Verði aldrei þannig að þolandi mæti fyrir stjórn KSÍ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 30. ágúst 2021 16:32 Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar. Vísir/Egill Ástæða þess að stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað að taka Kolbein Sigþórsson úr landsliðshópi Íslands er ofbeldismál sem skekið hefur knattspyrnuhreyfinguna undanfarna daga. Þetta herma heimildir fréttastofu. Rúnar Már Sigurjónsson dró sig sjálfur úr hópnum. Hlutverk nýs starfshóps verður að tryggja að brugðist verði við öllum ábendingum um ofbeldi sem komi á borð sambandsins. Guðni Bergsson sagði í gær af sér sem formaður KSÍ eftir gagnrýni á viðbrögð hans við upplýsingum um ofbeldismál leikmanna landsliðsins. Tvær breytingar verða á landsliðinu fyrir leik liðsins á fimmtudag. Kolbeinn Sigþórsson og Rúnar Már Sigurjónsson munu ekki tilheyra hópnum en samkvæmt heimildum Vísis er Kolbeinn leikmaðurinn sem greiddi Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur miskabætur eftir að hafa gengist við ofbeldisbroti haustið 2017 og var honum gert að yfirgefa hópinn. Rúnar Már dró sig sjálfur úr hópnum. Sérstakur starfshópur settur á laggirnar Stjórn KSÍ hefur ákveðið að stofna starfshóp sem mun vinna að jafnréttismálum. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra jafnréttismála á skóla- og frístundasviði Reykjavíkur leiðir hópinn og mun það koma í hennar hlut að velja fólk í hann. Hún segir að hann verði skipaður fagfólki á sviði jafnréttismála, kynferðisbrotamála og lögfræðingi ásamt fulltrúa íþróttahreyfingarinnar. Hlutverk hópsins verður að rýna í stöðuna og skoða hvar skerpa megi á verkferlum. „Hvernig getum við komið því betur að það sé eftirfylgd með málunum og tryggt að mál geti ekki „slædað“ eða verið leyst í leynd. Við þurfum að tryggja að það sé brugðist við öllum málum,“ segir Kolbrún Hrund. Stærsta verkefnið að finna hvar mörkin liggi Hún segir stærsta verkefni hópsins að finna hvar mörkin liggi. „En við þurfum líka og ég held kannski að stærsta verkefni hópsins sé að finna hvar eru mörkin. Við hvað ætlum við að miða, hvað þarf til til þess að við fjarlægjum fólk úr landsliðinu eða félagsliðinu? Hversu stórt þarf brot að vera? Hver þarf tilkynningin að vera? Á hvaða „leveli“ er þetta? Af því við getum ekki verið með óljóst kerfi þar sem við bregðumst við af tilfinningu af því að einhver sagði eitthvað,“ segir Kolbrún. Stjórn KSÍ hafi heitið því að hlusta á hópinn. „Við þurfum bara að setja upp verklagið sem síðan þarf að vinna eftir. Svo kannski verður niðurstaðan sú að starfshópurinn leggur til að ráðin verði inn manneskja sem mun sinna þessum málum. Það gæti vel farið svo.“ Stjórn KSÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem sambandið viðurkennir mistök. Stjórnin hvetur þolendur eða þá sem hafa vitneskju um alvarlegt ofbeldi innan hreyfingarinnar til þess að leita til sambandsins. Kolbrún segir að þolendur muni ekki þurfa að koma fyrir stjórnina heldur muni slík mál fara í gegnum hóp Kolbrúnar og samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsmála. „Það verður aldrei þannig að þolandi verði látinn standa fyrir framan alla stjórnina það kemur aldrei til,“ sagði Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Framkvæmdastjórn ÍSÍ ræðir mál KSÍ á fundi Framkvæmdastjórn Íþrótta- og ólympíusambands Íslands fundar nú og ræðir meðal annars mál KSÍ. 30. ágúst 2021 15:48 Ingó tróð upp í fimmtugsafmæli stjórnarmanns KSÍ Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, tróð upp í fimmtugsafmæli Tómasar Þóroddssonar stjórnarmanns KSÍ fyrir tíu dögum síðan. Tómas er einn þeirra sem skrifaði undir yfirlýsingu stjórnar KSÍ um að staðið sé með þolendum ofbeldis. 30. ágúst 2021 15:39 Krefjast þess að KSÍ boði tafarlaust til aukaþings: „Orðspor íslenskrar knattspyrnu er stórlega skaðað“ Knattspyrnudeildir níu félaga hafa krafist þess að KSÍ boði tafarlaust til aukaþings. 30. ágúst 2021 15:26 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Rúnar Már Sigurjónsson dró sig sjálfur úr hópnum. Hlutverk nýs starfshóps verður að tryggja að brugðist verði við öllum ábendingum um ofbeldi sem komi á borð sambandsins. Guðni Bergsson sagði í gær af sér sem formaður KSÍ eftir gagnrýni á viðbrögð hans við upplýsingum um ofbeldismál leikmanna landsliðsins. Tvær breytingar verða á landsliðinu fyrir leik liðsins á fimmtudag. Kolbeinn Sigþórsson og Rúnar Már Sigurjónsson munu ekki tilheyra hópnum en samkvæmt heimildum Vísis er Kolbeinn leikmaðurinn sem greiddi Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur miskabætur eftir að hafa gengist við ofbeldisbroti haustið 2017 og var honum gert að yfirgefa hópinn. Rúnar Már dró sig sjálfur úr hópnum. Sérstakur starfshópur settur á laggirnar Stjórn KSÍ hefur ákveðið að stofna starfshóp sem mun vinna að jafnréttismálum. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra jafnréttismála á skóla- og frístundasviði Reykjavíkur leiðir hópinn og mun það koma í hennar hlut að velja fólk í hann. Hún segir að hann verði skipaður fagfólki á sviði jafnréttismála, kynferðisbrotamála og lögfræðingi ásamt fulltrúa íþróttahreyfingarinnar. Hlutverk hópsins verður að rýna í stöðuna og skoða hvar skerpa megi á verkferlum. „Hvernig getum við komið því betur að það sé eftirfylgd með málunum og tryggt að mál geti ekki „slædað“ eða verið leyst í leynd. Við þurfum að tryggja að það sé brugðist við öllum málum,“ segir Kolbrún Hrund. Stærsta verkefnið að finna hvar mörkin liggi Hún segir stærsta verkefni hópsins að finna hvar mörkin liggi. „En við þurfum líka og ég held kannski að stærsta verkefni hópsins sé að finna hvar eru mörkin. Við hvað ætlum við að miða, hvað þarf til til þess að við fjarlægjum fólk úr landsliðinu eða félagsliðinu? Hversu stórt þarf brot að vera? Hver þarf tilkynningin að vera? Á hvaða „leveli“ er þetta? Af því við getum ekki verið með óljóst kerfi þar sem við bregðumst við af tilfinningu af því að einhver sagði eitthvað,“ segir Kolbrún. Stjórn KSÍ hafi heitið því að hlusta á hópinn. „Við þurfum bara að setja upp verklagið sem síðan þarf að vinna eftir. Svo kannski verður niðurstaðan sú að starfshópurinn leggur til að ráðin verði inn manneskja sem mun sinna þessum málum. Það gæti vel farið svo.“ Stjórn KSÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem sambandið viðurkennir mistök. Stjórnin hvetur þolendur eða þá sem hafa vitneskju um alvarlegt ofbeldi innan hreyfingarinnar til þess að leita til sambandsins. Kolbrún segir að þolendur muni ekki þurfa að koma fyrir stjórnina heldur muni slík mál fara í gegnum hóp Kolbrúnar og samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsmála. „Það verður aldrei þannig að þolandi verði látinn standa fyrir framan alla stjórnina það kemur aldrei til,“ sagði Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Framkvæmdastjórn ÍSÍ ræðir mál KSÍ á fundi Framkvæmdastjórn Íþrótta- og ólympíusambands Íslands fundar nú og ræðir meðal annars mál KSÍ. 30. ágúst 2021 15:48 Ingó tróð upp í fimmtugsafmæli stjórnarmanns KSÍ Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, tróð upp í fimmtugsafmæli Tómasar Þóroddssonar stjórnarmanns KSÍ fyrir tíu dögum síðan. Tómas er einn þeirra sem skrifaði undir yfirlýsingu stjórnar KSÍ um að staðið sé með þolendum ofbeldis. 30. ágúst 2021 15:39 Krefjast þess að KSÍ boði tafarlaust til aukaþings: „Orðspor íslenskrar knattspyrnu er stórlega skaðað“ Knattspyrnudeildir níu félaga hafa krafist þess að KSÍ boði tafarlaust til aukaþings. 30. ágúst 2021 15:26 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Framkvæmdastjórn ÍSÍ ræðir mál KSÍ á fundi Framkvæmdastjórn Íþrótta- og ólympíusambands Íslands fundar nú og ræðir meðal annars mál KSÍ. 30. ágúst 2021 15:48
Ingó tróð upp í fimmtugsafmæli stjórnarmanns KSÍ Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, tróð upp í fimmtugsafmæli Tómasar Þóroddssonar stjórnarmanns KSÍ fyrir tíu dögum síðan. Tómas er einn þeirra sem skrifaði undir yfirlýsingu stjórnar KSÍ um að staðið sé með þolendum ofbeldis. 30. ágúst 2021 15:39
Krefjast þess að KSÍ boði tafarlaust til aukaþings: „Orðspor íslenskrar knattspyrnu er stórlega skaðað“ Knattspyrnudeildir níu félaga hafa krafist þess að KSÍ boði tafarlaust til aukaþings. 30. ágúst 2021 15:26