samfélagi. Þessu þarf að breyta. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, orðaði þetta vel í ræðu sinni á landsþingi flokksins um helgina. „Kostnaður krónunnar fyrir samfélagið er vel yfir 100 milljarðar á ári. Frá aldamótum hafa laun hækkað þrefalt á við Norðurlönd, verðbólga hins vegar fjórfaldast og vextir fimmfaldast. Að gengisflökt krónunnar sé einhverskonar bjargvættur er í besta falli lélegur brandari. Fáum við til þess umboð, verður okkar fyrsta verkefni að semja um gagnkvæmar gengisvarnir og tengja krónuna við Evru. Við eigum ekki að sætta okkur við meiri verðbólgu, miklu hærri vexti á húsnæðislánum eða dýrari matarkörfu en þekkist í nágrannalöndunum.“ Höfundur er í öðru sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun