Hetjurnar okkar Brynhildur Björnsdóttir og Elva Hrönn Hjartardóttir skrifa 30. ágúst 2021 15:00 Hugmyndir um staðalmyndir kynjanna eru áþreifanlegar í samfélaginu og ýta undir og viðhalda misrétti. Á þeim byggir líka hetjudýrkun á þekktum einstaklingum af karlkyni eins og tónlistarmönnum, útrásarvíkingum og afreksmönnum í íþróttum, einkum þó fótbolta sem oftar en ekki eru kallaðir „fótboltagoðsagnir“, „knattspyrnuhetjur“ og þó oftast ,,strákarnir okkar.“ . Virðing og samþykki Síðustu daga höfum við séð að hetjudýrkun, gerendameðvirkni og þöggun virðast ekki eiga sér nein mörk þegar kemur að þekktum karlmönnum í samfélaginu og þá sérstaklega afreksmönnum í fótbolta. Sú eitraða karlmennska sem við höfum séð að fær að þrífast innan stórra félagasamtaka smitar út frá sér í samfélagið allt. Hvaðan kemur þetta viðhorf og hvers vegna bregst svo stór hluti samfélagsins við ásökunum í garð þekktra karlmanna, nú síðast í tilfelli íþróttamanna, með afneitun og reynir að gera málflutning þolenda tortryggilegan með öllum ráðum? Getur verið að rótin liggi í búningsklefamenningu eins og ítrekað hefur verið bent á? Er þetta kannski stærra mál en sem nemur afsögn eins formanns eða tiltekt innan einna samtaka? Kynferðisofbeldi er samfélagslegt mein og sömu sögu er að segja um þöggun og gerendameðvirkni. Við sem samfélag þurfum að leggjast á eitt og ýta undir- og viðhalda menningu sem byggir á virðingu og samþykki en ekki drottnun og ofbeldi. Það er til marks um breyttan veruleika hversu mörg hafa stigið fram undanfarna mánuði, ekki bara í þessu tilfelli heldur fleirum, lýst stuðningi við þolendur og í þessu tilfelli skorað á forsvarsfólk KSÍ að gera betur. En hér er ekki nóg að einn formaður segi af sér eða ein samtök biðjist afsökunar. Á meðan svona mál koma upp aftur og aftur og viðbrögðin við þeim eru þau sömu í hvert skipti er ljóst að vandinn liggur miklu dýpra. Og hann þarf að uppræta. Upprætum kynjamisrétti og kynferðis- og kynbundið ofbeldi Vinstrihreyfingin – grænt framboð einsetur sér að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu og brjóta þannig upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku allra. Þannig sköpum við betra samfélag fyrir okkur öll óháð kyni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur lagt margar mikilvægar vörður í átt að þeim markmiðum. Þannig hefur til dæmis Istanbúl samningurinn, samningur um forvarnir og baráttu gegn heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum, verið fullgildur á kjörtímabilinu, forvarnaáætlun gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni hefur verið hrint af stað og stafrænt kynferðislegt ofbeldi og umsáturseinelti hafa verið gerð refsiverð. Á þessari braut viljum við í VG halda áfram; með skýra stefnu að leiðarljósi og alvöru aðgerðir sem skila árangri. Það er kominn tími til að endurskilgreina hetjur og goðsögur. Hetjur nútímans eru þolendur kynferðisofbeldis sem stíga fram og segja frá til að ná fram réttlæti og til að setja fordæmi. Goðsagnakennd frammistaða er þegar fólk tekur slaginn, skorar dreka kvenfyrirlitningar og kynferðisofbeldis á hólm í fjölmiðlum, í umræðunni og á öllum leikvöngum þar sem hægt er að berjast. Fólk sem berst gegn hvers kyns misrétti og óréttlátri valdbeitingu, það eru hetjur og goðsögur okkar tíma. Höfundar eru í 4. og 5. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Brynhildur Björnsdóttir Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Hugmyndir um staðalmyndir kynjanna eru áþreifanlegar í samfélaginu og ýta undir og viðhalda misrétti. Á þeim byggir líka hetjudýrkun á þekktum einstaklingum af karlkyni eins og tónlistarmönnum, útrásarvíkingum og afreksmönnum í íþróttum, einkum þó fótbolta sem oftar en ekki eru kallaðir „fótboltagoðsagnir“, „knattspyrnuhetjur“ og þó oftast ,,strákarnir okkar.“ . Virðing og samþykki Síðustu daga höfum við séð að hetjudýrkun, gerendameðvirkni og þöggun virðast ekki eiga sér nein mörk þegar kemur að þekktum karlmönnum í samfélaginu og þá sérstaklega afreksmönnum í fótbolta. Sú eitraða karlmennska sem við höfum séð að fær að þrífast innan stórra félagasamtaka smitar út frá sér í samfélagið allt. Hvaðan kemur þetta viðhorf og hvers vegna bregst svo stór hluti samfélagsins við ásökunum í garð þekktra karlmanna, nú síðast í tilfelli íþróttamanna, með afneitun og reynir að gera málflutning þolenda tortryggilegan með öllum ráðum? Getur verið að rótin liggi í búningsklefamenningu eins og ítrekað hefur verið bent á? Er þetta kannski stærra mál en sem nemur afsögn eins formanns eða tiltekt innan einna samtaka? Kynferðisofbeldi er samfélagslegt mein og sömu sögu er að segja um þöggun og gerendameðvirkni. Við sem samfélag þurfum að leggjast á eitt og ýta undir- og viðhalda menningu sem byggir á virðingu og samþykki en ekki drottnun og ofbeldi. Það er til marks um breyttan veruleika hversu mörg hafa stigið fram undanfarna mánuði, ekki bara í þessu tilfelli heldur fleirum, lýst stuðningi við þolendur og í þessu tilfelli skorað á forsvarsfólk KSÍ að gera betur. En hér er ekki nóg að einn formaður segi af sér eða ein samtök biðjist afsökunar. Á meðan svona mál koma upp aftur og aftur og viðbrögðin við þeim eru þau sömu í hvert skipti er ljóst að vandinn liggur miklu dýpra. Og hann þarf að uppræta. Upprætum kynjamisrétti og kynferðis- og kynbundið ofbeldi Vinstrihreyfingin – grænt framboð einsetur sér að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu og brjóta þannig upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku allra. Þannig sköpum við betra samfélag fyrir okkur öll óháð kyni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur lagt margar mikilvægar vörður í átt að þeim markmiðum. Þannig hefur til dæmis Istanbúl samningurinn, samningur um forvarnir og baráttu gegn heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum, verið fullgildur á kjörtímabilinu, forvarnaáætlun gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni hefur verið hrint af stað og stafrænt kynferðislegt ofbeldi og umsáturseinelti hafa verið gerð refsiverð. Á þessari braut viljum við í VG halda áfram; með skýra stefnu að leiðarljósi og alvöru aðgerðir sem skila árangri. Það er kominn tími til að endurskilgreina hetjur og goðsögur. Hetjur nútímans eru þolendur kynferðisofbeldis sem stíga fram og segja frá til að ná fram réttlæti og til að setja fordæmi. Goðsagnakennd frammistaða er þegar fólk tekur slaginn, skorar dreka kvenfyrirlitningar og kynferðisofbeldis á hólm í fjölmiðlum, í umræðunni og á öllum leikvöngum þar sem hægt er að berjast. Fólk sem berst gegn hvers kyns misrétti og óréttlátri valdbeitingu, það eru hetjur og goðsögur okkar tíma. Höfundar eru í 4. og 5. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun